Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 94
9. júní 2012 LAUGARDAGUR58 „Ég er mjög spenntur að koma með tæknina mína og deila ástríðu minni fyrir sportinu með íslenskum vík- ingum,“ segir Írinn John Kavanagh, einn þekktasti bardagaíþróttaþjálf- ari heims, sem undirbýr flutning sinn til Íslands í haust þar sem hann kemur til með að kenna hjá bardaga- íþróttaklúbbnum Mjölni. Kavanagh hefur stundað bardaga- íþróttir alla ævi og verið atvinnu- maður og þjálfari síðustu tíu ár. Hann hefur unnið fjölda verðlauna sjálfur auk þess sem hann hefur þjálfað heimsmethafa í karla- og kvennaflokki frá grunni og verið einn af helstu þjálfurum tveggja bestu keppnismanna landsins, Gunnars Nelson og Árna Ísaks- sonar. „Gunnar kom til Írlands í upphafi árs, en hann er einn af bestu vinum mínum og ég er búinn að þjálfa hann í sex ár. Upp kom sú klikkaða hugmynd að ég myndi flytja til Íslands og ég hugsaði bara með mér, af hverju ekki?“ segir Kavanagh sem fékk í kjölfarið til- boð frá Mjölni og ákvað að slá til. „Ég mun fylgja Gunnari vel eftir, en ástríðan mín hefur alltaf verið að kenna byrjendum svo ég kem til með að gera það líka. Ég ætla að reyna að vera til staðar fyrir sem flesta og kem nokkurn veginn til með að búa í Mjölni, enda er ég ekki að flytja til Íslands út af fallega veðrinu,“ bætir hann við hlæjandi. Kavanagh hefur komið til Íslands nokkrum sinnum og þekkir því ágætlega til á Íslandi. Hann skellti sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar og lýsir upplif- uninni sem þriggja daga helvíti á jörðu. „Ég handleggsbrotnaði, fékk flensu, tjaldið mitt fauk í burtu og það var stanslaus rigning alla helgina. Einhvern veginn lifði ég þessa för þó af,“ segir hann hress í bragði. Þrátt fyrir þessa slæmu lífs- reynslu segist hann vera mikill aðdáandi íslenskra hefða og lifn- aðarhátta og telur sig eiga eftir að falla vel inn í meðal Íslendinga. Hann segist þó vera sérstaklega hrifinn af íslenska kvenfólkinu. „Meginástæðan fyrir því að ég er að koma til Íslands er til að finna mér íslenska konu, hitt er bara yfir- hylming. Þú veist að íslensku vík- ingarnir stálu öllu fallega kvenfólk- inu frá Írlandi. Nú er kominn tími til að ná fram hefndum,“ segir John ákveðinn. Það lítur því út fyrir að það sé jafnframt von á góðri við- bót á íslenskan stefnumótamarkað í september. tinnaros@frettabladid.is PERSÓNAN Ég kem nokkurn veginn til með að búa í Mjölni, enda er ég ekki að flytja til Íslands út af fallega veðrinu. „Maður er kominn einu skrefi lengra og hefur aðgang að aðeins stærri heimi,“ segir leik- stjórinn Reynir Lyngdal. Hann er kominn með umboðsmenn hjá bandarísku umboðsskrifstofunni William Morris Endeavor, sem er sú stærsta í heimi, og bresku skrifstofunni United Agents. „Ég hitti þetta fólk í Cannes en var búinn að vera í samskiptum við það síðan í febrúar. Þetta er tilkomið mikið til út af Frosti. Það var mikill hiti og spenna fyrir henni í Cannes,“ segir Reynir en sýnishorn úr spennumynd hans vakti mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í síðasta mánuði. Reynir er ekki búinn að skrifa undir samning við umboðsskrifstofurnar tvær. Umboðsmennirnir eru samt þegar farnir að starfa fyrir hann því þeir hafa sent honum alls konar handrit, meðal annars að hryll- ingsmynd og sjónvarpsþáttaröð. „Þetta er allt voða flott og fínt en þetta er bara hjóm þangað til maður ýtir á eftir hlutunum sjálfur. Fókusinn hjá mér núna er að klára Frost vel og það er mjög spennandi verkefni,“ segir Reynir, sem er með báða fætur á jörðinni. Frost er í eftirvinnslu um þessar mundir og er stefnt á frumsýningu í haust. Tveir aðrir íslenskir leikstjórar eru á mála hjá William Morris Endeavor, eða Óskar Þór Axelsson sem leikstýrði Svartur á leik og Baltasar Kormákur. Meðal annarra leik- stjóra hjá fyrirtækinu eru stórlaxar á borð við Michael Bay, Tim Burton og Quentin Tarantino. -fb Kominn með erlenda umboðsmenn VIÐ TÖKUR Á FROSTI Leikstjórinn Reynir Lyngdal er kominn með umboðsmenn hjá William Morris Endeavor og United Agents. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Haukur Arnar Árnason Aldur: 46 ára. Starf: Starfa hjá Sýningakerfi ehf. Foreldrar: Ásta Sigurðardóttir bóndi og Árni Gunnar Sigurjóns- son húsasmíðameistari (látinn). Fjölskylda: Í sambúð með Sigríði Jónsdóttur, snillingi hjá Reynd ehf. Ég á þrjú börn, Daníel Smára, 23 ára, Andreu Laufeyju, 20 ára og Sylvíu Ösp, 15 ára. Búseta: Hafnarfjörður. Stjörnumerki: Rolla. Haukur Arnar er einn af aðalmönnum folf-íþróttarinnar hérlendis. JOHN KAVANAGH: EINN VIRTASTI ÞJÁLFARI HEIMS FLYTUR TIL LANDSINS Þjálfar bardagaíþróttir og leitar að íslenskri konu BESTU VINIR John og Gunnar Nelson eru bestu vinir, en John hefur þjálfað Gunnar síðustu sex ár. MYND/PÁLL BERGMANN Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Fjölvítamín náttúrunnar Næringarupptaka úr Lifestream Spírulína er meira og nýtist betur en úr nokkru öðru fæði. Fullkomið jafnvægi næringarefnanna gefur einbeitingu, langvarandi náttúrlega orku og er gott gegn streitu. Dregur úr ofvirkni, sykurlöngun og sleni. Styrkir ónæmikerfið, hentar börnum og fullorðnum. 13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Fríhöfninni og Hagkaup Hraust og hress Árangur strax! www.celsus.is Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringaefnin. Vottað lífrænt Hið nýstofnaða fyrirtæki Skapandi ætlar að starfrækja svokallaða samfélagsdeild á Bestu útihátíð- inni sem verður haldin á Gadd- staðaflötum í byrjun júlí. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert á svona hátíð,“ segir Kristinn Bjarnason, sem rekur hugmynda- og hönnunarhúsið Skapandi ásamt Friðriki Thorla- cius. Þeir auglýsa eftir ungu fólki sem hefur áhuga á kvikmyndagerð og vill taka viðtöl við hljómsveitir og mynda það sem um er að vera á hátíðinni. Allt myndefnið verð- ur unnið á staðnum og sett á netið um leið og það er tilbúið. „Þetta fer á rauntíma á netið og þeir sem komast ekki á Bestu útihátíðina geta því fylgst með á netinu,“ segir Kristinn. Instagram-leikur verður einnig haldinn á hátíðinni. Tónleikagestir taka þá ljósmyndir á símann sinn og senda þær inn í leikinn. Öllum myndunum verður varpað á stóran skjá og verða verðlaun veitt á loka- degi hátíðarinnar. „Við viljum virkja gesti hátíðarinnar og fá þá til að taka þátt,“ segir Kristinn, sem býst við góðum viðbrögðum við þessari nýbreytni. - fb Besta útihátíðin verður á netinu STARFRÆKJA SAMFÉLAGSDEILD Kristinn Bjarnason og Friðrik Thorlacius starfrækja samfélagsdeild á Bestu útihá- tíðinni. „Ég er í miklu gifsi langt upp að olnboga og fram yfir fingur,“ segir brúðuleikarinn Helga Steffensen sem varð fyrir því óhappi í vikunni að detta inn í Brúðubílinn og handleggs- brotna. Atvikið átti sér stað eftir general prufu sumarsins í Hallar garðinum en eins og flestir vita hefur Helga skemmt börnum í hartnær 32 ár með sýn- ingum Brúðubílsins. „Það versta er að ég þarf að vera í gifsi í fimm til sex vikur sem er allt sumarið,“ segir Helga miður sín en hún braut bein í handarbakinu, í löngutöng, baug- fingri og litla fingri. „Ég er samt heppin að það standi tveir puttar upp úr gifsinu. Það eru þumal- fingur og vísifingur og þeir eru sterkir puttar.“ Á sama tíma lofar hún að sýningar sumarsins beri ekki skaða af og að engin þeirra falli niður. „Hægri höndin er laus og ég get gert stýrt öllum brúðunum með þessum tveimur puttum þó ég finni hræðilega til. Ég stýri til dæmis litlum fíl en hann er skaftbrúða og ég get haldið utan um skaftið. Síðan er ekkert vesen að stýra Lilla þar sem ég er orðin svo vön honum,“ segir handleggsbrotni brúðuleikarinn. -hþt Handleggsbrot í Brúðubílnum GIFSIÐ MIKLA Helga Steffensen stýrir brúðuleikhúsi handleggsbrotin í allt sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.