Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. júní 2012 11 SAMGÖNGUR Seinkun varð á aðeins einni af rúmlega 140 ferðum Ice- land Express til og frá landinu í maí, að því er segir í frétt á vefn- um Turisti.is. Ferðir Icelandair frá landinu eru á réttum tíma í níu tilvikum af hverjum tíu en komutímar félags- ins seinni hluta maímánaðar stóð- ust hins vegar aðeins í rúmlega 70 prósentum tilvika. Túristi reiknar daglega út hversu mikill munur er á áætluð- um komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flug- tak á heimasíðu Keflavíkurflug- vallar. Á vef Túrista segir að þar sem seinkun um fimmtán mínútur teljist vera innan skekkjumarka í fluggeiranum sé sá tími dreginn frá öllum seinkunum. Bent er á að þar sem WOW air hafi aðeins farið eina ferð á tíma- bilinu 15. maí til 31. maí sé fyrir- tækið ekki hluti af stundvísitöl- um Túrista að þessu sinni. Það verði hins vegar með næst. Tekið er fram á vefsíðu Túrista að þeim þremur ferðum sem félagið hafi farið frá Keflavík til þessa hafi öllum seinkað. -ibs Seinkanir á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli í maí reiknaðar út: Iceland Express stundvísast VIÐ LEIFSSTÖÐ Seinkun varð í aðeins einni af rúmlega 140 ferðum Iceland Express í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEILBRIGÐISMÁL Stöðvuð hefur verið sala á Blámar-humarhöl- um og varan kölluð af markaði, að því er fram kemur í tilkynn- ingu Heilbrigðiseftirlits Suður- nesja. Innköllunin er sögð til komin vegna þess að ekki komi skýrt fram á umbúðum vörunnar að hún innihaldi brennisteins- díoxíð (súlfít), sem sé ofnæm- is- og óþolsvaldur. Efnið er auðkennt sem E 223 á umbúð- unum, en fram kemur í tilkynn- ingu að notkun E- númers ein- göngu teljist ekki skýr merking á ofnæmis- og óþolsvaldinum heldur verði heiti hans að koma fram. - óká Merkingu umbúða ábótavant: Stöðva sölu á humarhölum VEISLUMATUR Mörgum þykir grillaður humar lostæti. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR TÓMSTUNDIR Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suður- lands og núverandi Íslands- meistari í svifflugi, endaði í öðru sæti á opna norska meist- aramótinu í svifflugi sem haldið var í Elverum í Noregi 27. maí til 2. júní. „Keppnisvegalengd var að jafnaði 3 til 400 kílómetrar og meðalhraði sem náðist 80 til 120 kílómetrar á klukkustund,“ segir í tilkynningu svifflug- deildar Flugmálafélags Íslands. Steinþór tók þátt í „klúbbflokki svifflugna“, en í þeim flokki eru svifflugur með 15 metra væng- haf sem fljúga ekki með vatns- hleðslu. - óká Íslendingur keppti í Noregi: Náði 2. sæti í svifflugskeppni STEINÞÓR SKÚLASON Svifflugan sem Steinþór flaug í Noregi er af gerðinni Glasflugel Mosquito. MYND/SFÍ DANMÖRK Nýbyggt 56 íbúða hús í Óðinsvéum í Danmörku er aðeins fyrir reyklausa. Danir eru í æ ríkari mæli farnir að velja sér nágranna sem aðhyllast sama lífs- stíl og þeir sjálfir, samkvæmt frétt í Kristilega dagblaðinu. Í nýju hverfi í Hróarskeldu, hafa 600 af 3.000 íbúum kosið að vera með sameiginlegar máltíðir. Það hefur hins vegar almennt verið markmið stjórnmálamanna og skipulagsyfirvalda að þróa hverfi fyrir fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum. -ibs Velja sér nágranna: Fjölbýlishús fyrir reyklausa 350 stöðvaðir í miðborginni Lögregla stöðvaði 350 ökumenn í sérstöku umferðareftirliti um síðustu helgi. Tveir reyndust ölvaðir og eiga ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Þrír til viðbótar þurftu að hætta akstri þar sem þeir höfðu neytt áfengis þó magnið væri undir refsimörkum. LÖGREGLUMÁL DROTTNINGUNNI FAGNAÐ Mikil hátíðahöld hafa verið í Bretlandi vegna 60 ára valdaafmælis Elísabetar drottningar. Þetta fólk beið spennt eftir hátíðartónleikum við Bucking- ham-höll á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 93 51 0 4/ 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.