Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 6
6. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR6 Geggjuð tilboð á veiðivörum í sumar 50% 30% 30% 30% 30% 50% 50% SJÁVARÚTVEGUR Fiskiskip aðildar- félaga Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) verða bund- in við bryggju út vikuna eins og boðað hafði verið í mótmælaskyni við frumvörp stjórnvalda um veiði- gjöld og stjórn fiskveiða. Stefnt er að því að halda stóran fund útvegs- manna og starfsfólks í sjávarútvegi á morgun. Hlynur Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi LÍÚ, segir í samtali við Fréttablaðið að um samstöðufund verði að ræða. „Þarna verður kallað eftir nán- ara samráði frá stjórnvöldum og lögð áhersla á að vandað verði til verka,“ segir Hlynur. Steingrímur J. Sigfússon, sjáv- arútvegsráðherra, mætti í gær til fundar sem Guðmundur Kristjáns- son, forstjóri útvegsfyrirtækisins Brims, hafði boðað til með starfs- fólki sínu þar sem rætt var um frumvörpin og áhrif þeirra á rekst- ur sjávarútvegsfyrirtækja. Guðmundur kynnti fyrst þau sjónarmið útvegsmanna að þau veiðigjöld sem gert væri ráð fyrir í frumvarpi stjórnarinnar myndu hafa skaðleg áhrif á rekstrargrund- völl útvegsfyrirtækja. Meðal annars myndi gjaldið draga kraft úr greininni, með til- liti til nýfjárfestinga, auk þess sem kerfið myndi grafa undan hagkvæmni þess að sækja ákveðn- ar tegundir. Þá taldi hann sýnt að veiðileyfagjaldið myndi koma til með að skerða kjör sjómanna. Guðmundur ítrekaði einnig það sjónarmið útvegsmanna að ekki hafi verið tekið tillit til annarra sjónarmiða. Hann sagði frum- vörpin samin „af þröngum hópi fólks“ og að þau hefðu ekki fengið góða einkunn hjá umsagnaraðilum. „Samt á að þröngva þeim í gegnum þingið og við óttumst skaðann sem þau geta gert samfélaginu.“ Skip LÍÚ bundin við bryggju út vikuna Útvegsmenn munu halda skipum við bryggju út vikuna. Boðað er til allsherjar- samstöðufundar útvegsmanna og starfsfólks í sjávarútvegi á morgun. Forstjóri Brims og sjávarútvegsráðherra skiptust á skoðunum á fundi í Reykjavík í gær. SKOÐANASKIPTI Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, mætti á fund hjá Brimi í gær og skiptist á skoðunum við Guðmund Kristjánsson forstjóra. Skip LÍÚ verða við bryggju út vikuna en boðað hefur verið til fundar á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sjómenn sem sóttu fundinn í gær og Fréttablaðið ræddi við voru almennt á þeirri skoðun að enn væri óvissa um hvort eða hversu mikil áhrif frum- vörpin myndu hafa á kjör þeirra, yrðu þau samþykkt. Útgerðarmenn segðu eitt og stjórnvöld annað og óljóst hvort væri nær sanni. Óvissa meðal sjómanna IÐNAÐUR Eitt aðalumfjöllunarefni norræna samstarfsverkefnisins „CO2 Electrofuels“ er hvernig nýta má raforku á sem hagkvæm- astan hátt til að tvöfalda magn eldsneytis sem framleiða má úr lífmassa. Þá snýr verkefnið að því að draga úr raforkunotkun þegar eldsneyti er framleitt úr kolsýru. Fram kemur í tilkynningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa sé ljóst að taka þurfi í notkun aðrar tegundir eldsneytis en það sem framleitt sé úr olíu. Bent er á að notkun landbúnað- arafurða til eldsneytisframleiðslu hafi mætt vaxandi andstöðu vegna þess hve mikið ræktunarland er þá tekið undir annað en matvæla- framleiðslu. „Einnig er horft til ýmissa úrgangsefna úr landbún- aði, en nú þegar er mikið af met- ani framleitt í Evrópu úr mykju og öðrum úrgangi.“ Þá kemur fram að þótt rafbílar kunni að vera vænlegur kostur í stað bensín- og olíudrifinna fólks- bíla þá verði rafmagn tæpast notað til þungaflutninga, á flug- vélar, millilandaskip eða fiskiskip. „Fyrir þessa notkun þarf orkuríkt eldsneyti, helst svipað því sem nú er notað.“ „CO2 Electrofuels“ samstarfs- verkefnið verður kynnt í málstofu milli klukkan eitt og fimm í Nátt- úrufræðihúsi Háskóla Íslands, Öskju, þriðjudaginn 12. júní næst- komandi. - óká Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir brýnt að finna nýjar leiðir í eldsneytismálum: Tvöfalda má framleiðslu úr lífmassa ÚRGANGUR Horft er til úrgangsefna úr landbúnaði við framleiðslu á eldsneyti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÝRLAND, AP Stjórn Bashar al- Assads Sýrlandsforseta hefur fallist á að hleypa hjálparstarfs- fólki inn á þau fjögur svæði sem harðast hafa orðið úti í átökunum í landinu. John Ging, framkvæmdastjóri samhæfingarskrifstofu mannúð- armála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagðist vonast til þess að aðstoð berist fólki á þessum svæðum innan fárra daga, frekar en vikna. Á hinn bóginn sagði Sýrlands- stjórn í gær marga vestræna stjórnarerindreka ekki lengur velkomna til landsins. Þetta eru ríki á borð við Bandaríkin, Bret- land og fleiri lönd, sem höfðu hvort eð er kallað erindreka sína heim í mótmælaskyni vegna átak- anna. Átökin í Sýrlandi hafa kostað á annan tug þúsunda lífið síðan þau hófust snemma á síðasta ári. Ging sagði að margir þeirra, sem þurfa á aðstoð að halda í hér- uðunum fjórum, hefðu særst í átökum. Aðrir hafa misst vinnuna eða misst heimili sitt. Að auki er verið að aðstoða nærri 80 þúsund sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Líbanon. - gb Sýrlandsstjórn segir erindreka margra vestrænna ríkja ekki lengur velkomna: Hjálparstarfsfólki hleypt inn EYÐILEGGING Ónýtir skriðdrekar stjórnarhersins á götu í bænum Ariha. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Ökuferð 11 ára norsks stráks lauk í skurði í gær. Vöru- bílstjóri, sem sá unga ökumann- inn í framúrakstri, lét lögregl- una vita þar sem hann taldi hann vera 13 eða 14 ára. Í ljós kom að stráksi var ekki nema 11 ára. Hann hafði sest undir stýri í bíl stjúpföður síns og ekið um 150 km þegar óhappið varð. Ökumað- urinn kvaðst vera á leið til Dan- merkur til þess að hitta vini sína. Lögreglan sagði það mikla heppni að ekki hefði orðið alvar- legt slys á leiðinni. - ibs Á leið til vina í Danmörku: 11 ára strákur ók 150 km leið KOSNINGAR Fimm einstaklingar hafa kært ógildingu forsetafram- boðs Ástþórs Magnússonar til stjórnsýslunnar, Hæstaréttar og Umboðsmanns Alþingis. Í kærunni segir að engar sannanir liggi fyrir um það að fjöldi undir- skrifta á með- mælendalistum Ástþórs sé fals- aður. Þar er spurt hvort verið sé að leggja Ástþór í einelti og talið að yfirkjörstjórnir og innanríkisráðu- neytið hafi brotið á framboði hans með því að vinna ekki úr meðmæl- endalistum á tilskildum tíma. Hóp- urinn krefst þess að ógilding fram- boðsins verði dregin til baka. - sv Segja illa vegið að Ástþóri: Kæra ógildingu framboðsins ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Tiger innkallar kubba Verslunin Tiger hefur innkallað trékubba í fötu með vörunúmerinu 171073. Poki er utan um kubbana í fötunni, en band í pokanum er talið varasamt ungum börnum. VERSLUN Höfði öllum opinn Reykjavíkurborg hefur ákveðið að opna Höfða fyrir gestum og gangandi. Húsið verður opið í allt sumar milli klukkan 11 og 16 virka daga. Hingað til hefur það aðeins verið opið á menningar- nótt, en nú munu allir áhugasamir eiga þess kost að skoða húsið frítt en tekið er við frjálsum framlögum á staðnum. REYKJAVÍK Þá gagnrýndi Guðmundur einn- ig að í frumvarpinu um stjórn fiskveiða sé gert ráð fyrir því að um 30.000 þorskígildistonn fari í leigupotta, ráðherra til ráðstöf- unar. Í máli sínu sagði Steingrímur að sannarlega hefði verið tekið tillit til mismunandi sjónarmiða við gerð frumvarpanna. Það sæist gjörla á þeim breytingum sem hefðu orðið á fyrri frumvörpum og þeim breytingum sem veiðileyfa- frumvarpið hefði tekið í meðförum þingsins. Hann sagði flest útvegsfyrir- tæki vel geta ráðið við greiðslu veiðileyfagjalds og lagði einn- ig áherslu á að framlegð sjávar- útvegsins í heild yrði jákvæðari nú, kæmu frumvörpin til fram- kvæmda, en hún hefði verið á ára- bilinu 2001 til 2008. Frá árinu 2008 hefði eigið fé útgerðarfyrirtækja farið úr því að vera neikvætt um 60 milljarða króna upp í að vera jákvætt um 160 milljarða. Steingrímur sagði spár benda til þess að framlegð útvegsfyrirtækja þetta ár yrði 78 milljarðar. Eftir að 15 milljarðar yrðu teknir í veiði- gjöld væru enn eftir 63 milljarðar í fjármunamyndun í greininni. „Ef sjávarútvegurinn ræður ekki við það, hvernig lifði hann þá af árin 2002 til 2008?“ thorgils@frettabladid.is Fannst ómeiddur á jöklinum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gærdag ástralskan ferðamann sem hafði villst á Skeiðarárjökli. Maðurinn sendi út neyðarkall, en hann er vanur fjallamaður. Þyrlan fann hann og flutti til Reykjavíkur, en hann var ómeiddur. BJÖRGUN Er rétt hjá LÍÚ að stöðva veiðar í viku í mótmælaskyni? Já 40% Nei 60% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að heimsækja Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn í sumar? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.