Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 18
9. júní 2012 LAUGARDAGUR18 E rla Björk heilsar okkur á skrifstofu sinni á þriðju hæð í hinu virðulega skólahúsi á Hólum. Hillurnar eru tómlegar enn, enda er þetta annar dagur hennar í emb- ætti rektors, þeim fyrsta varði hún í fundahöld í höfuðborginni. Hún er snaggaraleg í hreyfingum þegar hún grípur hlut af borðinu og sýnir okkur. „Þetta er veldissprotinn, tákn fyrir embætti Hólarektors og mér finnst það yndislegt, enda er ég uppalin við kindur,“ segir hún kank- vís og lyftir brennijárni sem notað var til að merkja sauðfé staðarins á hornunum, meðan þar var búnað- arskóli. Erla kveðst hafa tekið við járninu úr hendi Skúla Skúlasonar, fyrrverandi rektors, er hann lét af embætti eftir 13 ára skólastjórn, og ætla að varðveita það vel. Einstök upplifun að flytja að Hólum Við Erla Björk ákveðum að ganga út í góða veðrið og spjalla saman. Skammt frá skólahúsinu er bú staður hennar, að Prestssæti númer 12, sem heitir eftir litlum hól sem sagan segir að prestur staðarins hafi notað sem sæti til íhugunar. Þaðan er góð yfirsýn yfir sveitina. Nú er flagg- stöng á hólnum og þar mun Erla Björk draga íslenska fánann að húni þegar tilefni gefast. Leið okkar liggur með fram veit- ingastaðnum Undir byrðunni og niður í blómskrýdda brekku ofan við kirkjuna. Innt í byrjun eftir tengslum sínum við Hóla svarar Erla Björk. „Ég hafði engin tengsl við Hóla en þau mynduðust um leið og ég flutti á staðinn. Áður en ég sótti um hafði ég aðeins komið hingað einu sinni og áður en ég tók starfinu hafði ég komið tvisvar, þar sem ég kom í atvinnuviðtal.“ Erla Björk kveðst ekki einu sinni eiga ættir að rekja í Skagafjörðinn heldur vera Borgfirðingur, fædd og uppalin á Sigmundarstöðum í Þver- árhlíð. „Ég gekk á grasi í uppvext- inum og það var mögnuð upplifun að flytja aftur í sveit. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu hversu jákvæð hún var. Þó fer ég oft að Sigmundar- stöðum því einn bræðra minna er þar bóndi,“ segir hún og bætir við: „En hingað kem ég af Snæfellsnesi og þar er einnig fögur náttúra.“ Áhuginn er brennandi Erla Björk er sjávarlíffræðingur að mennt og hefur frá árinu 2006 verið forstöðumaður Varar – Sjávar- rannsóknarseturs við Breiðafjörð. Hún lauk doktorsnámi við Texas A&M University árið 2002 og á ferilskránni eru rannsóknarstörf í Bandaríkjunum, við Háskóla Íslands og á Keldum. En hvað hefur sjávarlíffræðingur að gera svona langt inni í dal? Starf mitt sem rektor snýst ekki um sjávarlíffræði en áhugi minn á starfinu tengist henni samt því við skólann eru fiskeldis- og fiska- líffræðideild. Verið á Sauðárkróki er frábært rannsóknarumhverfi í fiskifræði, vatna- og sjávarlíf- fræði og tengist Hólaskóla. En ég hef líka átt hest og mér þykir hesta- fræðin sem hér er kennd spenn- andi fag og ferðamálafræðin sem boðið er upp á er fræðigrein sem á eftir að skipta verulega miklu máli næstu áratugi fyrir íslenskt sam- félag. Ég hef sem sagt brennandi áhuga á þeim greinum sem hér eru kenndar og sú stjórnunar-og rekstrarreynsla sem ég hef úr Vör er veganesti sem á eftir að nýtast mér. Hlutverk rektors er að skapa umgjörð fyrir aðra í því sem þeir geta gert best, eða þannig lít ég á það. Hér er sterkt teymi einstak- linga sem hefur starfað að kennslu og stjórnun, ég er nýgræðingurinn, blaut á bak við eyrun og samstarfs- fólkið er reynsluboltarnir. Ég þarf því að læra hjá öðrum en eitt af því sem hjálpar mér í því er að ég hef eldmóð og held að þetta verði mjög skemmtilegt.“ Stolt af að vera kona Sjálf gerir Erla Björk ekkert mikið úr því að vera fyrsta konan til að taka að sér stjórn Hólaskóla, sem er 130 ára og byggir á 906 ára sögu skóla- og menningarstarfs á Hólum. „Jú, ég er sjálfsagt fyrst kvenna til að stýra hér skóla, öðrum en grunn- og leikskóla, en vonandi fer það að hætta að vera frétt þó kona taki við einhverju embætti. Skúli Skúla- son, forveri minn, var fyrsti rektor Háskólans á Hólum og ég er annar svo það er 1/1. Ef ég man rétt eru þrír af sjö rektorum nú konur. Það er jákvætt og sýnir að við getum gert það sem við viljum. Ef mín ráðning verður til þess að ein hverjir sjá það í nýju ljósi þá er það gott. Ég mun viljandi draga það fram í mínu starfi að ég er kona, því ég er stolt af því. Það eru fleiri konur en karlar í háskólanámi í dag. Mér finnst gaman að velta þeirri þróun fyrir mér. Það veitir manni innsýn í þá gerjun sem er í samfélaginu, hvað fólk velur sér til að hafa fyrir stafni.“ Reksturinn í réttum farvegi Erla Björk segir námið á Hólum svolítið öðruvísi en í flestum öðrum háskólum landsins, stór hluti þess byggi á verklegum greinum og drjúgur hluti ferðamálafræði- nemanna sé í fjarnámi. Samt búi fjöldi fólks á Hólum yfir veturinn. „Hólar eru magnaður staður, sögu- lega mikilvægur og enn í dag bæði táknrænn og lifandi. Hér eru til dæmis haldnir tónleikar í kirkjunni á hverjum sunnudegi yfir sumar- tímann. Fólki er virkilega annt um að viðhalda menningunni hér enda Táknrænn og lifandi staður Skagafjörður skein við sólu þegar Gunnþóra Gunnarsdóttir og Gunnar V. Andrésson ljósmyndari brunuðu heim að Hólum til fundar við nýjan háskólarektor, Erlu Björk Örnólfsdóttur, fyrstu konuna í embætti stjórnanda Hólaskóla í 130 ára sögu hans. REKTORINN „Ég mun viljandi draga það fram í mínu starfi að ég er kona, því ég er stolt af því,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hólar munu hafa byggst um miðja 11. öld úr landnámsjörð- inni Hofi en hana byggði Hjalti Þórðarson. Því heitir dalurinn Hjaltadalur. Oxi Hjaltason bjó á Hólum um miðja 11. öld. Hann lét gera kirkju mikla. Um 1100 átti Illugi Bjarnason jörðina og hann gaf Hóla til biskupsseturs. Fyrsti biskupinn á Hólum, Jón Ögmundsson helgi, tók vígslu árið 1106 og hélt á staðnum skóla fyrir prestsefni sem kallaður var Hólaskóli. Frá tíð Jóns Ögmunds- sonar er orðtakið „heim að Hólum“ sem síðan hefur lifað á vörum Íslendinga. Skagafjarðarsýsla keypti Hóla árið 1981 og ári síðar var stofnaður þar búnaðarskóli en árið 2003 fékk Hólaskóli heimild til að starfa sem háskólastofnun og vera með fullt nám til fyrstu háskólagráðu. Árið 2007 voru samþykkt lög sem styrktu starf skólans og veittu honum heimild til að útskrifa masters- og doktorsnema. Nú eru kenndar ferðamálafræði, fiskeldis- og fiskalíffræði við Hólaskóla og stundað víðtækt vísindastarf. Heimild/www.holar.is er þetta biskupssetur og skóli. Hér eru bæði grunnskóli og leikskóli og það er jákvætt fyrir barnafólk sem kemur hingað til náms eða starfa.“ Fjárhagur Hólaskóla – Háskólans á Hólum var á tímabili í umræðu vegna erfiðrar stöðu. Þurfti ekki hugrekki til að sækja um rektors- stöðuna í ljósi þeirrar staðreyndar? „Nei, reksturinn er erfiður eins og víða annars staðar en í réttum far- vegi því á undanförnum árum hefur verið unnið gott starf,“ segir hún og bætir við brosandi. „En ég ætla ekk- ert að draga úr því að ég sé bjartsýn kona. Því mótmæli ég ekki.“ Fjarbúð en samt nærbúð Einkalífið er eitt af því sem ber á góma í brekkunni og í ljós kemur að Erla Björk á unnusta í Reykjavík. Hann er starfsmaður Varar, vinnur verkefni sitt hjá Matís og verður þar áfram, að minnsta kosti út næsta ár, að hennar sögn. „Við höfum verið fjarbýlisfólk milli landa og stundum milli heimsálfa, svo okkur finnst bara lúxus að vera fjarbýlis- fólk á Íslandi,“ segir hún glaðlega og kveðst ekki ætla að fjarstýra skólan- um því það sé hugmyndafræði sem ekki virki að hennar mati. „Starfs- fólk Hólaskóla er búsett á staðnum og víða í sveitinni. Það tryggir hér ákveðið samfélag og samheldni. Ég tel ríkidæmi fyrir skólann að hafa kjarna af heimafólki. Þá verður þetta bústaður fólks en ekki ver- stöð. Í verstöðvum kemur fólk og fer og lætur sig síður varða orð- spor, vöxt og viðgang staðarins, en ef það byggi þar. Þess vegna ætla ég að vera hér þó minn sam- býlingur verði í Reykjavík. Ég mun kjaga hér um, kannski verð ég ein- hvern tímann komin upp að hnjám og enda sem moldvarpa á Hólum,“ segir þessi knáa kona hlæjandi. Að því sögðu stöndum við upp, röltum upp á hlað og kveðjumst á stéttinni. SKÓLI Í RÚM 900 ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.