Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. júní 2012 13 Bygging nýs fangelsis á Hólms-heiði mun marka tímamót í sögu fangelsismála á Íslandi. Síð- asta sérsmíðaða fangelsið á Íslandi, Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg, var reist og tekið í gagnið árið 1875, fyrir tæplega 140 árum síðan. Fangelsið á Litla-Hrauni var upphaflega byggt sem sjúkrahús fyrir Suðurland en hætt var við þau áform. Landstjórnin keypti bygginguna árið 1929 og breytti í fangelsi eða „letigarð fyrir slæp- ingja og landshornamenn“ eins og lesa má um í þingskjölum þess tíma. Í ríflega hálfa öld hefur staðið til að byggja nýtt fangelsi á höfuð borgarsvæðinu. Um 1960 var Valdimar Stefánssyni saka- dómara falið að gera tillögur að nýju fangelsi við Úlfarsá en þau áform dagaði uppi. Síðan hefur saga fangelsisbyggingarmála verið langdregin og einkennst af skýrslugerð, úttektum, athugunum og umræðum um ákjósanlega stað- setningu. Staða fangelsismála á Íslandi hefur meðal annars verið gagn- rýnd í skýrslu Sameinuðu þjóð- anna um stöðu mannréttinda- mála á Íslandi en þar er nefnt að elstu fangelsi okkar standist ekki nútímakröfur, biðlisti eftir fang- elsisvist sé of langur og að ekki sé hugað nógu vel að stöðu kvenfanga og ungra afbrotamanna innan fangelsiskerfisins. Í gær kynnti dómnefnd, sem hafði það hlutverk að velja tillögu að undangenginni arkitektasam- keppni, niðurstöðu sína. Það var arkitektastofan Arkís sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína að nýju fangelsi. Byggingin er lát- laus og einföld og skapar góð skil- yrði til afplánunar refsinga. Nýja fangelsið leysir af hólmi Hegn- ingarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið í Kópavogi en gert er ráð fyrir að 56 fangar geti verið í hinni nýju byggingu. Sérdeild verður fyrir konur og hugað sérstaklega að þörfum þeirra. Framkvæmdir eiga að geta hafist fyrri hluta árs 2013 og fangelsið síðan tekið í notkun 2015. Á sama tíma verður lögð niður starfsemin í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg og Kópavogsfangelsi. Með byggingu þessa nýja fang- elsis verður brotið blað í sögu fang- elsismála á Íslandi og um leið og ég þakka dómnefnd fyrir vel unnin störf óska ég okkur öllum til ham- ingju með þennan áfanga. Tímamót í fangelsismálum Dómsmál Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Síðan hefur saga fangelsisbygging- armála verið langdregin og einkennst af skýrslu- gerð, úttektum, athug- unum og umræðum um ákjósanlega staðsetningu. Skemmdarverk Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagn- vart löngu tímabærum breyt- ingum á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fisk- veiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskipta- reglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrr- setning sé aðeins forsmekk- urinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverka- fólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðurs- brögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðar- mönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auð- lindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum millj- arða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frá- sögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983- 4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiski- þing gerði samþykkt um fyrir- komulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónar- mið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunar- kerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip.“ Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermanns- sonar, fyrrverandi for- manns Framsóknarflokksins og sjávar útvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingar leyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki væn- legar aðferðir til að ná sam- komulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hags- muni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi. Sjávarútvegsmál Skúli Helgason alþingismaður Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undan- farin ár hefur numið tugum milljarða og fer vax- andi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Bi ld sh öf ði 8 Bi ld sh öf ði 6 8 Breiðhöfði Bíldshöfði 8 Bíldshöfði 6 Bíldshöfða 8 Opið 9 til 17 í dag Citroën Komdu hingað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.