Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 66
KYNNING − AUGLÝSINGSuðurland LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 20124 GULLFOSS ALLRA ÍSLENDINGA Gullfoss í Hvítá er fjölsóttasti foss á Íslandi og hluti af Gullna hringnum. Hann fellur í tveimur þrepum niður í Hvítárgljúfur, sem er tveir og hálfur kílómetri á breidd og allt að 70 metra djúpt. Fyrra þrepið er um 11 metrar en það seinna um 21 metri. Upp úr aldamótunum 1900 munaði minnstu að Gullfoss hefði verið virkjaður þegar erlendir aðilar eignuðust hann. Sigríður Tómasdóttir, eigandi og ábúandi í Brattholti, undi því ekki og hótaði meðal annars að fleygja sér í fossinn. Til þess kom þó ekki og höfðaði hún mál gegn þeim með aðstoð Sveins Björnssonar lögfræðings sem endaði með því að fossinn komst aftur í eigu Íslendinga. Sigríður og fjölskylda hennar lögðu fyrstu stígana við Gullfoss og leiðsögðu ferða- löngum um svæðið. Minnisvarði um Sigríði eftir Ríkharð Jónsson stendur í gljúfrinu við neðra bílastæðið. TOUR DE HVOLSVÖLLUR Hjólreiðakeppnin Tour de Hvolsvöllur verður haldin laugardaginn 7. júlí. Sveitar- félagið Rangárþing eystra stendur fyrir keppninni í samstarfi við hjólreiðanefnd ÍSÍ, LHM og fleiri aðila. Keppnin er opin öllum 14 ára og eldri. Keppt er í þremur vegalengdum hjá báðum kynjum; 110 kílómetra leið frá Reykjavík, 48 kílómetra leið frá Selfossi og 14 kílómetra leið frá Hellu. Hópnum verður sérstaklega fylgt að tvöföldun Suðurlands- vegar en björgunarsveitin Dagrenning fylgir hópnum á Hvolsvöll þar sem allar keppnis- leiðir enda. Einnig er boðið upp á hjólakeppni og þrautabrautir fyrir börn og unglinga á Hvolsvelli. Tímataka er á keppnisleiðunum frá Reykjavík og Selfossi og eru veitt verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti á 110 kílómetra leiðinni í hvorum flokki fyrir báðar leiðirnar. Skráning í keppnina hefst um miðjan júní og verður hægt að skrá sig til 5. júlí á vefnum Hvols- vollur.is. Keppnin var fyrst haldin árið 1993 og árlega lengi vel eftir það. Hún lagðist af um tíma en var endurvakin í fyrra. Þá tóku 120 manns þátt í keppninni sem var framar öllum vonum skipuleggj- enda. Keppendum verður boðið upp á léttar veitingar að lokinni keppni í keppnistjaldi á mið- bæjartúninu. Tíu kílómetra frá Stokkseyri er Farfuglaheimilið í Gaulverja- skóla. Eigendur þess, Oddný Guð- mundsdóttir og Gestur Kristins- son, bjóða upp á fjölbreytta gisti- möguleika. „Við erum með allt frá einstaklingsherbergjum til fjöl- skylduherbergja með uppá búnum rúmum kjósi fólk svo. Einnig bjóðum við svefnpokapláss fyrir hópa en alls er gistipláss fyrir 29 manns hjá okkur. Svo er hægt að biðja um morgunverð eða léttan kvöldverð. Ég á alltaf íslenska kjöt- súpu fyrir gestina,“ segir Oddný. Elduna raðstaða fyrir gesti er í sér- húsi þannig að aldrei er matarlykt í herbergjunum. Félagsheimilið Félagslundur og Gaulverja bæjar- kirkja eru rétt við gisti heimilið og er farfuglaheimilið því til- valið fyrir margs konar viðburði. „ Hingað hafa komið gamlir skóla- félagar og grillað saman og gist, leshópar og fundir verið haldnir, steggja- og gæsahópar hafa komið og svo er nýbúið að vera brúðkaup í kirkjunni. Þá var út búin brúðar- svíta og veislan var hjá okkur. Nú um helgina er svo ættar mót.“ Gríðarlega fallegt útsýni er frá Gaulverjaskóla; Hekla, Eyjafjalla- jökull og fjöllin úti á Reykjanesi. Stutt er í alla þjónustu og fjöl- breytta afþreyingu víða að finna á svæðinu; hestaleigur, söfn, kajak- ferðir og frábæra veitingastaði. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu gistiheimilisins www. south–hostel.is. Flott farfuglaheimili Farfuglaheimilið í Gaulverja-skóla er kjörið fyrir ýmiss konar viðburði. Þar er meðal annars að finna kirkju, félags- heimili, matsal, fjölbreytta afþreyingu allt í kring og víðáttumikla náttúru. F ÍT O N / S ÍA Meiri spenna en nokkru sinni fyrr • júní 2012 FRÁBÆRIR LEIKIR í JúNI #BESTASÆTIÐ VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 HORFÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER. Í bústaðnum • í snjallsímanum • á spjaldtölvunni • í tölvunni Fjöldi magnaðra úrslitaleikja bestu liðanna Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar um allt land Misstu ekki af Formúlunni í Montreal og Valencia Beinar útsendingar og markaþáttur strax á eftir Golf í allt sumar Sigurður Elvar, Þorsteinn Hallgríms og Logi Bergmann með golfþætti á þriðjudögum í allt sumar NBA úrslitakeppnin F1 Sumarmótin Borgunar-bikarinn Efsta deild hefur aldrei verið eins jöfn og spennandi. Sjáðu leikina í beinni og Pepsi mörkin eftir hverja umferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.