Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 18
 | 4 6. júní 2012 | miðvikudagur FYRIRHUGUÐ SKIPAN EFTIR NAUÐASAMNING Almennir kröfuhafar skv. 113 gr. fara með stjórn Norvestia Endurskipulagðar kröfur Eignastýringarfélag (mögulegt) Stjórn Kaupþings hf. Arion Bank hf. (Ísland) Önnur dótturfélög Kaupskil EHF (Ísland) 33% 100% 100% 87% SLITAMEÐFERÐ Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Kaupþing mun fara í nauðasamn- ingsferli á allra næstu mánuð- um. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamning eins fljótt og auðið er á þriðja ársfjórðungi ársins 2012. Sá ársfjórðungur hefst 1. júlí næstkomandi. Eftir nauðasamninginn verður Kaup- þing íslenskt eignarhaldsfélag í eigu, og undir stjórn, almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að langstærstu leyti erlendir aðil- ar. Einnig er mögulegt að sér- stakt eignastýringarfyrirtæki verði sett á laggirnar til að fara með áframhaldandi eignastýr- ingu fyrir Kaupþing. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 31. maí síðastliðinn. Eignarhalds- félagið yrði meðal annars eigandi 87 prósenta hlutafjár í hinum ís- lenska Arion banka. Samþykktar almennar kröfur í bú Kaupþings í dag eru 2.873 milljarðar króna, en samtals var lýst kröfum í búið fyrir tæplega 4.900 milljarða króna. Virði eigna þrotabúsins var metið á 874 millj- arða króna í lok árs 2011. Í greiningu sem Houlihan Lokey, sem hefur unnið mikið fyrir erlenda kröfuhafa, gerði í nóvember í fyrra og Markaðurinn hefur undir höndum, kom fram að innlendir kröfuhafar Kaupþings myndu líklega tapa um 223 millj- örðum króna og fá um 23 prósent af kröfum sínum til baka. Erlend- ir kröfuhafar bankans myndu hins vegar tapa 2,295 milljörð- um króna og fá 21 prósent upp í kröfur sínar. Tap kröfuhafa Kaup- þings yrði mest allra þeirra sem áttu kröfur á íslensku bankana. Í kynningunni segir að „að loknu ítarlegu samráði við óform- lega kröfuhafaráðið (ICC) og ýmsa aðra stóra kröfuhafa Kaupþings, er niðurstaðan sú að ICC og stórir kröfuhafar Kaupþings styðja ein- dregið að leitað verði nauðasamn- inga. Á grundvelli þessa hefur Kaupþing unnið, ásamt ráðgjöf- um sínum, að undirbúningi nauða- samnings“. Leggja á hann fyrir á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Ýmis atriði gætu þó haft áhrif á tímasetningu nauðasamn- ingsins. Þar á meðal er afstaða Fjármálaeftirlitsins (FME) og skattayfirvalda til hans og áhrif gjaldeyrishafta, þar sem reglur Seðlabanka Íslands, sem gilda eiga um kröfuhafa bankanna, eru enn óbirtar. Aðeins almennir kröfuhafar fá að kjósa um nauðasamning- inn. Til að hann verði samþykkt- ur þarf stuðning frá eigendum 60 prósenta af virði allra nauða- samningskrafna og 70 prósenta af fjölda þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Eftir staðfestingu nauðasamn- ingsins mun slitastjórn Kaup- þings láta af störfum og kröfu- hafar bankans taka hið nýja félag yfir. Lagt hefur verið til að ný stjórn Kaupþings verði skip- uð sjö einstaklingum og stefnt er að ráðningu framkvæmdastjóra félagsins. Í kynningunni segir að „alþjóðlegt ráðningarfyrir- tæki vinnur nú að því að finna aðila með þekkingu, reynslu og bakgrunn til setu í stjórninni, bæði er leitað að íslenskum og erlendum aðilum“. Þegar búið verður að finna nýja stjórn og framkvæmdastjóra munu þeir aðilar verða til ráðgjafar við að setja upp skipulag nýs fyrirtækis fram að nauðasamningi. Þá hefur slitastjórn kynnt þann möguleika að setja upp sérstakt eignastýr- ingarfyrirtæki, sem stýrt yrði af núverandi eignastýringarteymi, sem myndi sinna eignastýringu fyrir Kaupþing og mögulega aðra þegar fram líða stundir. Fer í nauðasamninga á næstu mánuðum Slitastjórn Kaupþings ætlar að leggja fram nauðasamning á þriðja ársfjórðungi. Stofnað verður íslenskt eignarhaldsfélag utan um eignir. Almennir kröfuhafar, sem að langstærstu leyti eru erlendir, munu eiga og stjórna nýja félaginu. Slitastjórn Kaupþings tilkynnti kröfuhöfum sínum í síðustu viku að hún hefði náð samkomulagi við þrotabú Kaupthing Singer&Friedlander, fyrrum dótturbanka Kaupþings, um uppgjör á 132,8 milljarða króna kröfum hans í bú Kaupþings. Í samkomulaginu felst að kröfur sem hafa verið í ágreiningi lækka um 39,7 milljarða króna. SAMKOMULAG VIÐ SINGER&FRIEDLANDER EIGENDUR Verði nauðasamningurinn samþykktur munu kröfuhafar gamla Kaupþings, eða þeir sem hafa keypt kröfur þeirra, eiga 87 prósenta hlut í Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Síminn er með rúmlega helmings- markaðshlutdeild á internetmark- aði. Alls eru 56.454 aðilar með int- ernetáskrift hjá fyrirtækinu, sem eru 50,6 prósent allra internet- áskrifta. Síminn tapaði þó rúm- lega 500 viðskiptavinum í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði- skýrslu Póst- og fjarskiptastofn- unar sem var birt í síðustu viku. Vodafone er næststærsti aðilinn á internetmarkaði með 31,8 pró- senta markaðshlutdeild. Viðskipta- vinum fyrirtækisins fjölgaði um rúmlega tvö þúsund á síðasta ári og voru 35.498 í lok þess. Saman- lögð markaðshlutdeild Símans og Vodafone var því 82,4 prósent. Tal, þriðji stóri aðilinn á markaðn- um, var með 10,4 prósent hlutdeild eftir að hafa tapað um 2.300 við- skiptavinum. Fjölda þeirra sem var með internetþjónustu sína hjá öðrum aðilum en hinum þremur stærstu fjölgaði um tæplega þrjú þúsund á milli ára. Hlutdeild þess hóps fór úr 4,7 í 7,2 prósent. –þsj Internetmarkaður á Íslandi: Síminn með rúmlega helmingshlutdeild Íslandsbanki er ekki með neitt kaupaukakerfi á teikniborðinu sem stendur en Arion banki á til útfærslur á slíku kerfi þó að engin ákvörðun hafi verið tekin um upp- töku þess hjá bankanum. Þetta kom fram í svörum upplýsinga- fulltrúa Íslandsbanka og Arion banka við fyrirspurn Markaðar- ins um hvort unnið væri að upp- setningu slíks kerfis hjá þeim. Í svari Haralds Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, kom fram að kaupaukakerfi hefði ekki verið tekið upp hjá bankan- um. „Hins vegar eru þegar til útfærslur á kaupaukakerfi en engin ákvörðun hefur verið tekin um upptöku þess hjá bankanum.“ Arion banki vildi ekki veita frek- ari upplýsingar um í hverju þær útfærslur fælust. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, sagði einfaldlega að kaupauka- kerfi væri ekki á teikniborðinu hjá Íslandsbanka í dag. Markað- urinn hefur þegar greint frá því að safnað hefur verið í stofn kaup- aukakerfis hjá Landsbankanum frá því í desember 2009. Starfs- menn bankans geta eignast allt að tveggja prósenta hlut í bank- anum á næsta ári hækki virði skilyrts skuldabréfs milli gamla og nýja Landsbankans um rúma 30 milljarða króna. Það hefur þegar hækkað um 60,8 milljarða króna sem tryggir starfsmönnum Landsbankans 1,45 prósent hlut. Virði hans er rúmlega þrír millj- arðar króna í dag. -þsj Íslandsbanki ekki með bónusa á teikniborðinu: Arion á til útfærslur á kaupaukakerfi ÍSLANDSBANKI Birna Einarsdóttir er bankastjóri bankans. Hjá honum eru engin áform um kaupaukakerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, ætlar að kaupa breytileg skulda- bréf og/eða taka þátt í fyrirhug- aðri hlutafjáraukningu sem tölvu- leikjaframleiðandinn CCP hyggst ráðast í á næstunni, samþykki aðalfundur félagsins áætlunina. Alls vill stjórn CCP fá heimild til að taka skuldabréfalán upp á allt að 20 milljónum dala, jafnvirði um 2,6 milljarða króna, til fimm ára. Þá sækist stjórnin einnig eftir því að fá heimild til að hækka hlutafé um allt að 625 þúsund krónur að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta í tengslum við skuldabréfalánið. Aðalfundurinn verður haldinn 12. júní næstkomandi. Novator er stærsti einstaki eigandi CCP með 30,4 prósenta eignarhlut. Markaðurinn beindi fyrirspurn til Novators um hvort félagið myndi taka þátt í ofangreindri fjármögn- un. Í svari Ragnhildar Sverrisdótt- ur, talsmanns Novators, kemur fram að „afstaða Novators er sú að félagið hefur áhuga á að taka þátt í þessari fjármögnun og styðja við félagið, hér eftir sem hingað til“. - þsj Skuldabréfaútboð og hlutafjáraukning hjá CCP: Björgólfur Thor ætlar að taka þátt NOVATOR Björgólfur Thor Björgólfsson er aðaleigandi fjárfestingafélagsins Novator, sem er stærsti eigandi CCP. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.