Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 10
9. júní 2012 LAUGARDAGUR10 HAFRANNSÓKNASTOFNUN: Ástand fiskistofna, aflahorfur og veiðiráðgjöf Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Þorskveiði á næsta fisk- veiðiári verður aukin um 19 þúsund tonn verði ráðgjöf fylgt. Innan seilingar er 250 þúsund tonna þorskkvóti verði haldið rétt á spilun- um. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að ástand ýsustofnsins er ískyggilegt og veiðibann er ekki fjar- lægur möguleiki. Hafrannsóknastofnun kynnti í gær niðurstöður sínar um ástand fiski- stofna, aflahorfur og veiðiráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Fyrst af öllu boðaði forstjórinn, Jóhann Sig- urjónsson, þau ánægjulegu tíðindi að samkvæmt gildandi aflareglu væri svigrúm til að auka afla- heimildir í þorski um 19 þúsund tonn; úr 177 þúsund tonnum í 196 þúsund tonn. Verulegur árangur niðurskurðar „Verulegur árangur hefur náðst með niðurskurðaraðgerðum í veiði á þorski. Það voru viðbrögð við válegu ástandi þorskstofnsins fyrir nokkrum árum. Hrygningar- stofninn hefur verið allt of lítill til skamms tíma en með þessum aðgerðum erum við að ná hrygn- ingarstofninum allverulega upp. Hann hefur ekki verið stærri um langt árabil.“ Jóhann lýsti því að tekist hefur að ná upp þremur meðalsterkum árgöngum sem bera munu uppi veiðina á komandi árum. Í sögu- legu samhengi höfum við haft um 176 milljón þriggja ára nýliða í stofninum en áætlanir gera ráð fyrir að á árunum 2001 til 2007 hafi þriggja ára nýliðar aðeins verið 120 milljónir nýliða. „En nú sjáum við þessa meðal- sterku árganga sem eru grunnur- inn að því að auka veiðina á kom- andi árum. Nú erum við líka komin með mun hærra hlutfall af átta ára og eldri fiski sem eykur marktækt líkurnar á því að við fáum sterka árganga á komandi árum,“ sagði Jóhann sem hafði við þetta að bæta að fiskurinn hefði greinilega meira æti. Hann er betur haldinn og ekki skal draga úr mikilvægi þess að loðnustofninn hefur braggast að miklum mun. „Það er ekki ólíklegt að veiðin verði komin í 250 þúsund tonn árið 2016. Þessi árangur er innan seilingar en það byggir á stöðugu aðhaldi og aga,“ sagði Jóhann. Ýsan á fallandi fæti Hafrannsóknastofnun leggur til að aflaheimildir í ýsu verði lækkaðar úr 45 þúsund tonnum í 32 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Rétt er að minna á að ýsuveiði árin 2003 til 2008 var 96 þúsund til 110 þús- und tonn. Sú veiði byggði á risaár- gangi ársins 2003 og þeirri stað- reynd að stofnstærð ýsu var í sögulegu hámarki á árunum 2004 til 2008. Hins vegar hafa árgangar síðustu fimm ára verið mjög litlir og á þeim mun veiði næstu ára byggja. Þetta er einfalt; ýsustofn- inn mun minnka verulega á næstu árum þegar árgangar 2008 til 2011 koma inn í veiðistofninn. „Það var gengið of skart fram í veiði á þessum sterku stofnum að okkar mati. Þegar stórir ár- gangar koma er skynsamlegt að dreifa veiðinni yfir lengra tímabil. Við erum að horfa á þá staðreynd að stofninn getur hreinlega farið niður fyrir hættumörk. Það getur leitt til þess að okkar ráðgjöf kalli á lokun veiða. Þetta er svo lé legur efniviður sem við höfum núna að þá má alveg segja að það séu blikur á lofti,“ sagði Jóhann. Björn Ævar Steinarsson, sviðs- stjóri veiðiráðgjafarsviðs, sagði enn fremur að veiði á ýsu, þegar ástandið var gott, skýri ekki hversu illa stofninn er staddur í dag. Þeirra skýringa verður að leita í náttúrunni. Í öðrum fréttum Hafrannsóknastofnun leggur til að hámarksafli ufsa á næsta fisk- veiðiári verði 49 þúsund tonn, sem er aukning um fjögur þús- und tonn frá fyrra ári. Aflamark á yfirstandandi fiskveiðiári er hins vegar sjö þúsund tonnum hærra en ráðgjöf Hafró sagði til um. Á vertíðinni 2011/2012 varð afli úr stofni íslensku sumargots- síldarinnar rúm 49 þúsund tonn. Fjórða árið í röð herjaði sýking á stofninn og er talið að um 14% veiðistofnsins hafi drepist af völdum hennar vorið 2012. Sterkar vísbendingar eru um að sýkingarfaraldurinn sé í rénun og horfur með stærð veiðistofnsins bjartari en undanfarin ár með til- komu sterkra, lítið sýktra árganga. Hrygningarstofninn árið 2012 er metinn 377 þúsund tonn. Lagt er til að aflinn verði miðaður við kjör- sókn og að hámarksafli verði 67 þúsund tonn. Mælt er með áframhaldandi banni við beinni sókn á lúðu og að reglugerð henni til verndunar verði áfram í gildi. Hvalveiðar Ástand hrefnustofnsins við Ísland er gott og stofnstærðin metin nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Haf- rannsóknastofnunin mælir með að árlegar veiðar nemi að hámarki 229 hrefnum á íslenska land- grunnssvæðinu og auk þess 121 hrefnu á svokölluðu Jan Mayen- undirsvæði, sem að hluta til er innan íslenskrar lögsögu. Niðurstöður talninga á lang- reyði frá 2007 benda til að heildar- stofninn á hafsvæðinu Austur- Grænland/ Ísland/Jan Mayen sé um 21 þúsund dýr, sem er svipað og niðurstöður úr talningum frá 1995 og 2001. Mælir Hafrann- sóknastofnunin með að ár legar veiðar á hefðbundnum hval- veiðimiðum vestan Íslands nemi að hámarki 154 langreyðum almanaks árin 2013 og 2014. Ískyggilegt ástand á ýsustofninum GOTT ÚTLIT Í ÞORSKI Auknar aflaheimildir í þorski gætu skilað á níunda milljarð króna í útflutningsverðmætum en ýsan dregur þá tölu niður um eina tvo milljarða. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR 2011 25% VELTUAUKNING HÉÐINN hf. 2010 60 NÝIR SÉRFRÆÐINGAR MANNVIT hf. 20 11 2010 36.000 FLEIRI HLUNKAR KJÖRÍS ehf. 2010 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.