Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 12
12 9. júní 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á stand vega á landinu er verra en verið hefur um árabil, að mati Umferðarstofu. Bæði í höfuðborginni og úti um land eru holur í slitlagi, vegmerkingar afmáðar, hjólför í slitlaginu og þar fram eftir götum. Í samtali við Fréttablaðið í fyrradag sagði Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, að ástandið væri nú óvenjuslæmt vegna fjárskorts. Öryggi vegfarenda væri hins vegar ógnað ef vegunum væri ekki haldið við. „Menn þurfa að velta fyrir sér hvort sparnaðurinn sé raunverulegur þegar horft er á heildarmyndina,“ sagði hann. Í Fréttablaðinu í gær tók Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri í sama streng. Viðhald á vegunum væri nú orðið minna en lágmarkskröfur kveða á um; það þýddi að sjálft burðarlag veganna væri farið að skemmast. „Þá fara vegirnir að grotna niður, verða hættulegir. Við getum ekki búið í mörg ár við fjárveitingarnar eins og þær eru núna.“ Hreinn bendir á að ef þetta gerist, verði margfalt dýrara að byggja vegina upp aftur en það væri að tryggja eðlilegt viðhald. Sama sinnis er Ólafur Guðmundsson fulltrúi EuroRAP, verkefnis samtaka bifreiðaeigenda í Evrópu um mat á öryggi vega. Hann segir að ástand vega með bundnu slitlagi hafi aldrei verið jafnslæmt og víða uppfylli vegirnir ekki öryggiskröfur. „Bindiefnið er farið sem þýðir það að eftir nokkur ár þurfum við að gera allt upp á nýtt,“ segir Ólafur. Niðurskurður fjár til viðhalds á vegum og götum helgast af efna- hagshruninu og þeim tekjubresti ríkis og sveitarfélaga, sem þá varð. Aðrir þættir hjálpa ekki til, til dæmis snjóþungur vetur og síaukin umferð stórra flutningabíla, sem slíta burðarlagi veganna tugþús- undfalt á við venjulega fólksbíla. Nú verður hins vegar ekki umflúið lengur að auka á ný fjárveitingar til viðhalds vegakerfisins, ef það á ekki hreinlega að eyðileggjast að stórum hluta á næstu árum. Þetta er ekki bara spurning um kostnað, heldur ekki síður um umferðaröryggi. Einar Magnús bendir réttilega á að ákveðnar kröfur séu gerðar til bíla um öryggi og sömu kröfur verði að gera til veganna. Stjórnmálamenn tala hins vegar minna um viðhald vega en nýframkvæmdir. Enda eru nýframkvæmdirnar svo miklu kjós- endavænni og veiða fleiri atkvæði en viðhald, sem er leiðinlegt og oft ekki mjög sýnilegt. Nýframkvæmdir eru að sjálfsögðu líka nauðsynlegar út frá umferðaröryggissjónarmiðum – og væri betur að þau réðu meiru um forgangsröðun í vegamálum en kjör- dæmasjónarmiðin margfrægu. Hins vegar verður að gæta þess að vegirnir sem fyrir eru eyðileggist ekki með tilheyrandi kostnaði. Stjórnmálamennirnir ættu þess vegna hugsanlega að lofa aðeins færri jarðgöngum og vegarspottum sem á að gera næst þegar pen- ingar verða til og tryggja fremur að nóg fé verði til að viðhalda þeim góðu samgöngumannvirkjum sem þegar hafa verið byggð upp með ærnum tilkostnaði. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Fundir útvegsmanna og sjómanna í vikunni voru afar gagnlegir en róðrar-stöðvunin var misráðin rétt eins og það var hjá Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir aldar- fjórðungi að tilkynna um verk- fall frá ríkisstjórnarfundum til að knýja á um aukin útgjöld. Þetta hefur dregið athygli frá því að ríkisstjórnin er í raun að binda heimilunum í landinu þyngri bagga en útgerðinni. Ef forysta ASÍ stæði í stykkinu ættu hæstu mótmælin að koma þaðan. Satt best að segja hefur lin and- staða ASÍ við þetta mál verið óskiljanleg. Ríkisstjórn- in ætlar ekki að keyra útvegs- fyrirtækin í þrot. Hún hefur þvert á móti lofað að halda þ ei m öl lu m gangandi. Það sem meira er: Hún stefnir að því að fjölga útgerðarmönnum, stórum sem smáum, og stækka stétt sjómanna. Hún hefur jafnframt lofað að sjó- menn og útvegsmenn fái jafn margar krónur og áður í vasann þó að hver og einn fiski minna. Ljóst er að þessi loforð verða aðeins efnd með verulegri lækkun á gengi krónunnar. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flytja fjármuni frá heimilunum til útgerðarinnar til að dæmið gangi upp. Þetta veit forysta ASÍ en hefur lítið aðhafst til að verjast þessari for- dæmalausu atlögu að hagsmunum launafólks. ASÍ virðist notfæra sér róðrar- stöðvun útvegsmanna sem eins konar afsökun til að grípa ekki til alvöru varna fyrir sitt fólk gegn áformum ríkisstjórnarinnar. Það er líka ómálefnalegt. Hættan á að almannahagsmunum verði fórnað í þessum átökum eykst því dag frá LÍÚ gefur ASÍ afsökun fyrir aðgerðaleysi ÞORSTEINN PÁLSSON Umræðan um stjórn fisk-veiða hefur verið rekin áfram á fordómum og meir með upphrópunum en rökræðum. Forsætisráðherra hafði ekki tíma til að taka þátt í umræðum á eldhússdegi á Alþingi á dögunum. Skúli Helgason talaði því fyrir Samfylkinguna og skýrði sjávarútvegsstefnuna af hrein- skiptni. Hann upplýsti þrennt: Í fyrsta lagi að sjávarútvegsfrumvörp ríkis stjórnarinnar væru mála- miðlun milli markmiða um „jafn- ræði og atvinnufrelsi“ annars vegar og hins vegar „hagkvæmni og arðsemi“. Í öðru lagi að nýja stjórnarskrárfrumvarpið sem ríkis stjórnin ætlar að lögfesta fyrir næsta vor tryggi að enga málamiðlun verði unnt að gera gagnvart markmiðum um „jafn- ræði og atvinnufrelsi“. Í þriðja lagi að ekki yrði við það unað að lög um stjórn fiskveiða sam- rýmdust ekki nýrri stjórnarskrá þegar hún tekur gildi. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkis- stjórnin viðurkennir að tilgang- urinn með sjávarútvegsfrum- vörpunum er að víkja til hliðar markmiðum um þjóðhagslega hag- kvæmni og arðsemi. Með öðrum orðum: Almenningur á að borga brúsann. Það er ærlegt að viður- kenna það sem satt er þótt seint sé. Ekki er ástæða til að draga túlkun þingmannsins á nýju stjórn- arskránni í efa. En afleiðingin er þá sú að útilokað verður um alla framtíð að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta hætti. Það er sennilegasta ástæðan fyrir því að forsætisráðherra hefur hafnað að ræða stjórnarskrár- málið efnislega á Alþingi. Ætlunin var augljóslega að fá þjóðina til að samþykkja ákvæðið með skoðana- könnun áður en upplýst yrði um raunverulegt efnisinnihald þess. Þingmaður segir satt Kjarninn í boðskap tals-manns Samfylking-arinnar var þó sá að sjávar útvegsfrumvörpin verða andstæð stjórnarskrá eftir eitt ár. Allir geta verið sammála honum í því að það er óviðunandi. Við það vakna hins vegar spurn- ingar sem ríkisstjórnin þarf að svara: Sú fyrsta er hvort ætlunin er þá að láta dómstóla móta nýjar leik- reglur eftir því sem menn sækja stjórnarskrárvarinn rétt sinn gegn nýju lögunum eða hvort Alþingi á að setja enn ný lög strax á næsta þingi. Önnur er sú hvers vegna fiskveiðifrumvörpin sem nú eru fyrir þinginu voru ekki strax sam- rýmd stjórnarskrárfrumvarpinu sem stjórnin fékk fyrir tæpu ári. Sú þriðja er hvers vegna allt er sett á hvolf á sumarþingi ef nýjum lögum er aðeins ætlað að gilda í nokkra mánuði. Alltént getur stjórnin ekki komist hjá að gera Alþingi nákvæma grein fyrir því hvað nýja stjórnarskrárákvæðið merkir í raun og veru. Það er órökrétt að ljúka umræðunni um frumvörpin sem núna liggja fyrir um sjávar- útvegsmál fyrr en upplýst hefur verið hvernig fiskveiðistjórnuninni verður hagað þegar nýja stjórnar- skráin tekur gildi eftir ár. Þing- menn Samfylkingarinnar hafa greinilega verið upplýstir um það. Þjóðin á rétt á sömu upplýsingum. Ætla verður að þingmenn stjórnar flokkanna séu sammála talsmanni Samfylkingarinnar um túlkun á stjórnarskrártillögunum. Komi ágreiningur á hinn bóginn í ljós um þetta grundvallaratriði merkir það að ríkisstjórnin hefur sagt ósatt um að hún hafi vald á báðum málunum. Ný lög eiga aðeins að gilda í ár Frábær orf fyrir heimilið, sumarhúsið og atvinnumanninn Sláttuorf ÞÓRHF Krókhálsi 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Lónsbakka 601 Akureyri Sími 461-1070 www.thor.is Vegakerfið skemmist vegna viðhaldsleysis: Viðhaldið veiðir ekki atkvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.