Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 74
KYNNING − AUGLÝSINGÞjónusta við fatlaða LAUGARDAGUR 19. MAÍ 20124
MEÐ OKKAR AUGUM
Á næstu dögum munu tökur hefjast á nýrri þáttaröð af
Með okkar augum.
Þátturinn verður framleiddur með sömu áhöfn og framleiddi
fyrstu þáttaröðina.
Fyrsti þátturinn af sex verður frumsýndur miðvikudaginn 4.
júlí.
„Þátturinn hefur vakið mikla athygli hjá systursamtökum
okkar á Norðurlöndunum,“ segir Friðrik Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Þroskahjálpar á Íslandi, en þættirnir hafa
fengið mörg verðlaun, þar á meðal Samfélagsverðlaun
Fréttablaðsins. FATLAÐIR Í ÞRÓUNAR
LÖNDUM
Talið er að það séu um það
bil 500 milljónir manna sem
búa við líkamlega eða andlega
fötlun. Af þessum 500 millj-
ónum búa 350 milljónir í
þróunarlöndum. Óalgengt
er að fatlaðir einstaklingar í
þróunarlöndunum fái aðstoð en
um 98% fatlaðra í þeim löndum
fá litla sem enga aðstoð.
Algengt er að fötluð börn í
Afríku, Indlandi og fleiri stöðum
fái enga ást eða umhyggju í
barnæsku og ekki er óalgengt
að þau séu borin út. Börnin
ganga yfirleitt ekki í skóla og
fá enga kennslu heima fyrir.
Rannsóknir sýna að eftir því sem
kennslan er minni því fleiri eru
geðrænu vandamálin. Minni
kennsla leiðir einnig til meiri
fátæktar. Það sorglega er að ef
allir þessir einstaklingar fengju
þá umhyggju og læknisað-
stoð sem þeir þurfa á að halda
væri hægt að gera þeim lífið
auðveldara.
Líkamlega fatlaðir einstaklingar
í þróunarlöndum eiga á hættu
að verða fyrir röskun á geð-
heilsu vegna þess að þeir eru
oft einangraðir frá umheiminum
eða verða fyrir fordómum og
einelti.
Á strætum borga þar sem mikil
fátækt ríkir má oft sjá fötluð
börn úti á götu að betla. For-
eldrar eða forráðamenn senda
þau út til þess að afla peninga
fyrir heimilið. Til eru dæmi um
að foreldrar heilbrigðra barna
ýmist afmyndi þau eða aflimi til
að þeim sé sýnd meiri vorkunn
þegar þau betla úti á götu.
Þáttagerðarfólkið
sem vann þættina
Með okkar augum.
Dagur B. Eggertsson ásamt glöðum
hópi vinningshafa.
FENGU VERÐLAUN
Listahátíðin List án
landamæra hlaut
Mannréttindaverðlaun
Reykjavíkurborgar 16. maí sl.
Það var Dagur B. Eggertsson,
formaður borgarráðs, sem
afhenti fulltrúum Listar án
landamæra verðlaunin í Höfða.
Listahátíðin List án landamæra
var fyrst haldin á Evrópuári
fatlaðra árið 2003 og hefur
verið árlega síðan. Verðlaunin
eru höggmynd eftir Ragnhildi
Stefánsdóttur myndlistarmann..
Margrét M. Norðdal,
framkvæmdastýra hátíðarinnar,
tók við verðlaununum.
Einstak lingurinn er mið-punkturinn í öllu okkar starfi,“ segir Kristina Anders-
son, stoð- og hjálpartækjasmiður
hjá Stoð.
„Okkar markmið er vellíðan
og léttara líf fyrir fatlaða. Margir
koma að þeirri vinnu og þróunin
er mikil svo fatlaðir einstaklingar
geti lifað sem eðlilegustu lífi.“
Meðal nýjunga í hjólastólum
nefnir Kristina rafknúinn stand-
hjólastól sem hægt er að tjakka
upp þannig að einstaklingurinn
„standi upp“ í stólnum.
„Með því getur hann meðal ann-
ars teygt sig í hluti sem eru ofar en
borðhæð og horfst í augu við stand-
andi fólk,“ útskýrir Kristina.
Í Stoð eru tvær deildir stoðtækja
fyrir fatlaða; innkaupadeild með
tilbúin hjálpartæki og sérsmíða-
deild þar sem stoðtækja- og hjálp-
artækjasmiðir vinna náið með
sjúkra- og iðjuþjálfum.
„Úrvalið er ríkulegt. Við erum
með allt frá göngugrindum yfir
í hágæða hjólastóla fyrir börn
og fullorðna. Við bjóðum kross-
ramma-, fastramma- og hæginda-
hjólastóla, barnahjólastóla og und-
irstell fyrir sérsmíðuð sérmót,“
segir Kristina og bætir við að einn-
ig sé hægt að breyta krossramma-,
fastramma- og hægindahjólastól-
um fyrir sérmót.
„Við mætum öllum þörfum út
frá persónulegri nálgun og út-
færslum. Því leggjum við höfuð-
áherslu á að hitta alla skjólstæð-
inga okkar svo hægt sé að útbúa
hjólastól eftir máli og stilla hæð og
halla eftir þörfum hvers og eins,“
segir Kristina.
Í Stoð fást einnig rafmagnshjóla-
stólar, þríhjól fyrir þá sem halda
illa jafnvægi og léttari hjólastólar
fyrir aðstoðarmenn.
„Fyrir þá sem ekki geta keyrt
hjólastól með handafli er auðvelt
að tengja mótor við hjólið og stýra
því með stýripinna,“ útskýrir Krist-
ina.
Stoð selur einnig kerrur fyrir
fötluð smábörn.
„Í þær er auðvelt að smíða sér-
stuðning, bæta við stuðningsbelt-
um og sérstökum höfuðpúðum
fyrir þau sem hafa ekki stjórn á lík-
ama sínum,“ upplýsir Kristina.
Léttara líf og meiri vellíðan
Í Stoð fæst fjölbreytt úrval fyrsta flokks hjólastóla sem allir eru útbúnir út frá persónulegum þörfum hvers og eins.
Hér má sjá Völu Þórólfsdóttur stoðtækjafræðing og Kristinu Andersson, stoð- og
hjálpartækjasmið, í Hjálpartækjaverslun Stoðar í Hafnarfirði. MYND/PJETUR
Metnaður okkar felst fyrst og fremst í því að skjól-stæðingum okkar farn-
ist sem best með okkar liðsinni og
þeim þægindum að hjá okkur er
hægt að finna velflest hjálpar- og
stoðtæki á einum stað,“ segir Vala
Þórólfsdóttir stoðtækjafræðingur
hjá Stoð.
Hún segir hægt að gera ótrú-
lega margt til að létta líf fatlaðra
og auðvelda til muna alla umönn-
un þeirra.
„Stoðtæki eru í sífelldri þróun.
Þar má nefna spelkur sem áður
voru fyrirferðarmiklar úr þungu
stáli, plasti og áli. Nú eru þær
unnar úr léttri blöndu plasts og
koltrefja sem gerir þær níðsterk-
ar, léttari, sveigjanlegri og mikl-
um mun fyrirferðarminni,“ út-
skýrir Vala sem handgerir hverja
einustu spelku út frá einstaklings-
miðuðum sérþörfum.
„Fólk á öllum aldri getur þurft
á spelku að halda til lengri eða
skemmri tíma. Þær eru til stuðn-
ings þegar vantar upp á vöðva-
færni líkamans, sem meðferðar-
úrræði í stuttan tíma, framhald
af sjúkraþjálfun eða til stuðnings
til lengri tíma þegar reynt er að
vinna gegn krepptum vöðvum,
halda þeim styrkum og blóðflæði
gangandi,“ útskýrir Vala.
Koltrefjar eru einnig notað-
ar í bolspelkur sem vinna gegn
skekkjum í baki og þyngdarafli
einstaklinga sem ekki geta hald-
ið sér uppi.
„Þá sérsmíðum við hjálma fyrir
f logaveika og valta einstaklinga
sem er hætt við að detta á höfuð-
ið,“ upplýsir Vala.
Hún segir úrval hjálpartækja
ríkulegt í Stoð. Má þar nefna
þrýstingssokka, brunaumbúðir,
gervilimi, eftiraðgerðaföt, gervi-
brjóst, hárkollur og stuðnings-
hlífar fyrir íþróttameiðsl og væga
hnéskaða sem ekki þarfnast upp-
skurðar.
„Stærsti viðskiptavinur Stoðar
er Hjálpartækjamiðstöð Sjúkra-
trygginga Íslands. Flestir koma
til okkar fyrir tilstuðlan lækna
eða sjúkraþjálfara en öllum er
velkomið að leita til okkar og víst
að margir uppskæru af því bót og
betrun. Fólk harkar oft af sér ótrú-
legustu hluti og áttar sig ekki á að
hægt sé að líða betur. Í starfinu
upplifi ég því oftar en ekki létti
fólks sem segist alltaf hafa liðið
illa í fótum en ekki verið meðvit-
að um rétt sinn á bæklunarskóm.“
Stoð – stoðtækjasmíði er við
Trönuhraun 8 í Hafnarfirði og á
Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík.
Sími 565 2885. Sjá nánar á www.
stod.is.
Styrk og traust Stoð í 30 ár
Stoð fagnar þrítugsafmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni þess býður afmælisbarnið til mánaðarlegra fyrirlestra
um fagleg málefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins og stoðtækjagerð. Sá næsti verður 31. maí um sérmótuð sæti,
belti og höfuðstuðning.
Vala Þórólfsdóttir er stoðtækjafræðingur hjá Stoð. Hér má sjá hana vinna í gifsmóti fyrir spelku. MYND/PJETUR