Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 6. júní 2012 23 FÓTBOLTI „Það er ekki oft sem maður vinnur svona stórt í efstu deild. Ég hef aldrei lent í þessu áður. Þetta er sérstakt,“ segir Atli um stórsigurinn sem vakti mikla athygli. „Það gekk allt upp sóknarlega hjá okkur. Við spiluðum mjög vel úti á vellinum, sköpuðum okkur færi sem við nýttum vel. Á svoleið- is dögum skorum við mörg mörk,“ segir Atli sem segir ljóst að Fylkis- liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Árni Freyr, yngri en um leið töluvert hávaxnari bróðir Atla, var í Fylkisliðinu. Atli sagði ekk- ert annað í stöðunni fyrir hann og Fylkismenn en að setja hausinn upp í loft og halda áfram. „Hann tók þessu eins og maður og skutlaði mér meira að segja heim eftir leikinn,“ segir Atli og bætir við að þeim bræðrum sé vel til vina og að engin vandræðaleg þögn hafi verið í bílnum á leiðinni heim. „Við erum góðir vinir og hefð- um spjallað saman hvort sem þeir hefðu unnið eða við,“ segir Atli. Þótt Atli hafi verið iðinn við kol- ann í markaskorun undanfarin ár hefur hann ekki gert minna af því að leggja upp mörk fyrir félagana. „Það er engin markagræðgi í mér. Ég er bara liðsmaður og nokkuð góður sem slíkur. Ef það er einhver í betra færi gef ég bolt- ann.“ FH og Fylkir mætast aftur á föstudagskvöld, þá í 32-liða úrslit- um bikarsins í Kaplakrika. Atli reiknar ekki með því að leikmenn FH mæti með hangandi hendi í þann leik þrátt fyrir upprúllunina. „Miðað við alla reynsluna í lið- inu þætti mér það ólíklegt. Þótt leikurinn hafi unnist 8-0 fengum við bara þrjú stig,“ segir Atli og bendir á að það þýði ekki að fagna einum sigri of mikið. Atli starfar sem stærðfræði- kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann segir nemendur sína stundum skjóta á sig ef illa gengur í boltanum en hann taki því, líkt og hrósi þegar vel geng- ur, með stóískri ró. „Við töpuðum 4-0 gegn Stjörn- unni í fyrra og þá fékk maður aðeins að heyra það.“ kolbeinntumi@365.is Ég er alls ekki markagráðugur Atli Guðnason fór á kostum í 8-0 sigri FH á Fylki um helgina. Atli er leikmaður 6. umferðar hjá Frétta- blaðinu. Liðin mætast aftur á föstudaginn. Í FANTAFORMI Atli skoraði eitt og lagði upp tvö í heimaleiknum gegn Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Lið umferðarinnar Ingvar Þór Kale Breiðablik Brynjar Kristmundsson Valur Rhys Weston KR Matarr Jobe Valur Kristinn Jónsson Breiðablik Alexander Magnússon Grindavík Björn Daníel Sverrisson FH Óskar Örn Hauksson KR Atli Guðnason FH Kolbeinn Kárason Valur Tryggvi Guðmundsson ÍBV 2 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir á sk ilj a sé r ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy ri rv ar a. E N N E M M / S IA • N M 4 9 8 3 4 frá kr. 104.900 í Tyrklandi 10 nætur með allt innifalið Heimsferðir bjóða ferðir til Tyrklands í allt sumar og fram á haust. Núna erum við með sérstakt tilboð á Bitez Garden Life Hotel & Suites 12. júní í 10 nætur og 22. júní í 11 nætur. Einnig önnur hagstæð tilboð í gangi. Frá 104.900 með allt innifalið í 10 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 128.800 á mann. Sértilboð 12. júní í 10 nætur. Bodrum Síðustu sætin í júní 12. eða 22. júní VM boða til fundar með vélstjórum á fiskiskipum fimmtu- daginn 7. júní kl. 17:00 í VM húsinu Stórhöfða 25. Dagskrá fundarins: 1. Aðgerðir LÍÚ 2. Staðan í kjaramálum 3. Önnur mál. Boðið er upp á fjarfund. Upplýsingar veitir halldor.arnar@vm.is Vélstjórar fiskiskipum! VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.