Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGSuðurland LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, s. 512 5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Suðurlandið er helsti viðkomustaður ferðamanna hér lendis. Möguleikar fyrir ferðamenn á svæðinu, sem nær frá Selvogi í vestri til Hafnar í Hornafirði í austri, eru óþrjótandi. Davíð Samú- elsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, segir mikla uppbyggingu hafa átt sér stað undanfarin ár víða um Suður landið hvað snertir aðgengi að landsfjórðungnum, afþreyingu og gisti- möguleika. „Aðgengi ferðamanna inn á Suðurlandið hefur batnað mikið undanfarin ár og núna í sumar verður nýr Suðurlands- vegur formlega opnaður. Margs konar afþreying er í boði fyrir alla aldurs hópa og hefur úrval hennar aukist mikið. Þar má meðal annars nefna göngu- og hjólaferðir, hestaferðir, fjallgöngur, báts- ferðir og veiðiferðir. Auk þess er mikið úrval stórskemmtilegra bæjarhátíða allt sumarið á Suðurlandinu sem flestar stíla inn á fjölskyldufólk. Þar má meðal annars nefna Kótelettuna á Selfossi, Tour de Hvolsvöllur, Landnámsdaginn, Blóm í bæ í Hveragerði og Humarhátíðina á Höfn.“ Davíð bendir einnig á að gistimöguleikum hafi fjölgað mikið og aðstaða almennt fyrir ferðamenn sé stöðugt að batna. Í dag sé hægt að velja úr fjölbreyttum gistimöguleikum í öllum verð- flokkum. „Síðan má ekki gleyma þeim fjölda góðra veitingastaða sem finna má í þessum landsfjórðungi. Við eigum gott úrval veit- ingastaða sem sérhæfa sig í sjávarfangi og hráefni af Suðurlandi auk allra þeirra staða sem bjóða upp á hefðbundnari veitingar.“ Auk alls þess sem talið hefur verið hér upp býður Suðurlandið upp á mikinn fjölda sundlauga og golfvalla sem eru sívinsælir við- komustaðir ferðamanna yfir sumartímann. Mikill fjöldi innlendra og erlendra ferða- manna heimsækir Suðurland ár hvert og á Davíð von á áframhaldandi aukn- ingu. „Við finnum fyrir því að hækk- andi bensínverð eykur enn frekar áhuga ferðamanna á Suðurlandinu enda stutt að fara í fallega náttúru og skemmtilega afþreyingu.“ Davíð segir hlutverk Markaðsstofu Suðurlands að vera samstarfsvettvang fyrir fyrir- tæki og sveitarfélög á Suðuralandi. „Við vinnum að því að koma Suður- landi á framfæri hérlendis sem erlendis. Við tökum meðal annars á móti fjölda er- lendra og innlendra blaðamanna og ferðakaupenda ár hvert og kynnum fyrir þeim kosti fjórðungsins.“ Suðurland í sókn Ferðaþjónustan er í mikilli sókn á Suðurlandi. Fjölmargir möguleikar eru í boði þegar kemur að gistinu, afþreyingu og veitingum. LANDNÁMSDAGURINN Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps bjóða landsmönnum í heimsókn í dag, laugardaginn 9. júní, þegar Landsnámsdagurinn verður haldinn í fjórða sinn. Dagskráin er fjölbreytt og ætluð öllum aldurshópum. Opin hús verða vítt og breitt um sveitina og fjölbreyttar uppákomur í boði. Íbúar bæja á Skeiðum bjóða gesti velkomna í heimsókn til að kynnast störfum fólksins í sveitinni. Grænahlíð býður upp á skemmtilegt skrautfiskasafn og hestabúgarðurinn Blesastaðir er í næsta nágrenni. Margmiðlunarsýning verður opin í Þjórsárstofu á Árnesi, gagnvirk sýning verður í boði í Búrfelli og Þjóðveldisbærinn verður opinn en hann er eftirlíking af bænum hans Gauks á Stöng. Réttirnar í sveitinni eru nýupphlaðnar og fallegar. Þar verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði frá kl. 15 og meðal annars boðið upp á ljúffenga súpu. Þjórsárdalsskógur er auðvitað útivistarparadís fyrir alla aldurshópa og mikil upplifun að fá sér kaffi og pönnukökur þar yfir opnum eldi. Allir eru velkomnir og ókeypis er á alla viðburði. Nánari upplýsingar má finna á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Skeidgnup.is. Davíð Samúelsson, framkvæmda- stjóri Markaðsstofu Suðurlands. TREX – Hópferðamiðstöðin er eitt af öflugustu hópferða-fyrir tækjum landsins, með sjötíu rútur á sínum snærum. „Fyrirtækið var stofnað undir na f n i nu Hópferða m iðstöði n árið 1977 og því fögnum við nú öruggum og samfelldum hópferða- akstri í 35 ár,“ segir framkvæmda- stjórinn Kristján M. Baldursson. Nafnið TREX var tekið upp 2006, en fjórum árum fyrr hafði fyrir- tækið sameinast Vestfjarðaleið undir nafninu Hópferðamið stöðin – Vestfjarðaleið. „TREX er skammstöfun fyrir Travel Experiences og vann sér strax sess enda grípandi og hentugt heiti fyrir erlendan ferða markað,“ útskýrir Kristján. TREX státar af öllum gerðum og stærðum hópferðabíla og einnig fjallabílum fyrir hálendisferðir. „Í fyrra hófum við daglegar skoð- unarferðir í Þórsmörk og Land- mannalaugar. Þeim höldum við áfram og bætum við nýrri dagsferð um Suðurstrandarveg,“ segir Krist- ján um dagsferðirnar sem verða farnar frá 15. júní til 20. ágúst. Í Þórsmerkurferðum er ekið að skála Ferðafélags Íslands í Langa- dal og skála Útivistar í Básum. Í Landmannalaugum er ekið beint að skála Ferðafélagsins. „Hægt er að dvelja fáeina k luk kut íma á hverjum stað eða gista eina eða f leiri nætur. Margir nýta ferðirnar í tengslum við gönguferðir um Laugaveg og Fimmvörðuháls og TREX hefur vakið athygli á nýrri gönguleið sem liggur sem framlenging af Lauga- vegi frá Rjúpnavöllum í Landssveit yfir í Landmannalaugar.“ Í dagferðum um Suðurstrandar- veg er lagt upp frá Reykjavík, ekið að Hellisheiðarvirkjun, þaðan um Þrengsli, Þorlákshöfn, Selvog, Krýsuvík og Grindavík með við- komu í Bláa lóninu. Nánari upplýsingar á www.trex.is. Dagsferð í óbyggðir Í sumar býður TREX – Hópferðamiðstöðin upp á daglegar skoðunarferðir í náttúruperlurnar Þórsmörk, Landmannalaugar og um Suðurstrandarveg. Kristján M. Baldursson, framkvæmdastjóri TREX – Hópferðamiðstöðvarinnar ehf., við eina af glæsilegum rútum fyrirtækisins þar sem vel fer um alla á ferðalögum um landið. MYND/ANTON Árstíðirnar í garðinum er nýlega komin út í annarri prentun, endurbætt og í stærri útgáfu. „Það eru töluverðar viðbætur í þessari útgáfu eða sextán nýjar blaðsíður. Mikið er af nýjum myndum og einnig var eitthvað smálegt leiðrétt frá fyrri útgáfu. Þetta er fimmta bókin í þessum flokki sem við gefum út,“ segir Páll Jökull Pétursson, einn þriggja útgef- enda og ljósmyndari bókarinnar. Bókin er til sölu í öllum helstu bókaverslunum og í flestum garð- vöruverslunum. Einnig er hægt að kaupa bókina á vefsíðu útgáfunnar, Rit.is. Þar fá áskrifendur blaðsins Sumarhúsið og garðurinn af- slátt af bókinni en út- gefendur bókarinnar gefa samnefnt tímarit einnig út. Páll Jökull og kona hans, Auður I. Ottesen, standa saman að út- gáfunni. „Við lifum og hrærumst í öllu sem snýr að garðrækt. Við höfum skapað okkur ákveðna sér- stöðu með útgáfu tímaritsins og bókanna en markhópur- inn er fólk sem hefur áhuga á plöntum, garðrækt og útiveru. Mér finnst ég vera heppinn að vinna við það sem ég hef áhuga á, að taka myndir og búa til þetta fallega les- efni. Áhuginn á garðræktinni fylgir svo í leiðinni.“ Í endurútgáfu Árstíðanna er mikið af nýjum myndum sem Páll Jökull tók. „Það þarf að fylgjast vel með öl lu nýju. Ég gat sett í bók- ina nokkur betri eintök af plöntu- myndum og svo er bætt við kafla um bambus sem vert er að prófa að rækta hér á landi. Einnig eru taldar upp nokkrar tegundir plantna sem ættu að þrífast hér miðað við veðr- áttu og breiddargráðu,“ segir hann. Tímaritið Sumarhúsið og garður- inn fagnar tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári og í tilefni þess ætlar Páll Jökull að setja upp ljósmyndasýn- ingu fyrir utan fyrirtæki og heim- ili þeirra hjóna að Fossheiði 1 á Sel- fossi. „Þetta verður gróðurtengd sýning en hún verður ekki alveg hefðbundin þar sem hún verður í einkagarði en ég held að þetta sé í fyrsta sinn hér á landi sem ljós- myndasýning verður sett upp á þann hátt,“ segir Páll Jökull. Árstíðirnar í garð- inum komin út á ný Fimmta bókin í þessum vinsæla bókaflokki er komin út í annarri prentun en hún hefur verið ófáanleg í nokkurn tíma. Páll Jökull Pétursson, ljósmyndari bókarinnar, hyggst opna ljósmyndasýningu í garðinum heima hjá sér. Páll Jökull, ljósmyndari bókarinnar Árstíðirnar í garðinum, hyggst opna ljósmyndasýningu í garðinum sínum á næstunni. Í Árs- tíðunum í garðinum má meðal annars finna fjölda mynda af plöntum og ýmis góð ráð varðandi garðrækt. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.