Fréttablaðið - 09.06.2012, Side 8

Fréttablaðið - 09.06.2012, Side 8
9. júní 2012 LAUGARDAGUR8 1. Hvað heitir forseti Sýrlands? 2. Eftir hvern er bókin Örlaga- borgin, sem er nýútkomin? 3. Með hvaða liði spilar Rúnar Kárason á næstu leiktíð? SVÖR 1. Bashar Assad 2. Einar Má Jónsson sagnfræðing 3. Grosswaldstadt VIÐSKIPTI Upplýsingatæknifyrir- tækið Advania hefur ákveðið að bregðast við skorti á fólki með þekkingu á bæði upplýsingatækni og viðskiptafræði með því að ráða til sín 10 til 20 reynsluminni ein- staklinga sem verða fyrsta starfs- ár sitt þjálfaðir í að vinna ráð- gjafastörf fyrir fyrirtækið. „Þetta kemur þannig til að fólk með menntun og þekkingu á bæði upplýsingatækni og viðskipta- fræði er einfaldlega ekki á lausu hér heima. Bestu ráðgjafarnir okkar eru því þeir ráðgjafar sem við höfum þjálfað hér innanhúss og hafa þá bakgrunn úr annarri áttinni,“ segir Stefán Hrafn Haga- lín, forstöðumaður samskipta- sviðs Advania. Stefán segir nokkuð þessu líkt ekki hafa verið gert í íslenska upplýsingatæknigeiranum áður. „Neyðin kennir nöktum nörd að spinna og við ákváðum að leysa þetta vandamál svona. Þá kemur þetta líka til vegna þess að er- lendum verkefnum okkar hefur fjölgað mikið og nú er svo komið að við getum hæglega bætt við okkur 20 einstaklingum,“ segir Stefán. Advania hóf að auglýsa störfin í síðustu viku en 10 til 20 ein- staklingar verða ráðnir. Að sögn Stefáns hafa á þriðja hundrað umsóknir þegar borist. Aðspurður hvort Advania óttist að starfsmennirnir færi sig annað þegar þjálfuninni er lokið svarar Ægir Már Þórisson, mannauðs- stjóri: „Ekki meira í þessu til- felli en með aðra starfsmenn. Það er hins vegar okkar áskorun á hverjum degi að halda í það góða fólk sem vinnur hér. Þess vegna reynum við að tryggja að aðbún- aður og aðstaða sé fyrsta flokks.“ - mþl Skortur á starfsmönnum með þekkingu á bæði upplýsingatækni og viðskiptafræði: Advania hyggst þjálfa upp nýja sérfræðinga PI PA R\ TB W A \ S ÍA 1 21 55 6 Stofnfrumur á mannamáli Opið málþing fyrir almenning um stofnfrumur og notkun þeirra í læknavísindum – Hátíðasal Háskóla Íslands, í dag, 9. júní kl. 13.30–15. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fundarstjórar: Tómas Guðbjartsson og Magnús Karl Magnússon 13.30–13.45 Hvað eru stofnfrumur? Þórarinn Guðjónsson, dósent við Læknadeild HÍ. 13.45–14.10 Notkun stofnfruma í lækningum og rannsóknir hérlendis. Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild HÍ. 14.10–14.30 Fyrsta ígræðsla á gervibarka með stofnfrumum. Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild HÍ. 14.30–15.00 Pallborðsumræður með þátttöku frummælenda og Andemariam T. Beyene, barkaþega og jarðfræðings. 320 km Karachi Islamabad 607/993 378/536 369/725 274/314 9 3 11 7 12 6 4 33 53 70 22 118 62/173 89/ 112 Quetta Khyber Pakhtunkhwa Bagram Árásir ómannaðra flugfara í Pakistan Kabúl A F G A N I S T A N P A K I S T A N Fjöldi árása Fjöldi dauðsfalla lágmark/hámark Leiðtogar felldir Forsetatíð George W. Bush Forsetatíð Baracks Obama Ba lú ki st an Ír an Arabíuhaf Ættbálkahéruðin Landa- mæri yfir- ráða- svæða 2004-07 2008 2009 2010 2011 2012 PAKISTAN „Árásir ómannaðra flug- fara vekja spurningar um hvort slíkt samræmist alþjóðalögum,“ segir Navi Pillay, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur verið í Pakistan undan farið til að afla sér gagna, og ráðleggur Pakistönum meðal annars að fá sérlegan ráðgjafa Sameinuðu þjóðanna um skyndi- og gerræðisaftökur til að rannsaka sumar árásirnar. Á síðustu árum hafa Bandaríkja- menn í æ ríkari mæli beitt ómönn- uðum flugförum til þess að gera árásir á „hernaðarleg skotmörk“ í Pakistan, en slík skotmörk eru yfirleitt hús eða staðir þar sem lykilmenn í liði uppreisnarmanna eða hryðjuverkasamtaka eru taldir vera staddir. Pakistönsk stjórnvöld hafa harð- lega gagnrýnt þessar árásir, bæði vegna þess að með þeim sé brotið gegn fullveldisrétti landsins og einnig vegna þess að margir almennir borgarar láti lífið í þessum árásum. Samkvæmt athugunum samtaka breskra rannsóknarblaðamanna, The Bureau of Investigative Journ- alism, hafa árásir ómannaðra flug- fara í Pakistan síðustu átta árin samtals kostað 2.464 manns lífið, en af þeim voru 484 almennir borg- arar, saklausir af tengslum við uppreisnar- eða hryðjuverkamenn. Tölur þessar eru samt nokkuð á reiki og hlutfall almennra borgara er ekki tekið með í töflunni hér til hliðar, sem byggð er á samantekt bandarísku rannsóknarstofnunar- innar New America Foundation, en sú stofnun áætlar að mann- fall almennra borgara hafi verið á bilinu 293 til 471. Pillay sagði engan vafa leika á að árásir með ómönnuðum flug förum, eða flygildum, hljóti að teljast mannréttindabrot: „Ég lít svo á að undir öllum kringum stæðum sé það mannréttindabrot þegar almennir borgarar eru drepnir og særðir án manngreinarálits.“ Hún lýsti einnig áhyggjum af því að slíkar árásir séu hvorki háðar borgaralegu né hernaðarlegu eftir- liti. Til dæmis sé erfitt að sjá hver beri ábyrgðina á því, hvort árásirn- ar séu í samræmi við alþjóðalög, þegar framkvæmd þeirra er ekki undir stjórn yfirmanna hersins. Það er bandaríska leyniþjónust- an CIA, en ekki Bandaríkjaher, sem sér um framkvæmd árása með ómönnuðu flugförunum og það eitt flækir verulega alla umræðu um lögmæti þeirra samkvæmt alþjóð- legum samningum um framferði í stríðsrekstri. gudsteinn@frettabladid.is Dregur í efa lögmætið Árásir Bandaríkjamanna með ómönnuðum flugför- um hafa kostað hundruð almennra borgara lífið í Pakistan síðustu átta ár. Mannréttindafulltrúi Sam- einuðu þjóðanna segir óljóst um lögmæti þeirra. Sjálfsvígstíðni meðal bandarískra hermanna hefur aukist mjög á þessu ári. Nú er svo komið að fleiri hermenn falla fyrir eigin hendi en í átökum eða árásum óvina. Að meðaltali hefur nærri einn bandarískur hermaður svipt sig lífi á dag það sem af er árinu. Frá sama tíma á síðasta ári hefur sjálfsvígum í bandaríska hernum fjölgað um 18 prósent. Fleiri falla fyrir eigin hendi en óvina VIÐSKIPTI Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur samið við þýsk-írska bankann Depfa um breytingar á afborgunum 4,9 milljarða króna láns sem var á gjalddaga á árinu 2016. Samkvæmt samkomulaginu verður meginhluti afborgana á árunum 2023 til 2025 í staðinn. Stórir gjalddagar upp á samtals hátt í 100 milljarða króna bíða OR á næstu fimm árum en fyrirtækið hefur undanfarið reynt að lengja í lánunum samhliða hagræðingu. Nýverið var tilkynnt að samið hefði verið við belgíska bankann Dexia um að fresta gjalddögum frá næsta ári til ársloka 2015. Að sögn Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, eru samningarnir við Depfa og Dexia til merkis um að traust á fyrirtækinu hefur aukist á fjármálamörkuðum á síðustu vikum og mánuðum. - mþl Lánalínur að opnast hjá OR: OR seinkar aft- ur gjalddögum REYKJAVÍK Reykjavíkurborg ætlar að kaupa Alliance-húsið á Granda- garði ásamt meðfylgjandi lóðar- réttindum. Kaupverð er 340 millj- ónir króna fyrir lóðina alla, sem er 3.569 fermetrar. Borgarráð samþykkti þetta á fundi sínum á fimmtudag. Áætlað er að leigja fyrstu hæð hússins Sögusafninu Perlunni næstu 25 árin og gekk Reykja- víkurborg inn í kaupsamning sem Sögusafnið hafði gert við eiganda hússins, Inn Fjárfestingu, að því er fram kemur í tilkynningu. Alliance-húsið er friðað að ytra byrði og hyggst borgin gera það upp að utan. Ákveðið hefur verið að það verði nýtt fyrir menningar- tengda starfsemi. Húsið var reist á árunum 1924 til 1925 til að hýsa umfangsmikla starfsemi útgerðarfyrirtækisins Alliance sem var stofnað af Thor Jensen og fleirum. Reykjavíkur- borg vinnur nú að rammaskipulagi fyrir hafnarsvæðið. - sv Reykjavíkurborg kaupir gamla Alliance-húsið: Borgar 340 milljónir og hyggst gera upp VERÐUR GERT UPP Sögufélagið Perlan mun leigja fyrstu hæð hússins af Reykjavíkurborg. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VEISTU SVARIÐ? Ég lít svo á að undir öllum kringumstæðum sé það mannréttindabrot þegar almennir borgarar eru drepnir. NAVI PILLAY MANNRÉTTINDAFULLTRÚI S.Þ. Neyðin kennir nökt- um nörd að spinna. STEFÁN HRAFN HAGALÍN FORSTÖÐUMAÐUR SAMSKIPTASVIÐS ADVANIA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.