Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 8
6. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR8 www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.990.000 kr. (kr. 2.382.470 án vsk) *Miðað v ið Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Fæst einnig fjórhjóladrifinn SJÁVARÚTVEGUR Dótturfyrirtæki Samherja í Englandi (UK Fisher- ies Ltd) og í Þýskalandi (DFFU) hafa fengið vottun samkvæmt MSC-staðlinum um sjálfbær- ar og umhverfisvænar veiðar á þorski, ýsu og ufsa, að því er segir í fréttatilkynningu frá MSC. Samherji á Íslandi er jafn- framt í vottunarferli vegna veiða á þorski, ýsu og norsk-íslensku síldinni. MSC (Marine Stewardship Council) er alþjóðleg sjálfseign- arstofnun sem er rekin án gróða- sjónarmiða. MSC hefur þróað staðla fyrir sjálfbærar fiskveið- ar og rekjanleika. Mat samkvæmt stöðlum MSC er framkvæmt af óháðri faggiltri vottunarstofu, að því er Gísli Gíslason, ráðgjafi sjálfseignarstofnunarinnar á Íslandi, greinir frá. „Nú eru um tíu prósent af heimsveiðunum vottuð eða í vottunarferli samkvæmt staðli MSC. Rúmlega 14 þúsund vörur úr sjávarafurðum eru merktar með MSC-umhverfismerkinu og eru þær seldar í um 80 löndum,“ segir Gísli. -ibs Fyrirtæki Samherja í Englandi og Þýskalandi fá umhverfisvottun MSC: Veiðar dótturfyrirtækja vottaðar ÞORSKUR Rúmlega 14 þúsund vörur úr sjávarafurðum eru merktar með MSC- umhverfismerkinu. BRETLAND, AP „Það hefur snert mig djúpt að sjá svo margar þúsund- ir fjölskyldna, nágranna og vina fagna saman í svo ánægjulegu andrúmslofti,“ sagði Elísabet Bretadrottning í stuttu ávarpi til bresku þjóðarinnar í gær, á loka- degi fjögurra daga hátíðarhalda í tilefni af sextíu ára krýningar- afmæli hennar. Gríðarlegur mannfjöldi var saman kominn í London í gær til að fagna með drottningunni, sem kom meðal annars út á sval- ir Buckingham-hallar að veifa til fólksins. Um morguninn tók drottningin þátt í hátíðarmessu í Pálskirkj- unni, þar sem Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, bar lof á drottninguna í predikun sinni. Filippus, eiginmaður Elísa- betar drottningar, var fjarri góðu gamni í gær því hann lá á sjúkra- húsi vegna sýkingar í þvagblöðru. - gb Fjögurra daga hátíðarhöld náðu hámarki í gær: Elísabet drottning segist djúpt snortin ELÍSABET OG KAMILLA Í ÆVINTÝRAVAGNINUM Að venju var ökuferð Bretadrottningar og fjölskyldu hennar í glæsilegum hestvagni einn af hápunktum krýningarafmælis- ins. Andspænis Elísabetu og Kamillu prinsessu situr Karl Bretaprins. NORDICPHOTOS/AFP EGYPTALAND Heilsu Hosni Mubar- ak, fyrrverandi forseta Egypta- lands, hefur hrakað mjög mikið. Utanríkisráðuneyti Egyptalands segir hann hafa fengið taugaáfall í fangelsi í gær. Mubarak var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi á sunnudag vegna dauða mótmælenda í uppreisn gegn honum. Stjórnendur fang- elsisins segja að hann hafi átt erf- itt með andardrátt og hafi fallið í yfirlið eftir heimsókn eiginkonu hans. Einkalæknar hans fengu ekki að koma í fangelsið. - þeb Heilsunni hrakar í fangelsi: Hosni Mubarak fékk taugaáfall 1. Hvernig selir eru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum? 2. Hvað telur FÍB mikið svigrúm til frekari lækkunar bensínverðs hér miðað við þróun heimsmarkaðs- verðs á olíu? 3. Hvernig dóm fengu fjórmenn- ingarnir sem ætluðu að ráðast á Jótlandspóstinn í árslok 2010? SVÖRIN 1. Landselir. 2. Þrjár til fjórar krónur á lítrann. 3. Tólf ár í fangelsi. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.