Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 16
16 19. maí 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 H áskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nem- enda skiptast eftir þeim framhaldsskólum sem nem- endurnir koma úr. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að tilteknir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. Fyrst og fremst sýnir rannsóknin þó fram á að munur milli skóla er ekki afgerandi. Ólafur Þ. Harðarson bendir á í frétt blaðsins á föstudaginn að þótt vissulega komi þeir skólar sem gjarnan hafi verið taldir skila góðum nemendum vel út þá séu einnig aðrir skólar sem skili góðum nemendum til HÍ. Hann bendir einnig á að líta þurfi til þess að skólarnir fái misgóða nemendur úr grunnskóla. Goðsagnir um gæði fram- haldsskóla hafa lengi verið líf- seigar. Með einsleitri mælistiku hafa menn komist að því að elstu menntaskólarnir og aðrir tiltekn- ir bóknámsskólar séu bestir en yngri skólar, sem margir hverjir bjóða mun fjölbreytilegra nám, þykja ekki eins góðir. Við þessar goðsagnir má margt athuga. Í fyrsta lagi liggur mælistikan yfirleitt í bóknáminu eingöngu en ekki í öðrum þátt- um námsframboðs. Í öðru lagi er yfirleitt lítið gert með það að skoða samhengið milli þess hvers konar nemendur koma inn í skólana og svo hvernig þeim vegnar að námi loknu. Þannig er nemandi sem alla tíð hefur gengið vel í bóknámi í grunnskóla mun líklegri til að sækja í hefðbundinn menntaskóla, sem býður honum val milli fjölmargra bóknámsgreina, en í fjöl- brautaskóla, sem býður honum val milli mun fleiri námsgreina en kannski tiltölulega einsleitt bóknám. Könnun á gengi nemenda innan HÍ sýnir fram á að góður nem- andi getur komið úr hvaða skóla sem er. Gengi fólks í námi veltur á fjölmörgum þáttum, og þá ekki síst þáttum eins og viðhorfi til náms, áhuga á viðfangsefnunum og fjöldamörgum öðrum þáttum, bæði ræktuðum og meðfæddum. Hlutur skólans er að búa nemandanum hvetjandi námsum- hverfi og sjá til þess að hann þrífist vel á alla lund þannig að árangur hans í námi megi verða sem bestur. Það sama gildir um heimilin og það gefur augaleið að nemandi sem kemur frá heimili þar sem ríkir jákvætt viðhorf til náms og hann fær hvatningu er minna háður skólanum sínum en sá sem kemur úr umhverfi þar sem skólanám er ekki forgangsraðað. Til dæmis þess vegna er svo mikilvægt að hnekkja goðsögnunum um skólana. Það skiptir miklu máli að taka niðurstöðum kannana um gengi nemenda af þeirri yfirvegun sem viðmælendur í frétt blaðsins á föstudaginn gerðu, að nota hana til að vinda ofan af goðsagnaum- ræðunni fremur en að ýta undir hana eins og oft hefur verið gert. Mestu máli skiptir að ungt fólk á Íslandi eigi þess kost að sækja fjölbreytt nám í margs konar skólum. Sumum hentar bóknám, öðrum verknám, sumum hentar rammi bekkjarkerfisins meðan öðrum hentar nám í minna formföstu umhverfi. Allt þetta unga fólk á að eiga þess kost að iðka nám sitt í skólum sem koma til móts við þarfir þess. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Sagt var að siðfræði margra þeirra sem áttu og stjórnuðu gömlu bönk-unum fyrir hrun hefði rúmast í þessari setningu: „Við eigum þetta, við megum þetta.“ Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur vísaði í þessa hugsun í sjónvarpsviðtali nýlega þegar hann var að skýra þá ákvörðun meirihluta Alþingis að ákæra fyrrum forsætisráðherra einan vegna hrunsins og sleppa ráð- herrum Samfylkingarinnar. Og í þessari viku skaut svo þetta hug- arfar upp kollinum á ný eins og uppvakningur. „Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hæl- ana bara út af einhverri þröngri túlkun á laga- bókstafnum.“ Þessi ummæli hefur þetta blað eftir Steingrími J. Sigúfssyni, ráðherra efna- hagsmála, í til- efni af því að stjórnendur líf- eyrissjóðanna vildu ekki láta undan þrýstingi ríkisstjórnarinn- ar og falla frá veðum sem þeim er að lögum skylt að taka. Ráðherrann rökstyður þetta svar sitt með því að segja: „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilinum í gegnum þessa erf- iðleika.“ Með öðrum orðum: Göf- ugt markmið réttlætir að stjórnir fjármálafyrirtækja gangi á svig við lög og jafnvel stjórnarskrá. Áður hafði formaður efnahags- nefndar Alþingis talað á sama veg. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er gagnrýnt að of fáir hafi sett niður hælana þegar þröngur lagabókstafurinn og kröfur um ábyrga stjórnarhætti áttu að setja stjórnendum gömlu bankanna skorður. Ummæli Steingríms J. Sigfússonar sýna hins vegar að of margir þing- menn sem áður lásu húslestra til höfuðs þessum draug hugarfars- ins hafa nú sjálfir tekið uppvakn- inginn í fóstur. Uppvakningur tekinn í fóstur ÞORSTEINN PÁLSSON Stjórnendur lífeyrissjóð-anna hafa sætt harðri gagnrýni vegna þess að bókfærðar eignir sjóð- anna rýrnuðu, fyrst við hrun krón- unnar og síðan vegna falls bank- anna. Almenn reiði virðist ríkja í garð þeirra. Hér er ekki ætlunin að meta að hve miklu leyti þessi ádeila er réttmæt. Spurningin er þessi: Getur það verið siðferðilega réttlætanlegt að ríkisstjórn hagnýti sér þessa reiði almennings í garð stjórnenda líf- eyrissjóðanna til þess að knýja þá til athafna sem ekki samrýmast lögum og myndu skerða lífeyri umbjóðenda þeirra enn frekar? Ríkisstjórnin stendur andspæn- is þremur kostum: Sá fyrsti er að segja sem er að ríkissjóður sé tómur og því ekki svigrúm til að mæta annars sanngjörnum kröf- um um skuldalækkun. Það er óvin- sælt. Annar er sá að hækka skatta á almenning og nota tekjurnar til að aðstoða þá skuldara sem í hlut eiga. Það yrði trúlega enn óvin- sælla en að segja nei. Þriðji kost- urinn er sá að þröngva stjórnend- um lífeyrssjóðanna til að brjóta lög og láta ellilífeyrisþega borga brúsann. Óvinsældir stjórnend- anna eiga að gera þessa leið vin- sæla. Ríkisstjórnin skákar í því skjóli að vígstaða stjórnenda lífeyris- sjóðanna sé svo veik að almenn- ingur sé reiðubúinn að fórna enn meir af lífeyrisréttindum sínum til þess að ná sér niður á þeim. Hver heilvita maður sér þó að ekki er heil brú í þeirri hugsun. Hitt er verra að hún er sprottin af sömu rót og það hugarfar að sniðganga megi lög og reglur um ábyrga fjár- málastjórn ef ríkisstjórnin telur að markmiðið sé göfugt. Eiga þeir þetta skilið? Verst er þó að þetta dæmi er ekki einstakt. Það endurspeglast víða í fjármálastjórn ríkisins. Ríkissjóður Grikklands komst í þrot vegna þess að grískir stjórn- málamenn héldu útgjöldum í stórum stíl utan við ríkisreikn- inginn. Þeir teygðu lögin til að ná markmiðum sínum rétt eins og stjórnendur gömlu bankanna eru sagðir hafa gert. Mörgum af þeim verkefn- um sem ríkissjóður er nú með á prjónunum er komið fyrir í eign- arhaldsfélögum þannig að ábyrgð á skuldbindingum og raunverulegt eignarhald er ekki gegnsætt með þeim hætti sem almennar reglur um fjárreiður ríkisins gera ráð fyrir. Verkefnin eru flest þörf og sum mjög brýn en öll of merkileg til þess að dragast inn í samanburð við gríska ríkisfjármálastjórnun. Kjarni málsins er sá að jafn- vel göfug verkefni réttlæta ekki að stofnað sé til skuldbindinga á svig við almennar leikreglur um gegnsæi. Slíkar ákvarðanir bera öll merki þeirrar siðferðilegu hugsunar sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt sinn þátt í falli bankanna. Afleiðing- arnar ráðast af því hversu lengi mönnum leyfist að fóstra þennan uppvakning. Fall bankanna er ekki gleymt. Ef fram heldur sem horfir er næsta hrun of sýnilegt til þess að láta hjá líða að hvetja alla þá til að setja niður hælana sem vilja ekki sniðganga leikreglur um ábyrga ríkisfjármálastjórn. Það er sið- ferðilega rétt og efnahagslega ábatasamt. Hælana á að setja niður Dagskrá málþings: 13:00 Setning málþings, Sveinbjörn Björnsson, Landvernd 13:05 Eðli og náttúra háhitasvæða hér og erlendis, Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og forseti Ferðafélags Íslands 13:40 Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum - kynning á verkefni Landverndar, Birta Bjargardóttir, Landvernd 13:45 Gildi jarðminja á háhitasvæðum, Kristján Jónasson, Náttúrufræðistofnun Íslands 14:05 Gildi lífríkis á háhitasvæðum, Ásrún Elmarsdóttir, Náttúrufræðistofnun Íslands 14:30 Kaffi 14:50 Gildi háhitasvæða fyrir ferðaþjónustu, Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum 15:10 Öryggismál ferðamanna á háhitasvæðum, Jónas Guðmundsson, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu 15:25 Pallborðsumræður 16:15 Málþingi lýkur Fundarstjóri og stjórnandi pallborðsumræðu: Anna G. Sverrisdóttir, Landvernd Landvernd efnir til málþings um sjálf- bæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhita svæðum, mánudaginn 21. maí nk. í Nauthóli við Nauthólsvík kl. 13:00-16:15. Allir velkomnir! www.landvernd.is Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Enkunnir nemenda í HÍ eftir framhaldsskólum: Goðsögnum hnekkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.