Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 2
9. júní 2012 LAUGARDAGUR2 SPURNING DAGSINS Opið: mán. – föst. 9-19 • laug. 10-18 • sun. 13-18 Sími 567 1213 • www.splass.is fylgstu með okkur á Facebook Fyrir ofan Smáralind Kynningartilboð Handþvoum bílinn að utan á 10 mínútum. 1.500 kr* - engin venjuleg bílaþvottastöð G ullsm ári Smáralind S m ár ah va m m sv eg ur Hagasmári Fífuhvamm svegur *gildir til kl. 18 sunnudaginn 10. júní Davíð Óskar, gerir Gordon Green myndina á annan veg? „Já, hann er að því.“ Davíð Óskar Jónsson er einn framleið- enda kvikmyndarinnar Á annan veg sem nýverið var endurgerð í Hollywood. SÝRLAND, AP „Það er verið að varpa fimm til tíu sprengjum á Khaldiyeh-hverfið á hverri mínútu,“ sögðu mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem eru með höfuðstöðvar í Bret- landi. Stjórnarherinn hóf árásir á Khaldiyeh-hverfið í borginni Homs í gær, en þar hafa uppreisnarmenn verið ráðandi lengi. „Þetta eru verstu árásirnar hér síðan byltingin hófst,“ sagði Tarek Badrakhan, einn uppreisnar- manna í hverfinu í símtali á Skype. Hefur þó Homs orðið einna verst úti í árásum stjórnarhersins á almenna borgara frá upphafi átakanna í Sýrlandi snemma á síðasta ári. Fyrr í vikunni gerði stjórnarherinn sams konar árásir á þorpið Qubair og í beinu framhaldi héldu vígasveitir inn í þorpið og myrtu þar um 80 manns, flest konur og börn. Friðargæslumönnum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins tókst í gær að komast inn í Qubair, en þeim hafði áður verið meinaður aðgangur að þorpinu. Átökin í Sýrlandi hafa kostað meira en þrettán þúsund manns lífið. Talið er að um ein milljón manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Nokkur hundruð þúsund manns hafa hrakist að heiman vegna átakanna og nærri 100 þúsund flóttamenn eru komnir til Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu, auk fleiri landa. - gb Friðargæslumenn á vegum SÞ komust inn í þorpið Quabir í Sýrlandi: Fóru á vettvang fjöldamorðanna FIMM TIL TÍU SPRENGJUR Á MÍNÚTU Árásirnar í gær voru sagðar þær hörðustu frá upphafi átakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Áhöfnin á Hrafn- reyði KÓ-100, skipi Hrafnreyðar ehf., landaði sínu tíunda og ellefta dýri í Hafnarfjarðarhöfn í gær eftir um tveggja vikna veiðihlé. Fullur kraftur verður settur í veiðarnar á næstu vikum. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrafn reyðar, segir að veiðarnar hafi byrjað í lok apríl og gengið ágætlega í upp- hafi. Veður og fleira hafi síðan sett strik í reikninginn á undan- förnum vikum. „Aðaltíminn er að byrja núna. Þeir fóru fyrst suður fyrir land en voru á Faxaflóa í gær. Þar höfum við aðallega tekið okkar dýr en förum örugglega líka inn á Breiðafjörð til veiða á næstu dögum,“ segir hann. Gunnar segir að ekki hafi verið seinna að vænna að hefja veiðar að nýju. Allt kjöt af fyrstu níu dýrunum er selt en afli næstu mán- aða verður einnig frystur til vetrar- mánaðanna. Dýrin eru unnin í vinnslustöð Hrafnreyðar í Hafnar- firði þar sem þau eru skorin niður fyrir verslanir og veitingahús. Að sögn Gunnars er vandalaust að finna hrefnu. „Straumar ráða því líklega að sífellt fleiri dýr eru að sjást. Apríl og maí geta verið erfiðir en í júní og júlí, til dæmis í fyrra, voru veiðarnar áreynslu- lausar.“ - shá Hrafnreyður KÓ-100 landaði sínu tíunda og ellefta dýri í Hafnarfirði í gær: Veiðar að hefjast fyrir alvöru HAFNARFJARÐARHÖFN Hrefnuveiðimenn komu með tvö falleg dýr í land í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNARMÁL Stuðning borg- arinnar þarf til að hægt verði að koma á árvissri víkingahá- tíð í Reykjavík í ætt við þá sem haldin er í Hafnarfirði, að mati Gunnars Víking Ólafssonar, for- manns Víkinga félagsins Einherja í Reykjavík. Hann segir borgina nú hóta að taka af félaginu húsnæði sem það hafði áður fengið gegn því að gera það upp, verði reykvíska víkingahátíðin ekki að veruleika. Um leið neiti borgin að styðja félagið til þess að halda hátíðina. „Félagið hefur verið til í fjögur og hálft ár,“ segir Gunnar Víking og kveður þá Einherja mjög ánægða með þá fyrirgreiðslu sem þeir hafi fengið hjá borginni í formi húsnæðis, þótt það hafi engan peningastyrk fengið. Félagið fékk inni í niðurníddum bragga í Nauthólsvík sem Flug- málastjórn hafði áður notað, gegn því að gera húsnæðið upp. „Í þrjú ár vorum við hins vegar bara að skylmast niðri á Klambratúni.“ Félagsmenn, sem eru fjórtán talsins, þar af tvær konur, hittast reglulega til að æfa vopnaburð og skylmingar fyrir sýningar. „Við viljum slá skjaldborg um menn- ingararf okkar,“ segir Gunnar Vík- ing og kveðst finna fyrir miklum áhuga erlendis á því að sækja heim víkingahátíð í Reykjavík. „En við þurfum að eiga hluti á borð við sölu- og sýningar- tjöld,“ segir hann, en tjöld verði ekki keypt nema að félagið fái styrk. „Við erum hins vegar til- búin að byrja smátt, fyrst niðri í Nauthólsvík og færa okkur svo kannski síðar upp á Klambratún.“ Nú segir Gunnar Víking hins vegar að félagið fái þau skilaboð hjá eignaumsýsludeild borgarinnar að það kunni að missa húsnæðið í Nauthólsvík takist þeim ekki að halda víkingahátíðina. Gunnar Víking segir félagið hafa fengið vilyrði fyrir stuðn- ingi borgarinnar í borgarstjóra- tíð Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, þótt ekki hafi legið fyrir í hvaða formi það yrði. Það hafi svo breyst í niðurskurði hjá nýrri borgarstjórn. Einar Örn Benediktsson, for- maður menningar- og ferða- málaráðs borgarinnar, segir peningaskort ástæðu þess að styrkumleitan Einherja hafi verið hafnað til þessa. Hins vegar væru fyrir því fordæmi að borgin styrkti uppákomur þar sem vel hafi tekist til. „Ef þeim tækist að halda hátíðina einu sinni í ein- hverri mynd, þá væri kannski komin forsenda til þess að styrkja áframhaldandi starfsemi,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Reykvískir víkingar ósáttir við borg sína Víkingafélagið Einherjar í Reykjavík telur stuðning borgarinnar forsendu þess að hægt verði að setja upp víkingahátíð í ætt við þá sem haldin er í Hafnarfirði. Félagið fékk félagsheimili hjá borginni, en gæti misst það komist hátíðin ekki á. VÍKINGUR Í FÉLAGSHEIMILI Gunnar Víking Ólafsson, formaður Víkingafélagsins Ein- herja í Reykjavík, í húsnæði félagsins í Nauthólsvík. Einherjar sýna sig og listir sínar í Hallargarðinum í Reykjavík á hátíðarhöldunum 17. júní næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEGAMÁL Takmarkanir hafa verið settar á umferð þungra ökutækja um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Umferð vöruflutningabíla sem eru þyngri en 8 tonn er óheimil, en umferð allra hópferðabifreiða og áætlunarbíla verður áfram heimil um þjóðgarðinn. Umferð allra öku- tækja með vatnsspillandi farm og hættulegan farm er bönnuð,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Bannið hefur þegar tekið gildi og hafa verið sett upp skilti við leiðir inn í þjóðgarðinn því til stað- festingar. - óká Hópferðabílar fá undanþágu: Vörubílar bann- aðir í þjóðgarði NÝTT SKILTI Vegagerðin biður vegfar- endur að virða nýjar reglur um umferð á Þingvöllum. MYND/VEGAGERÐIN LÖGREGLUMÁL Höskuldur Þórhalls- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, hefur verið sviptur ökuréttindum í átta mánuði. Höskuldur var tekinn ölvaður undir stýri á Akureyri. „Ég taldi að áfengið væri runnið úr mér. Ég mátti vita betur – það var rangt hjá mér að taka þá afstöðu,“ sagði Höskuldur í samtali við Bylgjuna í gær. Haft er eftir þingmanninum á DV.is að hann telji sig ekki eiga við drykkjuvandamál að stríða þrátt fyrir að hafa keyrt undir áhrifum. Hann geri sér þó nú grein fyrir því að rauðvínsglösin sem hann drakk fyrir bílferðina hafi verið of mörg, án þess að hann viti fjölda þeirra upp á hár. - sv Þingmaður braut lög: Verður próflaus í átta mánuði HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON DÓMSMÁL Einar „Boom“ Mar- teinsson, fyrrverandi forsprakki Vítisengla á Íslandi, skal settur aftur í gæsluvarðhald. Þar skal hann sitja þar til dómur verður kveðinn upp í máli á hendur honum. Hæstiréttur sneri með þessum úrskurði í gær dómi Héraðsdóms en Einari var sleppt úr gæslu- varðhaldi á miðvikudag. Hann er í haldi í tengslum við stór felldar líkamsárásir, ásamt fjórum öðrum. Fjórmenningarnir hafa allir verið orðaðir við samtök Vítis engla á Íslandi. Þeir hafa setið í varðhaldi síðan í janúar. Hæstiréttur snýr héraðsdómi: Einar „Boom“ aftur í varðhaldEVRÓPUMÁL Ísland hefur uppfyllt þau viðmið sem framkvæmda- stjórn ESB setti fram til að hægt sé að hefja viðræður um byggða- mál. Þetta segir á vef utanríkis- ráðuneytisins. Framkvæmdastjórnin hafði óskað eftir tímasettri aðgerða- áætlun um framkvæmd byggða- stefnunnar komi til aðildar Íslands og var þeirri skýrslu skilað í vor. Niðurstaða framkvæmda- stjórnarinnar er að áætlunin upp- fylli viðmiðin. Samningahópur Íslands vinnur nú að endanlegri mótun samn- ingsafstöðu sem ráðgert er að ljúka á næstunni. - þj Viðræður um byggðamál: Ísland uppfyllir viðmið ESB STJÓRNMÁL Þingflokkarnir á Alþingi höfðu í gærkvöld ekki náð samkomulagi um þing- lok. Þingfundur stóð fram eftir kvöldi í gær og þegar Frétta- blaðið fór í prentun voru þrettán þingmenn á mælendaskrá. Ráðgert er að þingið komi saman í dag. Enn er rætt um frumvarp Steingríms J. Sigfús- sonar, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, um veiðigjöld en önnur umræða um málið hefur staðið frá 1. júní. - mþl Enn ekkert samkomulag: Þingfundur á Alþingi í dag Í þrjú ár vorum við hins vegar bara að skylmast niðri á Klambratúni. GUNNAR VÍKING ÓLAFSSON FORMAÐUR VÍKINGAFÉLAGSINS EINHERJA Í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.