Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Markaðurinn veðrið í dag 6. júní 2012 131. tölublað 12. árgangur www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 6. júní 2011 | 10. tölublað | 8. árgangur Keldan kaupir VaktarannKeldan ehf. hefur keypt Vaktarann, kerfi sem býður viðskiptavinum upp á að fylgjast sjálfvirkt með þjóðfélagsumræðunni, af CLARA ehf. Yfir 100 aðilar nýta sér þjónustu Vaktarans á hverjum degi. Þeir verða ekki fyrir neinni röskun vegna kaupanna. Vaktarinn er kerfi sem tekur saman þau orð sem fólk tengir við vörumerki viðskiptavinarins og birtir niðurstöður á myndrænan hátt með gagn- virkum skýrslum og Excel. Með þeim hætti gefst viðskiptavinum hans tækifæri til að fylgjast með umræðum um sitt fyrirtæki á netinu. CLARA ehf., sem bjó til Vaktarann, sérhæfir sig í umræðugreiningu og hefur verið að hasla sér völl erlendis að undanförnu sem leiðandi afl í greiningu á samfélögum tölvuleikja. Félagið hefur meðal annars gert samninga við aðila á borð við PlayStation, Eve Online, Final Fantasy og Ever- Quest. -þsj Áratuga forskotmeð Svaninn! Íslendingar sendu um 200 milljónir sms-skilaboða í fyrraÍslendingar sendu 195,5 milljónir smáskilaboða á árinu 2011. Það þýðir að hver Íslendingur hefur að meðaltali sent 612 skilaboð. Viðskiptavinir Nova senda mun fleiri smáskilaboð en viðskiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja. Alls sendu þeir tæp- lega 110 milljónir slíkra skilaboða á árinu 2011, eða 56,2 prósent allra þeirra smáskilaboða sem send voru hérlendis á því ári. Alls sendu viðskipta- vinir Nova 24 milljónum fleiri smáskilaboð í fyrra en árið áður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði- skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar sem var birt í síðustu viku. Alls fjölgaði smáskilaboðum sem send voru innan íslenska fjarskiptakerfisins um 23,5 milljón- ir í fyrra og því ljóst að öll sú aukning skilaði sér til Nova. Viðskiptavinir Símans sendu um 41 ón skilaboð sem ➜ Meðaleyðsla hvers ferðamanns hefur minnkað frá 2007. ➜ Á sama tíma hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega. ➜ Háannatímabilið í ferðaþjónustunni erað lengj Ferðamenn þurfa að eyða meiri peningum á Íslandi HayMax er áhrifaríkur, lífrænn frjókornatálmi sem kemur í veg fyrir að frjókorn komist inn í líkamann. „Það er framleitt úr há- gæða, vottuðum lífrænum efnum – bý-flugnavaxi, ilmkjarnaolíum, Aloe vera og sólblómaolíu og er algjörlega lyfja-laust; sem þýðir að syfja er ekki ein aukaverkana öfugt við mörg ofnæmis-lyf. Það er því óhætt að aka þó svo að það sé notað, það hentar því börnum, ófrískum konum og konum með barn á brjósti,“ segir Ólöf Rún. HayMax er einfaldlega borið vel á svæðið umhverfis hvora nös nokkrum sinnum á dag á meðan á frjókornatíma-bilinu stendur. Einnig má setja salvann aðeins inn í nasir og í kringum augu. „Býflugnavaxið hefur þá náttúrulegu virkni að fanga frjókornin þannig að þau berast ekki inn í líkamann. Þannig koma ofnæmiseinkenni eins og kláði og hnerri aldrei fram. HayMax er því nokk-urs konar náttúrulegur frjókornatálmi.“ HayMax er margverðlaunað í Bret- landi, meðal annars af Astma- og ofnæm-issamtökunum. Það fæst í apótekum og heilsuverslunum í þremur útgáfum; án ilmefna eða Pure, Aloe vera og Lavender. STYRKJA SVÆÐISBUNDNA MATARGERÐNýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofa óska eftir umsóknum í samstarfsverkefnið Krásir – Matur úr héraði. Tilgangur þess er að styrkja þróun í svæðisbund-inni matargerð og matartengdri ferðaþjón-ustu. Umsóknarfrestur er til 11. júní. REYNSLUSAGA AF HAYMAXHayMax virkar vel fyrir litla strákinn minn LYFJALAUS LAUSN Ólöf Rún Tryggvadóttir segir HayMax kjörið fyrir alla, ekki síst fyrir þá sem ekki geta notað hefðbundin ofnæmislyf. MYND/STEFAN FÆRRI FRJÓKORN OG FÆRRI HNERRARHAYMAX KYNNIR Ólöf Rún Tryggvadóttir lyfjatæknir segir HayMax vera raunverulega lyfjalausa lausn fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi. Vertu vinur Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Vandaðir þýskir herraskór í úrvali Léttir og þægilegir herra-sumarskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: cognac og svart - Stærðir: 40 - 46 - Verð: 14.700.- Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Laugardag 10-14. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 WWW RAFVORUR IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk ð ÚTSKRIFTARGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 10% afsláttur Grillkol, 2 kg399 Mikil viðurkenning Anna Þorvaldsdóttir tónskáld er handhafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. tímamót 14 HÚSNÆÐISMÁL Íbúðalánasjóður á nú um 1.950 íbúðir sem hann hefur þurft að leysa til sín vegna vanskila fyrirtækja og einstak- linga. Um 800 einstaklingar og fjölskyldur sem misst hafa íbúðir sínar leigja hjá sjóðnum og hefur þeim fjölgað hratt á síðasta ári, að sögn Ágústs Kr. Björnssonar, sviðsstjóra eignasviðs sjóðsins. „Þeir aðilar sem búa í íbúð- unum þegar sjóðurinn yfirtekur þær öðlast rétt til áframhaldandi búsetu ef þeir óska þess. Þau fyr- irtæki sem misst hafa íbúðir til Íbúðalánasjóðs eru fyrirtæki sem verið hafa í leiguíbúðarekstri.“ Af íbúðunum 1.950 eru 270 á byggingarstigi en 800 standa auðar. „Margar þeirra þarfnast umtalsverðs viðhalds og endur- nýjunar og eru ekki íbúðar- eða leiguhæfar. Þá eru margar þeirra á svæðum þar sem offramboð er á eignum,“ segir Ágúst. Hann getur þess að Íbúðalána- sjóður vinni nú að því að skrá á sölu um 230 eignir. „Þá verða um 400 af þessum eignum skráðar til sölu á fasteignasölum eða tæplega 40 prósent.“ Rekstarkostnaður er misjafn eftir því hvort eignir eru á bygg- ingarstigi eða fullbúnar, að sögn Ágústs. „Gert er ráð fyrir að rekstrar- kostnaður verði um 500 milljón- ir króna á þessu ári. Samkvæmt rekstraráætlun er gert ráð fyrir að leigutekjur verði um 1.050 milljónir króna á þessu ári.“ Í janúar í fyrra átti Íbúðalána- sjóður um 1.070 eignir en í lok árs 2009 voru íbúðir í eigu sjóðsins 347. Ingibjörg Þórðardóttir, for- maður Félags fasteignasala, segir söguna sanna að nær allar íbúð- ir sem Íbúðalánasjóður setji á markað séu á landsbyggðinni og það breyti litlu sem engu fyrir markaðinn, jafnvel þótt 230 íbúðir séu settar á sölu. „Svona smáskammtar eins og þeir eru að setja út hafa ekki nein áhrif,“ segir hún. Ljóst sé að stjórnvöld stefni að því að húsnæði í eigu Íbúða- lánasjóðs á höfuðborgarsvæðinu verði leigt út. Hún segir að það hugnist henni illa. „Sjóðnum var ekki ætlað það hlutverk að verða leigumiðlun,“ segir Ingibjörg. - ibs, sh Nær 2.000 íbúðir í eigu ÍLS Um 800 einstaklingar og fjölskyldur leigja hjá Íbúðalánasjóði. Leigjendum hefur fjölgað hratt. Leigutekjur sjóðsins á árinu eru áætlaðar um 1.050 milljónir. Sjóðurinn verður bráðlega með um 400 eignir á sölu. STOKKIÐ Á EFTIR FYRSTA LAXINUM Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur (til vinstri), veiddi fyrsta lax sumarsins í Norðurá í gærmorgun. Eftir þó nokkra baráttu, þar sem Bjarni féll meðal annars í ána, náði hann að landa tíu punda silfurbjartri hrygnu. Veiðin í Norðurá og Blöndu fór vel af stað í gær og gefur byrjunin góð fyrirheit fyrir veiðisumarið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mynd um Bítlabæinn Heimildarmynd um tónlistarsögu Suðurnesja er í bígerð. tónlist 26 Helga á leið heim Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona hefur sagt skilið við Svíþjóð. sport 22 BANDARÍKIN Framleiðendur kvik- myndarinnar Mjallhvítar og veiði- mannsins sæta nú ámæli vestan- hafs fyrir að hafa sniðgengið dverga þegar leikarar voru valdir í myndina og ráðið í staðinn fólk í fullri stærð í hlutverk dverganna sjö. Ónafngreindur fulltrúi sam- taka dvergvaxinna Bandaríkja- manna segir í samtali við vefmið- ilinn TMZ að skemmtanageirinn þar ytra ætti að gera sér far um að ráða dverga í hvers kyns störf. „Bæði ætti auðvitað að velja dvergvaxið fólk í hlutverk sem voru sérstaklega skrifuð með það í huga að dvergvaxið fólk færi með þau, og eins önnur hlutverk sem almennt henta lágvöxnu fólki,“ segir hann. Dvergarnir í nýju Mjallhvítar- myndinni, sem nú er til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum, eru leiknir af fullvöxnu fólki og það ýmist stytt á alla kanta með aðstoð tölvutækni eða andlit þess færð á líkama raunverulegra dverga. - sh Fullvaxnir í öllum hlutverkum: Dvergar ósáttir við nýja mynd um Mjallhvíti RIGNING norðaustan til og slydda þar til fjalla. Þurrt en að mestu leyti skýjað vestan- og sunnanlands. Hiti frá 2 að 13 stigum, hlýjast á Suð- vesturlandi. VEÐUR 4 5 55 10 9 Svona smáskammtar eins og þeir eru að setja út hafa ekki nein áhrif.“ INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR FORMAÐUR FÉLAGS FASTEIGNASALA VIÐSKIPTI Lífeyrissjóður Starfsmanna ríkisins (LSR) hefur selt allan eignarhlut sinn í Bakka- vör Group. Ástæðan er óánægja með hlutafjár- aukningu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið og tryggir Ágústi og Lýð Guðmundssonum, stofnendum Bakkavarar, möguleika á að eignast 25 prósenta hlut í félaginu að nýju. Samkvæmt árs- skýrslu LSR nam eignarhlutur sjóðsins í Bakkavör Group um síðustu áramót 5,72 prósentum auk þess sem sjóðurinn átti 8,72 prósenta hlut í breytilegum bréfum. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir sjóðinn hafa fengið tilboð í gegnum ótengdan aðila í allan hlut hans í sjóðnum. „Ég get staðfest að við höfum selt allan okkar eignarhlut og eigum því ekkert lengur í Bakkavör.“ Haukur segir að LSR hafi ekki verið sáttur við þær hugmyndir sem kynntar voru á hluthafafundi Bakkavarar Group um hlutafjáraukningu félags- ins. „Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að for- sendur þess nauðasamnings sem kröfuhafar gerðu við félagið á sínum tíma hafa ekki gengið eftir. Reksturinn hefur einfaldlega verið erfiðari en miðað var við í forsendum samningsins. Það kall- aði því á breytingar sem hafa verið kynntar, meðal annars um aukið hlutafé.“ -mþl/sjá Markaðinn Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á ekki lengur hlut í félaginu Bakkavör Group: Seldu í Bakkavör vegna óánægju

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.