Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 34
6. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR22 sport@frettabladid.is ÍSLAND er ein níu þjóða sem hafa lýst yfir áhuga á að halda EM kvenna í handbolta í desember á þessu ári. Holland hætti óvænt við að halda mótið og verður tilkynnt á næstu tveim vikum hvar það verður. Ísland komst ekki á mótið en ef mótið fer fram á Íslandi fær Ísland væntanlega sjálfkrafa þátttökurétt. Flensborgarskólinn auglýsir eftir stuðningsfull- trúa á starfsbraut Mikilvægt er að umsækjandi hafi til að bera góða samskiptahæfni og áhuga á vinnu með ungu fólki. Æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 17. ágúst 2012. Nánari upplýsingar og móttaka umsóknar er á Starfatorgi (www.starfatorg.is) . Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2012. Nánari upplýsingar veita Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari s: 565 0400 / ebs@flensborg.is Hrafnhildur Jósefsdóttir, sviðsstjóri starfsbrautar s:565 0400 / hrafnhildur@flensborg.is Alvöru áhöld og tæki í garðinn og sumarbústaðinn . . . færðu hjá okkur Greinaklippur Toppklippur Greinasagir WOLF dreifarar. Einfaldir og góðir“Bumbubanar” “Greinakurlarar” ÞÓRHF Krókhálsi 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Lónsbakka 601 Akureyri Sími 461-1070 www.thor.is ÍÞRÓTTAAKADEMÍA VILTU VERÐA ÍAK ÞJÁLFARI? Íþróttaakademía Keilis býður upp á krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt nám í ÍAK einka- þjálfun og ÍAK íþróttaþjálfun. Í undirbúningi er að bjóða upp á nám í ÍAK hópþjálfun. Miklir atvinnu- möguleikar eru fyrir ÍAK þjálfara og samkvæmt könnunum eru þeir eftirsóttir þjálfarar. Nám í ÍAK þjálfun miðar að því að skila þjálfurum tilbúnum til starfa. NÁMSFRAMBOÐ ÍAK EINKAÞJÁLFUN ÍAK ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN ÍAK HÓPÞJÁLFUN KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net Umsóknarfrestur til 6. JÚNÍ PI PA R\ TB W A • SÍ A FRJÁLSAR „Maður verður bara að horfast í augun við raunveru- leikann. Þegar eitthvað geng- ur ekki upp þá þarf maður að breyta,“ segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið sam- starfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef,“ sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Caro- linu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdrag- anda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfar- anum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram.“ Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörð- un hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð.“ Ólympíuleikarnir í London hefj- ast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leik- unum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum,“ sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar“ og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasöng- inn. Ég þrífst best hér – á Íslandi.“ seth@frettabladid.is Skyndiákvörðun að koma heim Helga Margrét er komin heim frá Svíþjóð. Þó svo tíminn sé naumur ætlar hún að komast á ÓL. GEFST EKKI UPP Helga fær eitt eða tvö tækifæri í viðbót til þess að komast á Ólympíuleikana og hún ætlar að nýta þau tækifæri vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Íslenska U-21 árs lands- liðið er langneðst í sínum riðli í undankeppni EM eftir 1-2 tap gegn Aserbaídsjan á KR-velli í gær. Þetta var annað tap liðsins fyrir Aserum í riðlinum. Ísland hefur nú tapað fimm leikjum í riðlinum en aðeins unnið einn. Það var gegn Belgum í fyrra. Leikurinn byrjaði vel fyrir íslenska liðið því Björn Bergmann skallaði inn sendingu Kristins Steindórssonar á 19. mínútu. Björn Bergmann átti virkilega flottan leik og var bestur í íslenska liðinu. Stuttu síðar varði Skagamaður- inn Árni Snær Ólafsson víti frá Aserum og allt í lukkunnar vel- standi er blásið var til leikhlés. Fjórtán mínútum fyrir leikslok dundi ógæfan aftur á móti yfir. Araz Abdullayev jafnaði metin fyrir gestina. Í uppbótartíma skor- aði svo Javid Imamverdi sigur- markið eftir slæm mistök Harðar Björgvins Magnússonar. Enn eitt tapið staðreynd og ljóst að himinn og haf er á milli þessa U-21 árs liðs og þess sem fór á EM. - hbg Íslenska U-21 árs landsliðið enn í neðsta sæti síns riðils eftir enn eitt tapið: Fimmta tap íslenska liðsins í sex leikjum TAKA BOLTANN Björn Bergmann og Aron Jóhannsson á ferðinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.