Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 14
6. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR14 timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1944 réðust bandamenn gegn herjum Þjóðverja í Normandíhéraði í Norður- Frakklandi. Innrásin er ein sú frægasta og afdrifaríkasta í seinni heimsstyrjöldinni þar sem hún olli þáttaskilum í stríðinu. Innrásardagurinn hefur verið kallaður „D-Day“ eða d-dagurinn allar götur síðan. Í byrjun árs 1944 var orðið ljóst að Þjóðverjar væru að tapa heimsstyrjöldinni. Bandamenn töldu sig þurfa að ráðast inn í Vestur-Evrópu þar sem Þjóðverjar höfðu þó náð að stöðva sókn þeirra upp Ítalíuskaga. Ákveðið var að á fyrsta degi innrásar skyldu tvær bandarískar, tvær breskar og ein kanadísk herdeild lenda á ákveðnum stöðum á ströndunum í Normandí, en innrásarsvæðin náðu frá Cotentin-skaga í Norm- andí allt til borgarinnar Caen. Sömuleiðis skyldu tvær bandarískar og ein bresk fallhlífaherdeild lenda að baki varnarliðinu þá um morguninn. Strandhögg bandamanna hinn 6. júní tókst þrátt fyrir gríðarlega mótspyrnu en baráttan um Normandí stóð fram í ágúst. ÞETTA GERÐIST: 6. JÚNÍ 1944 Innrásin í Normandí Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR frá Hnappavöllum í Öræfum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 30. maí sl. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þann 11. júní nk. kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á FAAS, Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Jónína G. Elíasdóttir Hamré Bengt Hamré Gísli Þ. Elíasson A. Þórey Ólafsdóttir Ingibjörg H. Elíasdóttir Árni G. Sigurðsson Guðni K. Elíasson Valgerður Sveinbjörnsdóttir Sigurbjörn Elíasson Brynja Jónsdóttir barnabörn og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ERLENDSDÓTTIR Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést laugardaginn 2. júní á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 12. júní kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga, bankareikningur 0327-26-4304/kt. 580690-2389 eða önnur líknarfélög. Starfsfólki Eirar 3. hæð suður eru færðar þakkir fyrir góða umönnun. Björn J. Haraldsson Hólmfríður Björnsdóttir Sævar Sveinsson Linda Björnsdóttir Magnús Bárðarson Lára Björnsdóttir Gunnar Sæmundsson Eyrún Björnsdóttir Stefán Gunnarsson börn og barnabörn. 90 ára afmæli Guðmundur Ólafsson stjórnarformaður Bergvík ehf. og fyrrverandi formaður hestamanna- félagsins Fáks, verður níræður þann 10. júní. Af því tilefni vill Guðmundur bjóða ætting jum og vinum að gleðjast með sér laugardaginn 9. júní í félags- heimili Fáks í Víðidal frá kl. 19.00. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR BENEDIKTSSON Sléttuvegi 21, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi þann 4. júní. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Elíasdóttir Höskuldur Haraldsson Emil Haraldsson Ásdís Hauksdóttir Lilja Sólrún Haraldsdóttir Eysteinn Sölvi Torfason Elías Haraldsson barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN SKÚLI BJARNASON Laufvangi 10, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur á heimili sínu 26. maí sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Hugrún L. Ólafsdóttir börn, tengdasynir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR (frá Höfn, Eyrarbakka) Fossheiði 36, Selfossi, lést að kvöldi 28. maí. Jarðarförin fer fram laugardaginn 9. júní kl. 14.00 frá Eyrarbakkakirkju. Guðjón Pálsson Regína Guðjónsdóttir Siggeir Ingólfsson Ingileif Guðjónsdóttir Ólafur Leifsson Margrét Guðjónsdóttir Þór Ólafur Hammer barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR GUNNARSSON Æsufelli 4, Reykjavík, lést miðvikudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 8. júní klukkan 13.00. Þorbjörg Einarsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG HELGADÓTTIR frá Kolviðarnesi, sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, föstudaginn 1. júní, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 9. júní kl. 14.00. Jónasína Oddsdóttir Reynir Bragason Sigurður Oddsson Helgi Oddsson Sigríður Þórðardóttir Hjalti Oddsson Elín Þorsteinsdóttir Sesselja Oddsdóttir Lárus Gestsson Jón Oddsson Herdís Þórðardóttir Þorbjörn Oddsson Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og langömmubörn. „Þetta er fyrst og fremst gríðarlegur heiður. Ég er mjög þakklát fyrir þessa miklu viðurkenningu og alsæl,“ segir Anna S. Þorvaldsdóttir, tónskáld, en í gær var tilkynnt að verk hennar Dreymi hlyti Tónlistarverðlaun Norð- urlandaráðs. Þema tónlistarverðlaunanna í ár var nýsköpun og skyldu þau veitt núlifandi tónskáldi. Anna var hlut- skörpust ellefu tónskálda frá öllum Norðurlöndum sem tilnefnd voru. Í umsögn dómnefndar segir að Dreymi opni veröld sinfóníunnar „á óvenju- legan og nýskapandi hátt. Upphaf og lok verksins hljómar utan tíma og myndar hringrás sem minnir á nor- rænar goðsagnir og náttúrutrú. Með tónlistinni er reynt að skapa reynslu sem fær tímann til að hverfa – eins og í draumi.“ Raftónlist er áberandi í þeim tón- smíðum sem tilnefndar eru í ár. Anna hefur vakið athygli fyrir notkun raf- tónlistar í verkum sínum en hún er þó víðs fjarri í Dreymi. „Þemað snerist um nýja strauma en mér sýnist dóm- nefndin hafa verið mjög opin fyrir hvaða miðli sem er. Dreymi er skrif- að fyrir hefðbundna sinfóníuhljóm- sveit. Ég hjó hins vegar eftir því í umsögninni að þeim fannst hljóð- blærinn á ákveðnum stöðum í verkinu vísa í raftónlist, en það var algjörlega ómeðvitað af minni hálfu.“ Verðlaunin verða afhent við hátíð- lega athöfn á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í nóvember en sigurlaunin eru 350 þúsund danskar krónur, eða um sjö milljónir króna. Anna segist vonast til að verðlaunin veki athygli á verkinu. „Það er auðflutt af sinfón- íuhljómsveit, þannig séð, og vonandi eiga sem flestar hljómsveitir á Norð- urlöndum eftir að vilja flytja það. Ég er þegar búin að fá nokkrar fyrir- spurnir að utan.“ Anna hefur verið á miklu flugi und- anfarin misseri. Hljómplata hennar, Rhizoma, sem kom út í fyrra, var valin ein af bestu klassísku plötum ársins af vefritinu Time Out og verk- ið Hrím var valið tónsmíð ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Hún kveðst ekki kunna neina skýringu á þessari velgengni. „Ég hef bara unnið mjög mikið. Rhizoma vakti athygli utan land- steinanna í fyrra og það hefur haft jákvæð áhrif, þetta er bara eitthvað sem hefur undið upp á sig.“ Anna hefur mörg járn í eldinum; hún semur tónlist fyrir væntanlega kvikmynd Marteins Þórissonar, vinnur að verki fyrir kóra og hljómsveit á tónlistarhá- tíð á Ítalíu og samspili í New York. „Svo er ég með ótal smærri verk í vinnslu og dagskrá sem heldur mér við efnið næstu árin, sem er frábær staða.“ bergsteinn@frettabladid.is ANNA S. ÞORVALDSDÓTTIR: HLAUT TÓNLISTARVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS Mikill heiður og viðurkenning ANNA S. ÞORVALDSDÓTTIR Í umsögn dómnefndar segir að verðlaunaverkið Dreymi opni veröld sinfóníunnar á óvenjulegan og nýstárlegan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BUBBI MORTHENS tónlistarmaður er 56 ára í dag. „Ég vil frekar vera umdeildur en að öllum sé sama.“56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.