Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 105
LAUGARDAGUR 19. maí 2012 69
Pepsi-deild kvenna
FH - ÍBV 4-1
1-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (18.), 2-0 Aldís Kara
Lúðvíksdóttir (25.), 3-0 Bryndís Jóhannesdóttir
(56.), 4-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (59.), 4-1
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, víti (92.).
Valur - Selfoss 4-1
1-0 Thelma Björk Einarsdóttir (23.), 1-1 Guð-
munda Brynja Óladóttir (31.), 2-1 Elín Metta
Jensen (43.), 3-1 Telma Þrastardóttir (84.), 4-1
Telma Þrastardóttir (93.).
Breiðablik - Afturelding 3-0
1-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (19.), 2-0 Rakel
Hönnudóttir (69.), 3-0 Fanndís Friðriksd., víti (72.).
Fylkir - Stjarnan 0-2
0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (21.), 0-2 Soffía A.
Gunnarsdóttir (33.).
Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.
STAÐAN
FH 2 1 1 0 5-2 4
Breiðablik 2 1 1 0 4-1 4
Þór/KA 1 1 0 0 3-1 3
Valur 2 1 0 1 6-5 3
Stjarnan 2 1 0 1 3-3 3
ÍBV 2 1 0 1 5-6 3
KR 1 0 1 0 3-3 1
Fylkir 2 0 1 1 4-7 1
Afturelding 2 0 1 1 1-4 1
NÆSTI LEIKUR
KR - Þór/KA í dag kl. 16.00
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI U-18 lið karla í körfu-
bolta hefur unnið alla þrjá leiki
sína til þessa á Norðurlanda-
mótinu í körfubolta sem nú fer
fram í Stokkhólmi. Liðið tryggði
sér í gær sæti í úrslitaleik móts-
ins með stórsigri á Noregi, 83-42.
Strákarnir mæta Finnum í dag í
leik sem skiptir þá engu máli.
U-18 lið kvenna spilar um
brons á mótinu en liðið spilaði
tvívegis í gær. Stelpurnar unnu
Noreg en töpuðu svo stórt fyrir
Dönum, sem þær mæta einmitt í
bronsleiknum á sunnudaginn.
U-16 liðin töpuðu bæði sínum
leikjum gær. Stelpurnar eru þó
með tvo sigra eftir góða byrjun á
mótinu en strákarnir hafa tapað
öllum þremur sínum leikjum með
litlum mun. - esá
Norðurlandamót í körfubolta:
Eldri strákarnir
fara á kostum
FÓTBOLTI Samkvæmt fjölmiðlum
í Wales er Swansea á góðri leið
með að semja við þýska liðið Hof-
fenheim um kaupverð á Gylfa Þór
Sigurðssyni.
Gylfi Þór lék á síðari hluta
tímabilsins í ensku úrvalsdeild-
inni sem lánsmaður með Swansea
og sló í gegn. Hann er þó samn-
ingsbundinn Hoffenheim til 2014.
Ekki kemur fram hvað Swan-
sea þarf að greiða fyrir Gylfa en
þó er fullyrt að forráðamenn þess
séu reiðubúnir að greiða meira en
félagið hefur nokkru sinni áður
greitt fyrir einn leikmann. Við-
ræðurnar eru sagðar ganga vel og
samkomulag handan við hornið.
Gylfi á þó sjálfur eftir að semja
um kaup og kjör en hann hefur
einnig verið orðaður við fjölda
annarra félaga í Englandi. - esá
Gylfi Þór Sigurðsson:
Swansea ætlar
að borga metfé
GYLFI Var lykilmaður með Swansea á
síðari hluta tímabilsins í Englandi.
NORDIC PHOTOS/GETTY
SIGUR Dóra María Lárusdóttir og félagar í Val komust á blað í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Fjórir leikir fóru fram
í Pepsi-deild kvenna í gær en þá
hófst 2. umferð. Nýliðar FH gerðu
sér lítið fyrir og skelltu sér á topp-
inn með 4-1 sigri á ÍBV í Kapla-
krika. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
skoraði tvö mörk fyrir FH-inga
sem komust í 4-0 forystu.
Eyjamenn hefðu með sigri farið
með fullt hús stiga á toppinn eftir
að hafa unnið bikarmeistara Vals
í fyrstu umferðinni. En FH er þess
í stað á toppnum með fjögur stig,
rétt eins og Breiðablik sem hafði
betur gegn Aftureldingu í gær,
3-0.
Íslandsmeistarar Stjörnunn-
ar og bikarmeistarar Vals töp-
uðu bæði leikjum sínum í fyrstu
umferðinni en unnu bæði leiki
sína í gær. Valur hafði betur gegn
hinum nýliðunum, Selfossi, með
fjórum mörkum gegn einu. Þá
vann Stjarnan sterkan útisigur á
Fylki í Árbænum, 2-0.
Þór/KA getur þó farið á topp-
inn í dag með sigri á KR klukkan
16.00 í dag. Þór/KA hafði betur
gegn Stjörnunni í fyrstu umferð-
inni og er nú eina liðið í deildinni
sem hefur ekki enn tapað stigi.
- esá
Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna í gær:
Nýliðarnir á toppinn