Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 19. maí 2012 9
Járn og gler hf - leitar eftir laghentum manni í
uppsetningar- og viðgerðir á rafdrifnum opnun-
arbúnaði fyrir hurðir og glugga.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu eða ein-
hverja menntun í smíðum eða rafiðn.
Vinsamlegast sendið inn umsóknir, upplýsingar
og fyrirspurnir á jarngler@jarngler.is
Skútuvogur 1H - Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík
Staða skólastjóra við Grandaskóla
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Grandaskóla.
Grandaskóli er í Vesturbæ Reykjavíkur, í skólanum eru um 270 nemendur í 1. -7. bekk og starfsmenn skólans
eru 40 talsins. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðuleiki er í starfsmannahaldi.
Jákvæðni, ábyrgð, vellíðan og árangur eru grundavallargildi skólastarfs Grandaskóla. Í skólanum er stuðst við
Olweusaráætlunina gegn einelti. Teymi kennara vinna saman og er litið á árganga sem heild án fastmótaðra
hópaskiptinga. Með þessu móti gefast tækifæri til sveigjanlegra vinnubragða sem stuðla að vellíðan og árangri
nemenda. List- og verkgreinar eru veigamikill þáttur í starfsemi skólans. Skólinn er í grónu hverfi og er samstarf
við heimili, félagasamtök og stofnanir í nærumhverfinu með miklum ágætum.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, er með góða og víðtæka þekkingu á skólastarfi og
metnaðarfulla skólasýn.
Meginhlutverk skólastjóra er að:
• Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðar-
stefnu hans innan ramma laga og reglugerða og
í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skóla-
stefnu Reykjavíurborgar.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi
skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á
grunnskólastigi.
• Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar
í skólastarfi.
• Stjórnunarhæfileikar.
• Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða
framsækna skólaþróun.
• Lipurð og færni í samskiptum.
Óskað er eftir því að með umsókninni fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skóla-
starfið. Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upp-
lýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2012.
Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2012.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu
Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf.
Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu og Valgerður
Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111.
Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is
Óskum að ráða grunnskólakennara
í 80% starf
umsjón í 5. bekk, tímabundið skólaárið 2012-2013.
Upplýsingar um starfið gefa Sveinbjörn Markús
Njálsson skólastjóri, í símum 5404700 og 8215007,
netfang: sveinbjorn.njalsson@alftanesskoli.is og
Erna I. Pálsdóttir aðstoðarskólastjóri
í símum 540 4700 og 821 5009
netfang: erna.palsdottir@alftanesskoli.is
Umsóknir sendist skólastjóra eða aðstoðar-
skólastóra á netfang þeirra eða í pósti til skólastjóra
Álftanesskóla, 225 Álftanesi.
Skólastjóri
Starfslýsing:
Skemmtileg textagerð fyrir tilboð
Uppsetning á tilboðum í samstarfi við grafíska hönnuði
Umsjón með og uppfærsla Facebook
Umsjón með Google adwords
Hæfniskröfur
Góð íslenskukunnátta
Frjó skrif, reynsla af bloggi
Hafa áhuga á markaðsmálum
Þarf að geta unnið sjálfstætt og í hópi
Reynsla af samfélagsmiðlum sem markaðstæki æskileg
Þekking á Google adwords nauðsynleg
Hópkaup er leiðandi fyrirtæki á sviði
markaðslausna á netinu. Þar er fjöldi
tilboða daglega.
Hjá Hópkaupum vinna nú 11 manns
í skemmtilegu umhverfi þar sem allt
er mögulegt.
Nóatúni 17 - 105 Reykjavík - hopkaup.is - Sími 520 1030í krafti fjöldansPI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
Hópkaup auglýsir eftir
netgúrú
Áhugasamir sendi umsókn á umsokn@hopkaup.is
Umsóknarfrestur er til 1. júní