Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 20
20 19. maí 2012 LAUGARDAGUR Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamið- stöðvar helstar. Önnur er á vett- vangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnu- rekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þess- ara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir full- trúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óvið- eigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingar- hættu. Gott dæmi um óheppileg af- skipti stjórnmálamanna af ein- stökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráð- herrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima sam- kvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar for- seti landsins tók að vingast við til- tekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar“ og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenn- ingur í landinu þegar ráðamönn- um verður fótaskortur með þess- um hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æski- leg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forseta- embættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir. Forseti og siðferði Forsetaembættið Þorsteinn Vilhjálmsson fyrrverandi prófessor og ritstjóri Vísindavefsins Þar var ráð- herrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskil- orðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. Vegna mikillar og oft á tíðum villandi umræðu um málið, og um túlkun og innihald ákvæðis 31. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóð- anna um réttarstöðu flóttamanna, er mér bæði ljúft og skylt að upp- lýsa hvernig sérfræðingar í flótta- mannarétti álíta að túlka beri ákvæðið, svo það megi verða til að fræða þá sem kunna að vilja tjá sig um málefnið eða ákvæðið sjálft. Fyrst er vert að geta þess að flóttamannasamningurinn hefur verið í gildi gagnvart Íslandi frá árinu 1956. Skv. 31. gr. samnings- ins ber aðildarríkjum, að tiltekn- um skilyrðum uppfylltum, að veita hælisleitendum vernd gegn refs- ingu hafi þeir komið með ólög- mætum hætti. Skilyrðin eru að um flóttamann hafi verið að ræða, sem komið hefur ólöglega inn í landið, beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi var ógnað og að hann gefi sig tafarlaust fram við stjórn- völd og óski hælis. Um fyrstu tvö skilyrðin þarf ekki að orðlengja hér heldur vikið að seinni skilyrðunum. Flóttamannastofnun SÞ hefur í ráð- gefandi áliti sagt höfunda samn- ings eingöngu hafa undanskilið frá verndinni þá flóttamenn sem þegar höfðu fengið hæli eða sest að um lengri eða skemmri tíma í öðru landi. Undir þetta hefur tekið Guy Good win-Gill, lagaprófessor við Oxfordháskóla. Tekur vernd ákvæð- isins því til þeirra sem hafa viðdvöl í ríkjum á leið sinni á áfangastað, og þeirra sem á einhvern hátt hefur ekki tekist að fá vernd í þeim ríkj- um sem þeir flýja til. Skal þá vikið að túlkun á orð- unum „gefi sig tafarlaust fram“. Í útvarpsviðtali var þetta túlkað sem svo að sá sem kæmi með fölsuð skil- ríki félli sjálfkrafa utan verndar því þá væri viðkomandi ekki að gefa sig tafarlaust fram. Þetta er alrangt, því hælisleitandinn á oft ekki ann- arra kosta völ en að ferðast með fölsuð skilríki og er beinlínis gert ráð fyrir vernd honum til handa vegna þess. Hann þarf hins vegar að óska hælis, eins og umræddir drengir hafa gert. Þess ber að geta að hér er um örstutta greiningu að ræða um þetta viðkvæma efni, en er undirrituð tilbúin til að útskýra betur á öðrum vettvangi. Formaður lögmannafélags Íslands, Brynjar Níelsson hrl., hefur kosið að koma fram opinberlega og vega að starfsheiðri undirritaðrar vegna þessa máls. Ekki átta ég mig á hvað formanninum gengur til, enda þekki ég hann ekki neitt og hef aldrei þurft að mæta honum í dóm- sal eða á öðrum vettvangi. Þegar ég heyrði af málefnum ungu flótta- mannanna var mér eðlilega brugðið og fannst ekkert tiltökumál að tjá mig um málið þegar fréttamaður óskaði. Hef ég hvort tveggja unnið að vörn í viðlíka sakamáli sem og starfað að málefnum hælisleitenda, setið námskeið hjá Flóttamanna- stofnun SÞ og lesið óteljandi rit um efnið. Formaðurinn ýjar að því að ég hafi þar tjáð mig í pólitískum tilgangi, og eykur síðar ávirðing- ar í minn garð og segir mig hvorki þekkja til í flóttamannarétti, hafa viðrað undarlegar túlkanir á samn- ingnum, og efast um þekkingu mína í sakamálaréttarfari og refsilögum. Er með ólíkindum að formaðurinn telji sig þess umkominn að ræða um mína þekkingu á einhverju, enda hefur hann engar forsendur til þess. Þá ber að geta þess að formanninum ber, eins og öðrum lögmönnum, að fara að siðareglum lögmanna, hvar segir að lögmenn skuli sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu, sem og að lögmað- ur megi einungis hafa uppi gagn- rýni á störfum annars lögmanns á málefnanlegum grundvelli og skuli forðast að valda honum álitsspjöll- um umfram það sem málefnið gefur ástæðu til. Mæli ég með því að for- maðurinn leiti endurmenntunar hjá kollegum sínum í siðareglum lög- manna sjálfum sér og stéttinni til heilla. Hvenær vegur maður að … Dómsmál Helga Vala Helgadóttir héraðsdómslögmaður Er með ólíkindum að formaðurinn telji sig þess umkominn að ræða um mína þekkingu á ein- hverju, enda hefur hann engar forsendur til þess. Þá ber að geta þess að formanninum ber, eins og öðrum lögmönnum, að fara að siðareglum lögmanna … Framtíð lífeyrismála á Íslandi RÁÐSTEFNA › GRAND HÓTEL REYKJAVÍK › mánudagur 21. maí 2012 › kl 13:00-16:00 DAGSKRÁ: 13:00 Setning: Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands 13:10 Uppbygging íslenska lífeyrissjóðakerfisins Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða 13:40 Lífeyrismál frá sjónarhorni vinnumarkaðarins Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ 14:00 Samspil lífeyrissjóða og almannatryggingakerfisins; horft til framtíðar Árni Gunnarsson, formaður nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins 14:20 Kaffihlé 14:50 Allt er gott sem endar vel Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins 15:10 Er framtíðin björt eða svört? Ásmundur Stefánsson, löggiltur ellilífeyrisþegi 15:30 Pallborðsumræður framsögumanna 16.00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Rannveig Guðmundsdóttir, formaður Samstarfsnefndar um málefni aldraðra og fv. ráðherra ALLIR VELKOMNIR – AÐGANGUR ÓKEYPIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.