Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 86

Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 86
19. maí 2012 LAUGARDAGUR50 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. sót, 6. gangþófi, 8. árstíð, 9. háttur, 11. skst., 12. fet, 14. land í Asíu, 16. kind, 17. gljúfur, 18. flott, 20. nudd, 21. hófdýr. LÓÐRÉTT 1. kvenflík, 3. átt, 4. örvandi efni, 5. dýrahljóð, 7. sælgæti, 10. kvk nafn, 13. gröm, 15. innileikur, 16. þjálfa, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. ösku, 6. il, 8. vor, 9. lag, 11. fr, 12. skref, 14. kórea, 16. ær, 17. gil, 18. fín, 20. nú, 21. asni. LÓÐRÉTT: 1. pils, 3. sv, 4. koffein, 5. urr, 7. lakkrís, 10. gró, 13. erg, 15. alúð, 16. æfa, 19. nn. Í byrjun júní á að loka skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um skipulag svæðis- ins, sem er eflaust eftirsóttasti landskiki landsins fyrir utan Grímsstaði á Fjöllum. Kaupsýslumaður á húsið og vill ráðstafa því öðruvísi en það er gert í dag, en það á eftir að koma í ljós hvers konar hús rís á svæðinu. Tónlistarmenn hafa lagt hart að borginni að bjarga Nasa, en erfitt er að sjá hvernig á að fara að því án þess að punga út mjög mörgum milljónum af almannafé. NASA er frábær tónleikastaður. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja ásamt því að umkomuleiðirnar af rúmu dansgólfinu eru fleiri en gengur og gerist. Draumur tónlistarunnandans. Fyrir listamennina er staðurinn ekki síðri. Sviðið er rúmgott og í hæfilega mikilli hæð, hljóðkerfið er kraftmikið og baksviðsaðstaðan kyrfi- lega lokuð af. Sjálfur hef ég sótt staðinn sem áhorfandi og flytj- andi (þó ég hafi reyndar aldrei staðið á sviði fyrir framan hóp af jafn hliðhollum áhorfendum og Páll Óskar eða Mugison) og get því auðveldlega sett mig í spor þeirra sem mótmæla lokun staðarins. EINS sárt og það er að horfa upp á jafn frábæran tónleika- stað hverfa, þá efast ég um að ekkert komi í staðinn. Nasa hefur verið til í núverandi mynd í tæp ellefu ár. Fullt af góðum hljóm- sveitum urðu til áður en Nasa opnaði og þær höfðu fullt af stöðum til að koma fram á. Þannig verður það, hvort sem það verður annað hótel við Austurvöll eða ekki. AUÐVITAÐ verður ákveðin stemning til í húsum, en steypan, viðurinn, málmurinn og glerið á aðeins takmarkaðan þátt í því. Það er fyrst og fremst fólkið, sem mætir á tónleika, sem skapar stemninguna ásamt listamönnunum sem koma fram. Ef Nasa verður rifið, þá skapar sama fólk sömu stemningu einhvers staðar annars staðar. Það er staðreynd, sama hversu mikla yfir- burði Nasa hefur í blómstrandi tónleika- senu landsins. MARGIR einblína á hvað kemur í staðinn og gagnrýna hugmyndir um mögulegan hótelrekstur. Ný hótel dreifast um Reykja- vík á hraða njólans og kaupsýslumenn virð- ast sjá endalaus viðskiptatækifæri í slíkum rekstri. En gæti ekki verið að einhver svari háværu kalli neytenda um tónleikastað sem er sveittari en Rosenberg, með stemn- inguna af Gamla Gauk, stærri en Ellefan, minni en Hafnarhúsið, jafn kósí og Iðnó og ekki eins hress og Faktorý? Soldið eins og Harpan nema ekki eins stór, brothætt og … fjármögnuð af almenningi? Lokaorð um Nasa Ein með kavíar, ein með lauk og tvær með osti! Geggj- að! Hva...? Í dag þá er ég með á baguette, Ívar! Og þú skalt bara gera þér grein fyrir því að ég mun ekki undir neinum kringumstæðum skipta á þessari veislu fyrir bragðlaukana á móti þínum leiðinda samlokum, Ívar! Og ekkert sem þú segir getur fengið mig til að snúast hugur, Ívar! Ég er við öllu búinn! Þetta var eins og þruma út heiðskíru lofti! Palli, Helgi læknir og fjölskylda hans eru að koma í mat í kvöld, þannig að... Er þetta skylda? Nei. Ég meina, þú verður ekki að koma, en mér finnst að þú... Ég kem í mat, mamma. Ekkert mál. Ég meinti, er skylda fyrir mig að standa hérna og hlusta á þig útskýra af hverju ég ætti að vera þarna? Feðgarnir Kalli og Maggi í ódýragarðinum... Pabba þínum finnst ekkert betra en að fara í nýtt par af sokkum. Vissirðu þetta áður en þið giftuð ykkur? Sebra- hestur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.