Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 15
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 6. júní 2011 | 10. tölublað | 8. árgangur Keldan kaupir Vaktarann Keldan ehf. hefur keypt Vaktarann, kerfi sem býður viðskiptavinum upp á að fylgjast sjálfvirkt með þjóðfélagsumræðunni, af CLARA ehf. Yfir 100 aðilar nýta sér þjónustu Vaktarans á hverjum degi. Þeir verða ekki fyrir neinni röskun vegna kaupanna. Vaktarinn er kerfi sem tekur saman þau orð sem fólk tengir við vörumerki viðskiptavinarins og birtir niðurstöður á myndrænan hátt með gagn- virkum skýrslum og Excel. Með þeim hætti gefst viðskiptavinum hans tækifæri til að fylgjast með umræðum um sitt fyrirtæki á netinu. CLARA ehf., sem bjó til Vaktarann, sérhæfir sig í umræðugreiningu og hefur verið að hasla sér völl erlendis að undanförnu sem leiðandi afl í greiningu á samfélögum tölvuleikja. Félagið hefur meðal annars gert samninga við aðila á borð við PlayStation, Eve Online, Final Fantasy og Ever- Quest. -þsj Birgir Gilbertsson járnkarl. Sá sem gerir kröfu um mestu skerpu og vörn fyrir augun velur með HDO gleri. Fáan- leg með styrkleika. OPTICAL STUDIO/OAKLEY-umboðið á Íslandi Áratuga forskot með Svaninn! Íslendingar sendu um 200 milljónir sms-skilaboða í fyrra Íslendingar sendu 195,5 milljónir smáskilaboða á árinu 2011. Það þýðir að hver Íslendingur hefur að meðaltali sent 612 skilaboð. Viðskiptavinir Nova senda mun fleiri smáskilaboð en viðskiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja. Alls sendu þeir tæp- lega 110 milljónir slíkra skilaboða á árinu 2011, eða 56,2 prósent allra þeirra smáskilaboða sem send voru hérlendis á því ári. Alls sendu viðskipta- vinir Nova 24 milljónum fleiri smáskilaboð í fyrra en árið áður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði- skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar sem var birt í síðustu viku. Alls fjölgaði smáskilaboðum sem send voru innan íslenska fjarskiptakerfisins um 23,5 milljón- ir í fyrra og því ljóst að öll sú aukning skilaði sér til Nova. Viðskiptavinir Símans sendu um 41 millj- ón skilaboð, sem er um 1,2 milljón færri en árið áður. Markaðshlutdeild Símans á sms-markaði var 21 prósent um síðustu áramót. Hlutdeild Vodafone dróst saman og var 19,2 prósent, þrátt fyrir að ör- lítil aukning hafi verið í sendum skilaboðum á milli ára. -þsj ➜ Meðaleyðsla hvers ferðamanns hefur minnkað frá 2007. ➜ Á sama tíma hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega. ➜ Háannatímabilið í ferðaþjónustunni er að lengjast. Ferðamenn þurfa að eyða meiri peningum á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.