Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 78

Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 78
19. maí 2012 LAUGARDAGUR42 Á þessum degi fyrir réttum 115 árum, hinn 19. maí árið 1897, var rithöf-undurinn Oscar Wilde látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað tveggja ára dóm vegna kynhneigðar sinnar, en hann var fundinn sekur um kynvillu. Wilde er einn best þekkti rithöfundur allra tíma og er enn vísað til margra hnyttinna tilsvara hans í ræðu og riti. Hann fæddist á Írlandi, en flutti til Englands þar sem hann nam við Oxfordháskóla og útskrifaðist með láði árið 1878. Eftir það varð hann að rísandi stjörnu í lista- og félagslífi Lundúna. Wilde gekk að eiga Con- stance Lloyd árið 1884 og átti með henni tvo syni, en hóf upp úr því að leggja lag sitt við karlmenn. Það var svo árið 1891 sem hann hitti ungan aðalsmann, Alfred Douglas að nafni, sem átti eftir að reynast örlaga- valdur í lífi hans. Þeir áttu í stormasömu sambandi um nokkurra ára skeið. Heimildir herma þó að Douglas, sem var jafnan kallaður Bosie, hafi notað Wilde, bæði til að hafa af honum peninga og ekki síður til að skaprauna föður sínum, markgreif- anum af Queensberry. Hann gat ekki liðið samkynhneigð sonar síns og var æfur yfir sambandinu við Wilde. Í reiði sinni, snemma árs 1895, skyldi Queensberry eftir orðsendingu fyrir allra augum í klúbbi Wildes. Þar var rithöfundurinn vændur um kyn- villu, sem var ólögmæt á þeim tíma. Að áeggjan Alfreds höfðaði Wilde mál á hendur markgreifanum vegna ærumeiðinga. Það dómsmál reyndist afdrifaríkt þar eð sönnunargögn og vitni sem Queensberry lagði fram renndu stoðum undir ásakanir hans. Málið var því látið niður falla, en Wilde aftur á móti ákærður fyrir kyn- villu og ósæmilega hegðun. Dómsmálið vakti gríðarlega athygli þar sem Wilde var frægur maður og fylgdist almenningur spenntur með framvindunni. Þrátt fyrir þróttmikla vörn var Wilde sakfelldur og dæmdur til tveggja ára erfiðisvinnu í fangelsi. Eftir afplánun hélt Wilde til Parísar þar sem hann lést þremur árum síðar úr heilahimnubólgu. Goðsögnin á bak við Wilde lifir hins vegar enn góðu lífi og leikritin hans eru sýnd um heim allan. Alfred Douglas lést árið 1945. - þj Heimildir: History.com, Brittanica og Wikipedia. Krossgáta Lárétt 1. Gutta gerir gengin, sbr. hátíðleg loforðin (16) 9. Feimin eru furðuleg undur (13) 11. Læt jarðlag á fóninn (6) 12. Haf merkja sviðið fyrir pótintátapartinn á þingi (15) 14. Blíð unum með blíðum (9) 15. Skola skúrana (10) 20. Hægfara bakkasnúður hefur enga skel (13) 21. Loft festi grisju (8) 23. Auðgast á vafasömu jurtabjástri (11) 24. Sóðar og sveppir og frenjuflókar (9) 26. Jurtahnyðja var í brennivíninu en læknar núna (9) 27. Aðeins óvissir þurfa að fara þessar brautir (9) 28. Rukkar fyrir viðlag (4) 30. Snjókoma mun komast (5) 31. Er Vala til heimilis handan steinveggs? (10) 33. Dollujurt er orðskrípi (7) 34. Daunsætur dragi lykt að vitum (7) 35. Sílasigti; hin óljósu veiðisvæði (8) 36. Jóðlaði söng (7) 37. Fljót birta í fyrndinni (6) Lóðrétt 1. Ræflarölt gegn nauðgurum (11) 2. Samanlagt mun ræktun trjáa steypa brennihjall (13) 3. Fjöldi bylti (10) 4. Verslunarfílingur , segir kúnni (8) 5. Leita hjartarins í klóm krapans (7) 6. Sker tvisvar og skýri það ýmist svona eða hinsegin (7) 7. Bauna út rugli um beljubæli (7) 8. Stór spillti víti frá þessum gaur (7) 10. Seinagangur þýður og lipur á hægu skeiði (9) 13. Sýður ekki sjó (5) 16. Hallarborgin og borgarvígið (13) 17. Portvitund um bylgjustýrða tækni (8) 18. Síðvaxin dafnar hægt (12) 19. Fær nýgræðingur náttað er þið færist nær? (7) 20. Skil beygja hugleysi (8) 22. Suðar vegna vandræða (6) 23. Söngsveitin sívælandi (10) 25. Próblem pirrar þau sem tala rétt (8) 26. Jarðneskar leifar jóa gleðja fugla (8) 27. Roluþvottur og reykræsting (7) 29. Flest hafa ekki hugmynd um bjána (6) 31. Kanadískur bær stendur af sér Ragnarök (5) 32. Finn einhverjar fyrir haustið (5) Vegleg verðlaun Lausnarorð Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist vinsælt tómstundagaman. Sendið lausnarorðið í síðasta lagi 23. maí næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „19. maí“. Lausnarorð síðustu viku var Vikulega er dregið er úr innsendum lausnarorðum og fær vinningshafi eintak af bókunum Karitas án titils og Óreiða á striga frá Forlaginu. Vinningshafi síðustu viku var Ingveldur Sverrisdóttir, Akranesi. L E I G J A N D I N N 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 H Á L F D Á N I A D H Ö R G U L L E L S L O F G J Ö R Ð A A L Á L A N D L R Ú Á U N N I N N G G Í S G R E I P E G D R Ó M A N S I K M F Á L A N A Í R K R Ó A T A R N I R N K M A B N N Ð A Þ D Ú A N D B L Æ R I N N U S K I L V I T Ó R T J A Ð R A K A N A A V A S A D I S K Ó O R G Ö N I N T G F L Á G K Ú R A R A T A L Ú Ð U F L A K A O T E T N R Á S E N D U R U N N A R M K S K Á N A R T R D L I R A L Ó H E I L A R S K A P A R A N A Þ R Í R I T E E K M U T I R K K U M B E Ð I N N V I S K U S T Y K K I N Ú U T L E S N A Ð U R V A L D I A R K A R B R O T Í FANGELSI FYRIR SAMKYNHNEIGÐ Oscar Wilde slapp úr fangelsi á þessum degi árið 1897. Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1897 Skáldjöfurinn Wilde látinn laus eftir tveggja ára fangavist Hinn annálaði rithöfundur Oscar Wilde losnaði úr fangelsi tveimur árum eftir að hann var fundinn sekur um kynvillu. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói og Baunagrasið Leikhúsglaðningur fyrir alla fjölskylduna! Fréttatíminn Morgunblaðið SÍÐUSTU SÝNINGAR! Sun 20/5 kl. 13:00 UPPSELT Sun 20/5 kl. 14:30 Örfá sæti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.