Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 65
KYNNING − AUGLÝSING Suðurland9. JÚNÍ 2012 LAUGARDAGUR 3 Bílar og fólk ehf. er ungt og öflugt fyrirtæki á sviði hóp-ferða, sérleyfisaksturs og fólksflutninga. Fyrirtækið hefur starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri og býður upp á úrval spennandi ferða fyrir erlenda og innlenda ferðamenn hér lendis undir nafninu Sterna. Drengur Óli Þorsteinsson, markaðs- og kynningarfulltrúi, og Óskar Stef- ánsson framkvæmdastjóri segja fyrir tækið bjóða upp á flesta vin- sælustu áfangastaði landsins. „Við bjóðum upp á áætlunar- ferðir og hópferðir til flestra vin- sælustu áfangastaða landsins en fyrst og fremst er Hringmiðinn okkar vinsælastur. Hring miðinn gefur ferða mönnum kost á að ferðast hringinn um landið eða taka smærri svæði, til dæmis Snæ- fellsnesið og Snæfellsþjóðgarð, Vesturland og Vestfirði og Gullna hringinn. Þeir eru ekki bundnir farartækinu heldur geta stokkið úr og inn í bílinn þegar þeim hentar.“ Hringmiðinn gildir yfir sumar- mánuðina þrjá og gefur því ferða- mönnum mikið frelsi varðandi skipulag ferðalags innan lands. Kjölur og Kerlingarfjöll vinsæl Vinsælasta ferð Sterna er Austur- hringur um Kjöl. Um er að ræða hringmiða yfir Kjöl og austur fyrir landið. Þessi ferð býður upp á mikla möguleika á að heimsækja vinsæla áfangastaði á há lendinu, t i l dæmis Kerlingarf jöl l en Drengur segir mikinn vöxt vera á ferðum um Kjöl. „Þar skipta miklu máli auknar vinsældir Kerlingar- fjalla sem eru að verða gríðar- lega vinsæll áfangastaður. Hann er ekkert síðri en aðrir frægir og meira markaðssettir áfangastaðir hérlendis, til dæmis Landmanna- laugar.“ Að öðru leyti segir hann vinsælustu áfangastaðina vera þessa hefðbundnu ferðamanna- staði. Þar segir hann Suður landið vega þungt enda mestur fjölda ferða í þeim landsfjórðungi og skoðunarferðir um Suðurlandið vera almennt gríðarlega vinsælar. Nær allir viðskiptavinir Sterna eru erlendir ferðamenn. Þjóð verjar eru fjölmennastir og hafa verið það frá árinu 2006. Ferðamönnum frá öðrum þjóðum fjölgar einnig að sögn Óskars og má þar helst nefna Frakkland, Bandaríkin og Norður- löndin. „Frakkar eru duglegir að nýta sér Hringmiðana og koma hér tugir saman enda vanir lestar- miðum frá heimalandinu. Síðan sjáum við aukningu ferðamanna frá Suðaustur-Asíu, til dæmis frá Singapúr, Taívan, Japan og Hong Kong. Asíubúar nýta sér mikið pantanir á netinu.“ Hótað lögbanni Bílar og fólk hefur vaxið hratt og örugglega undanfarin ár. Í upp- hafi átti fyrirtækið tvær rútur en í dag ræður fyrirtækið yfir þrjá- tíu rútum af öllum stærðum og gerðum. Fyrirtækið er einnig með fjölda samstarfsaðila í ferðum sínum, til dæmis á Vestfjörðum, Breiðafirði og í ferðum milli Akur- eyrar og Egilsstaða. Sterna hefur um árabil keyrt gömlu sér leyfin á Suðurlandi. Árið 2011 missti fyrirtækið þó sérleyfi sitt þar til Strætó bs. Óskar og Drengur segja ákvæði hafa verið í fyrri samningi þess efnis að hægt væri að framlengja sérleyfinu til þeirra en Sambönd sveitar- félaga hafi kosið að semja frekar við Strætó bs. Nú situr Sterna Travel, sem fyrirtækið Bílar og fólk keyrir fyrir, undir hótunum um lögbann að sögn Óskars og Drengs. „Margir viðskiptasamn- ingar eru í húfi, meðal annars við ferðaþjónustuaðila á Suður- landinu verði lögbannið sam- þykkt. Þó það beinist ekki gegn Bílum og fólki ehf. beint þá lætur það fá fyrirtæki ósnortin sem veita þjónustu í sambandi við til dæmis hringmiðana.“ Frjáls og óbundinn með langferðabílum Sternu Vinsælustu áfangastaðir landsins eru í boði hjá Sternu. Hringmiðinn gerir ferðalöngum kleift að stjórna ferðalagi sínu sjálfir. Drengur Óla Þorsteinsson markaðs- og kynningarfulltrúi og Óskar Stefánsson fram- kvæmdastjóri. MYND/ANTON BRINK Kerlingarfjöll eru að verða gríðarlega vinsæll áfangastaður að sögn Drengs Óla Þorsteinssonar, markaðs- og kynningarfulltrúa Bíla og fólks ehf. MYND/ÚR EINKASAFNI Bílar og fólk ehf. ræður yfir 30 rútum af öllum stærðum og gerðum. Fyrirtækið keyrir á flesta vinsælustu ferðamannastaði landsins. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Margir viðskipta- samningar eru í húfi, meðal annars við ferðaþjónustuaðila á Suðurlandinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.