Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 16
9. júní 2012 LAUGARDAGUR16 Þ ið lofuðuð því þegar þið tókuð við að þið ætluðuð að gera Reykjavík skemmtilegri. Hvern- ig hafið þið gert það? „Við höfum gert það á marg- víslegan hátt. Við höfum lagt mikla áherslu á blómlegt mannlíf í mið- borginni. Ég get til dæmis nefnt sumar- lokanir á götum, sem er búið að vera mjög flókið verkefni í alla staði. Rekstraraðilar hafa margir verið á móti þessu en reynsl- an hefur verið gríðarlega góð og íbúar eru ofsalega ánægðir. Síðasta vor gengu svo í gildi reglur sem höfðu ekki verið til áður sem gefa fólki kost á að stunda torg- og götu- sölu. Ég er mjög stoltur af því, og líka bara almennri ásýnd mið bæjarins, ekki síst utan háannatíma. Ég var til dæmis ofboðslega ánægður með Jóla borgina núna í desember þar sem við vörpuðum myndum af hinum ýmsu jóla vættum á veggi.“ Þú talar mikið um miðbæinn, hefur afgang- urinn af borginni líka orðið skemmtilegri? „Okkur er svolítið legið á hálsi fyrir að leggja of mikla áherslu á miðborgina en það er ekki að ástæðulausu. Það er vegna þess að fyrir borgina er miðborgin svolítið eins og stássstofa og þangað bjóðum við gestum. Núna, þegar ferðamannaiðnaðurinn er að verða einn helsti atvinnuvegur þjóðarinnar, er mjög mikilvægt að hlúa sérstaklega vel að henni. Við höfum vissulega staðið fyrir ýmsum litlum og stórum málum hér og þar í borginni, til dæmis það „stönt“ að velja Reykvíking ársins og gefa alþýðuhetjum tækifæri til að veiða í Elliðaánum. Svo að já, ég tel að við höfum náð að innleiða gleði og skemmtun inn í hverfin.“ Önnur sveitarfélög þvo hendur sínar Hvernig hefur þín sýn á stjórnmál breyst á þessum tíma? Þú komst alveg ósnortinn inn í þessa pólitík. Finnst þér þú hafa á einhvern hátt hafa orðið hluti af því sem þú lofaðir að breyta? „Nei, mér finnst það ekki. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvort þetta sé smitandi ástand. Ég hef verið spurður að þessu alveg frá því að ég byrjaði en ég hef ekki upplifað þennan ótta hjá mér. Sýn mín á stjórn málin almennt hefur hins vegar dýpkað mjög og þroskast af samskiptum mínum við fólk í þessum menningarkima. Þau hafa orðið til þess að ég hef þurft að gera upp hug minn í ýmsum málum. Ég hef í raun verið svo- lítið „lost“ í stjórnmála skoðunum og þær hafa þroskast og skýrst. Ég verð alltaf meiri og meiri sósíalisti, sem er hugtak sem fólk leggur misjafna merkingu í. Ég átta mig sífellt betur á því hvernig við erum leik- soppar kapítalismans – og ég er sem sagt orðinn sósíalisti. Ég trúi því að við eigum að reyna að skapa hér samfélag jafnræðis og forðast misskipt- ingu. Ég tel að auðlindir þjóðarinnar eigi að vera í eigu þjóðarinnar og nýtast þjóðinni – og það er sósíalismi. En um leið eigum við að leggja áherslu á frelsi einstaklingsins. Það er þessi tegund sósíalisma sem hefur verið nefnd líbertarían sósíalismi – sem er fansý orð yfir anarkisma – sem ég er svo staðfastur í.“ Munum við fá að sjá það birtast með skýrari hætti í borgarmálunum á næstunni? „Ég trúi á mikilvægi beins lýðræðis, þátt- tökulýðræðis og bind miklar vonir við að sem flestir muni nota vefinn Betri Reykjavík. Mér finnst líka ekki að sveitarstjórnarstig eigi að vera pólitískur átakavettvangur. Það er úrelt aðferðafræði og meiri tækifæri í beinu lýð- ræði og fagmennsku sem er þó ekki teknó- kratísk. Svo hef ég talað mjög fyrir samvinnu og sameiningu sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu. Tekjur eru farnar að hafa áhrif á búsetu fólks og það finnst mér grafalvarleg þróun. Ég mun reyna að sporna gegn henni. Mér finnst Reykjavík líka oft fá ósanngjarna útreið í umræðunni. Hún tekur við gríðar- lega flóknum málum sem hin sveitarfélögin í kringum okkur þvo hendur sínar af.“ Eins og hvaða málum? „Ég get nefnt útigangsfólk og framboð á félagslegum úrræðum. Þar stendur Reykja- víkurborg sig gríðarlega vel en fær mjög lítið kredit fyrir. Ég hef oft tekið góðgerðarfélög sem dæmi. Skoðum bara Fjölskylduhjálp Íslands. Reykjavíkurborg er eina sveitarfé- lagið sem styrkir hana, en fólkið sem leitar til hennar er ekki allt með lögheimili í Reykjavík. Annað dæmi, sem mér finnst lýsandi, er Katt- holt – dýraverndunarúrræði fyrir týnda ketti. Reykjavík er eina sveitarfélagið sem styrkir það með einhverjum hætti, en kettirnir koma hvaðanæva að. Ég hef hvatt hin sveitarfélögin til þess að taka ríkari þátt í þessu og finnst þetta mikið sanngirnismál.“ Skólamál snerta tilfinningar og öryggi Sameining skóla hefur ekki skilað eins miklum sparnaði og stefnt var að og víða er fólk enn mjög reitt. Er ekki ljóst að þið hafið farið rangt að? „Nei, ég tel það ekki. Þarna er bara um rosalega viðkvæmt mál að ræða sem snertir tilfinningar fólks og öryggi þess. Við þurftum að spara og hagræða í skólakerfinu en helst án þess að skerða þjónustuna eða þannig að það bitnaði á kennslunni eða fag mennskunni. Nágrannaþjóðir okkar hafa verið í sömu sporum og víða, til dæmis í Danmörku, hefur þurft að loka skólum. Þar hefur ferlið verið nákvæmlega eins; fólk er reitt, segir að þetta sé óþarfi og heldur kertafleytingar. Við náðum að fara mildari leið með sameiningum og við vissum frá upphafi að það yrði alveg gríðarlega erfitt. Fólk vill helst ekki að þú sért að hræra í skólanum eða leikskólanum. En við hefðum aldrei farið út í þetta að vanhugsuðu máli eða vegna þess að við værum ekki viss um hvað við værum að gera – og hefðum þá heldur aldrei náð að fylgja þessu svona eftir. Samráðið, og hvernig hefur verið staðið að þessari vinnu, hefur verið algjörlega til fyrir- myndar.“ Nasa er ekki á fasteignavefnum Fólk furðar sig á málefnum Nasa við Austur- völl. Innan Besta flokksins starfar fólk sem hefur hreinlega verið andlit íslenskrar menn- ingar og lista, jafnvel í áratugi. Þið lögðuð upp með að gera þeim málaflokki hátt undir höfði og voruð meðal annars kosin út á það, en svo kemur einhver hótelbyggjandi á vettvang og þið segið: Sorrí, við getum ekkert gert. Er þetta ekkert skrítið? „Hann náttúrulega kemur ekki, þessi hótel- byggjandi – hann er löngu kominn. Þessi samningu var löngu frágenginn fyrir okkar tíma. Mjög gjarnan er sagt: Þetta er ekkert mál, Reykjavíkurborg á bara að kaupa þetta. Það er mjög sérstakt, vegna þess að mér vitan- lega er þetta ekki til sölu. Þetta er ekki inni á fasteignavefnum. Svo er hitt, að ef það væri bara tónlistarfólk og listamenn sem hefði kosið Besta flokkinn þá væri ég ekki borgar- stjóri. Ég er borgarstjóri allra Reykvíkinga, ekki bara afmarkaðs hóps af fólki sem er einhvers konar vinir mínir og kunningjar. Í rauninni er eins og það sé verið að biðja um fyrirgreiðslu á þeirri forsendu, sem mér finnst ekki sanngjarnt. Málsmeðferðin sem við á endanum sættumst á var að hafa um þetta samkeppni og reyna að fá heildstæða lausn á þessu svæði, sem er náttúrulega hjarta borgarinnar. Ég hef beðið fólk að slaka aðeins á og bíða eftir því hvað kemur út þeirri samkeppni og „den tid den sorg“. Við bara skoðum það þegar það liggur fyrir.“ Eðlilegt og mikilvægt að fara í boðsferðir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, flaug til útlanda í boði WOW Air. Maður spyr sig hvort þú og þið hefðuð verið hrifin af þessu ef þetta hefði verið fulltrúi einhvers annars flokks í aðdraganda síðustu kosninga, til dæmis. Finnst þér þetta eðlilegt? „Ég fellst algjörlega á skýringar Einars á þessu og sé ekki að hann hafi gert neitt ljótt eða óeðlilegt. Í siðareglum borgarfulltrúa er okkur gert að skýra frá öllum hagsmuna- tengslum á heimasíðu og Einar hefur gert það. Ég hef séð myndir úr þessari ferð og hann er mjög sýnilegur á þeim, þarna voru líka margir fjölmiðlamenn þannig að þetta var ekkert leynimakk eða feluferð. Það fóru líka tveir starfsmenn borgarinnar í þess ferð og fólk hefur spurt hvort það sé eðli- legt. Mér finnst það mjög eðlilegt og beinlínis mjög mikilvægt. Ferðamanna straumurinn til Reykjavíkur er að aukast mjög og við erum að markaðssetja Reykjavík fyrir þá. Kynning á Íslandi og Reykjavík fer mikið fram í gegnum flugfélög og það er mjög mikilvægt að okkar fulltrúar komi þar að, þó ekki sé nema bara til að hafa eftirlit með því hvernig er verið að markaðssetja, hvað er verið að leggja áherslu á, hverjir eru að sýna þessu áhuga og svo framvegis. Það er bara hluti af nútímasam- félagi að það er einhver vettvangur sem heitir „social life“, sem gegnir mikilvægu hlutverki þótt fólk hafi misjafnar skoðanir á því. Við erum, sem þjóð, brennd eftir allar einkaþotu- ferðirnar og almennan lúxus, en við megum samt ekki halda að allt sem tengist svona ferðum eða samstarfi við einkaaðila sé bara innantómt prjál og algjörlega verðmætalaust, því að það er það ekki.“ Slæm ára yfir Alþingi Ertu eitthvað farinn að huga að næsta kjör- tímabili? Ætlarðu að fara fram aftur, eða ertu jafnvel að velta fyrir þér landsmálum? „Nei, mér finnst Reykjavík vera alveg feiki- nógur vettvangur fyrir mig. Það er reyndar sorglegt að það sé ekki spennandi að fara og skipta sér af landsmálum, en það er það bara alls ekki. Það er slæm ára yfir því. Mér finnst tilhugsunin um að fara á Alþingi bara „scary“. Ég brenn fyrir þessari borg. Ég hef haft tækifæri alla ævi til að flytja eitthvert annað en ég hef ekki kært mig um það. Mér finnst vænt um þessa borg – mér þykir alveg vænt um hana á væminn hátt – og ég er stoltur af henni. Og mig langar til þess að vinna henni gagn. Það eru hins vegar óvissuþættir í þessu. Nú eru alþingiskosningar að nálgast. Hvaða áhrif mun það hafa á málin hér? Maður veit það ekki. Við komum inn í borgina eftir hrun á gríðarlega erfiðum tímum. Kannski verður það allt breytt eftir ár og ný tækifæri fyrir hendi. Það væri til dæmis freistandi að hafa úr meiri peningum að spila. Ég hefði miklu frekar viljað vinna að lagningu hjólreiðastíga og léttlestakerfis heldur en að finna leiðir til að spara í skólunum, en þannig hefur þessi stakkur verið og við höfum þurft að sníða okkur inn í hann. Þannig að ég lofa því ekki að ég muni halda áfram en ég útiloka það heldur ekki.“ Verð sífellt meiri sósíalisti Jón Gnarr hefur setið lengst allra sem borgarstjóri síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hætti og telur sig ekki hafa smitast af veikinni sem hann ætlaði að lækna. Í samtali við Stíg Helgason gagnrýnir hann nágrannasveitarfélögin fyrir að víkja sér undan ábyrgð. Ég er borgarstjóri allra Reykvíkinga, ekki bara afmarkaðs hóps af fólki sem er einhvers konar vinir mínir og kunningar. EKKERT ÓEÐLILEGT „Það fóru líka tveir starfsmenn borgarinnar í þessa ferð og fólk hefur spurt hvort það sé eðlilegt. Mér finnst það mjög eðlilegt og beinlínis mjög mikilvægt,” segir Jón um jómfrúarferð WOW Air til Parísar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Reykjavíkurborg hefur átt nokkuð erfitt með að halda fjárhagsáætlun. Jón segir gengisbreytingar hafa langmest áhrif á afkomu borgarsjóðs í gegnum lán Orkuveit- unnar. Reynt sé að gera ráð fyrir sveiflunum en það sé hægara sagt en gert. „Svo má reyndar líka nefna launahækkanir í kjölfar kjarasamninga. Þær höfðu gríðarleg áhrif síðast.“ Ráðist hefur verið í harkalegar aðgerðir innan Orkuveitunnar og Jón segir árangur- inn af þeim góðan. Meirihlutinn hafi verið heppinn með nýjan forstjóra, Bjarna Bjarna- son, og ákvarðanirnar hafi gefist vel, þótt þær hafi ekki verið þægilegar. Þó eigi enn eftir að ljúka nokkrum málum. „Til dæmis eignasalan. Menn vita hvernig okkur gekk að reyna að selja Perluna,“ segir hann og skellir upp úr. „Það gekk brösuglega, en það er hluti af aðgerðaráætluninni og við munum halda áfram að reyna að klára það.“ Um þessar mundir fer fram ítarleg úttekt á Orkuveitunni og það verði fróðlegt að sjá hvað kemur út úr henni. „Það er mikilvægt að hafa í huga að hlutfallslega er Orkuveit- an samsvarandi vandamál fyrir Reykjavíkurborg og bankarnir voru fyrir ríkið.“ Orkuveitan svipað vandamál og bankarnir voru fyrir ríkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.