Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 72
9. júní 2012 LAUGARDAGUR36 timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR frá Hnappavöllum í Öræfum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 30. maí sl. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þann 11. júní nk. kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á FAAS, Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Jónína G. Elíasdóttir Hamré Bengt Hamré Gísli Þ. Elíasson A. Þórey Ólafsdóttir Ingibjörg H. Elíasdóttir Árni G. Sigurðsson Guðni K. Elíasson Valgerður Sveinbjörnsdóttir Sigurbjörn Elíasson Brynja Jónsdóttir barnabörn og langömmubörn. 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar, HÁKONAR KRISTINSSONAR vélsmiðs, Innri-Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Garðvangs, Garði, fyrir góða umönnun. Þorsteinn Hákonarson Kristín Tryggvadóttir Stefanía Hákonardóttir Sigurbjörn Júlíus Hallsson Bryndís Hákonardóttir Steinunn Hákonardóttir Elvar Ágústsson Guðfinna Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GESTSDÓTTIR Flókagötu 4, Reykjavík, verður jarðsungin mánudaginn 11. júní kl. 11.00 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Valborg Sigurðardóttir Svavar Sölvason Gestur Þór Sigurðsson Vilborg Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS B. HÁKONARSONAR Strikinu 4, Garðabæ. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir Hákon Gunnarsson Guðný Helgadóttir Helga Gunnarsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Unnar Reynisson Hrefna Gunnarsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður og afa, MÁS HALLGRÍMSSONAR. Sigríður Másdóttir Gunnar Auðólfsson Auðólfur Már Gunnarsson Árni Karl Gunnarsson Ásgeir Hrafn Gunnarsson Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, REYNIS ÍSFELDS KJARTANSSONAR Klapparstíg 1, Reykjavík. Kristín Hauksdóttir Pálína Reynisdóttir Helgi Pálsson Kristbjörn Ísfeld Reynisson Ásbjörg Þórhallsdóttir Petrína Erla Reynisdóttir Hilmar Hafsteinn Gunnarsson Guðrún Sigríður Reynisdóttir Sigurður Þorvaldsson Jóhann Ísfeld Reynisson Steinunn Snorradóttir Bryndís Reynisdóttir Halldór Jörgensson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar og vinur, BJÖRGVIN HERMANNSSON húsgagnasmíðameistari, Boðahlein 22, Garðabæ, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 24. maí. Útför hans verður gerð frá Háteigskirkju mánudaginn 11. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Vilhjálmur Pétur Björgvinsson Hermann Björgvinsson Sigríður Jóhannsdóttir Ástkær móðir okkar, ANNA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Hvammi, Heimili aldraðra á Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 5. júní. Elín Sigtryggsdóttir Guðrún Sigtryggsdóttir Albert Sigtryggsson Bjarni Sveinsson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN JÓNA JÓHANNSDÓTTIR Boðahlein 8, Garðabæ, sem lést sunnudaginn 3. júní, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju mánudaginn 11. júní kl. 13.00. Símon Þór Waagfjörð Kristín Sigríður Vogfjörð Jónína Waagfjörð Gunnar S. Sigurðsson Jóhanna Waagfjörð Páll K. Pálsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir og afi, SIGURJÓN ÁRDAL ANTONSSON frá Ytri-Á, Sléttuvegi 13, lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 4. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. júní kl. 13.00. Sesselja Friðriksdóttir Friðrik Örn Egilsson Helga Björk Bragadóttir Þráinn Vigfússon Svava Liv Edgarsdóttir Hannes Hlífar Stefánsson og barnabörn. Íslenskir útvarpshlustendur þekkja vel rödd Guðna Más Henningssonar og áhuga hans á tónlist. Hitt vita færri að hann er sjálfur í hljómsveit sem heitir Tass sem er gefa út sinn fyrsta geisla- disk. „Þetta getur maður á elliárunum,“ segir hann hlæjandi og vísar þar til þess að hann er sextugur í dag. Kveðst seint munu kalla sig tónlistarmann – líklegast aldrei. „En ég fæ að berja trommur og önnur ásláttarhljóðfæri með hljómsveit- inni minni og svo fæ ég að berja saman texta fyrir hana líka,“ segir hann glað- lega og gerir nánari grein fyrir sveit- inni og því sem hún er að bralla. „Tass er sjö manna band með fólki á aldrinum tuttugu og þriggja ára til sextugs og tónlistin er blanda af rokki og kassagítar og einhverju fleiru. Geimsteinn gefur út diskinn okkar sem nefnist Almúgamenn og allt efni á honum er frumsamið. Tónlistin er að mestu eftir Birgi Henningsson og textar allir eftir mig. Svo verða útgáfu- tónleikar í Salnum í Kópavogi í kvöld, Hreimur Örn úr Landi og sonum og Rúnar Þór fá að hita upp fyrir okkur. Svona held ég upp á sextugsafmælið því veisla er ekki alveg minn tebolli.“ Guðni Már ólst upp í Bústaðahverf- inu, „í Víkingshverfinu,“ tekur hann fram „og spilaði fótbolta með Víkingi þar til ég varð tólf ára.“ Hann tekur for- vitni um fólkið sitt með umburðarlyndi. „Móðir mín hét Greta Sólveig Stefáns- dóttir og faðir minn heitir Henning Elísberg. Ég á dóttur sem er 18 ára, Katrínu Ísafold, sem var fyrir stuttu að gera mig að afa og svo á ég sjálfur sjö mánaða gamla dóttur sem heitir Steina Elína. Maður er ekki dauður úr öllum æðum,“ segir hann stoltur, kveðst giftur maður og búa í Vogum á Vatns- leysuströnd. „Ég er búinn að finna tilgang minn í lífinu, það er að brúa kynslóðabil á öllum stöðum. Ég er með ungabarn, er með unglingum í hljómsveit og spila bæði unglingarokk í útvarpinu og eldri tónlist. Ég er tiltölulega sprækur en ekki alveg eins fljótur upp tröppurnar í Ríkisútvarpinu og ég var fyrir tæpum tuttugu árum, þegar ég byrjaði.“ Í framhaldinu rifjar hann upp ráðningu sína hjá útvarpinu sem bar brátt að, akkúrat sama dag og eldri dóttir hans fæddist. „Það var 3. maí 1994. Þegar ég var að koma heim af fæðingardeildinni þurfti ég að hlaupa upp stigann því ég heyrði símann hringja, þá var það Magnús R. Einarsson að bjóða mér vinnu. Ég fór strax og skrifaði undir samning og svo byrjaði ég eitthvað seinna, þá á næturvöktum og er á þeim enn. Ég var líka á fullu í Popplandinu í nokkur ár en nú er ég í loftinu á sunnu- dögum eftir hádegið og svo á föstudags og þriðjudagskvöldum. Ég held ég sé búinn að taka við hlutverki Jónasar Jónassonar sem öldungurinn í húsinu,“ segir Guðni Már og kveðst þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Jónasi, Jóni Múla, Ástu Ragnheiði og Gerði G. Bjarklind sem hann hafi verið búinn að hlusta á í áratugi. „Þetta voru stjörnur í mínum huga og mér finnst ég heppn- asti maður á jarðríki.“ gun@frettabladid.is GUÐNI MÁR HENNINGSSON: FAGNAR SEXTUGSAFMÆLI MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKUM Réði sig á RÚV sama dag og eldri dóttir hans fæddist AFMÆLISBARNIÐ OG ROKKARINN Ég fæ að berja trommur og önnur ásláttarhljóðfæri með hljómsveitinni minni og svo fæ ég að berja saman texta fyrir hana líka,“ segir Guðni Már Henn- ingsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON prófessor (1924-1995) var fæddur þennan dag. „Lifandi augnablik er frjálst augnablik, hvorki fyrirfram ákvarðað af blindum örlögum né steypt í mót fortíðarinnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.