Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 22

Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 22
9. júní 2012 LAUGARDAGUR22 1. Finnst þér að setja eigi siða-reglur um samskipti forseta við viðskiptalífið? Hvernig á forsetinn að beita sér í þágu einstakra fyrirtækja og atvinnugreina? Fjórir fletir á áherslum forsetaframbjóðendanna Ætti forseti að beita sér í þágu einstakra fyrirtækja? Á að setja forsetanum siðareglur? Og hvernig á að nýta málskotsréttinn? Katrín Tinna Gauksdóttir setti sig í samband við forsetaframbjóðendurna sex og bað þá um svör við nokkrum mikilvægum spurningum. Andrea Jóhanna Ólafsdóttir Ari Trausti Guðmundsson Hannes Bjarnason 2. Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar? 3. Á forseti markvisst að lýsa eigin sjónarmiðum á alþjóðavettvangi, jafnvel þótt þau gangi gegn stefnu sitjandi ríkisstjórnar? 4. Á forseti að lýsa yfir afstöðu sinni til stórra pólitískra deilumála á borð við umsókn um aðild að Evrópusambandinu? Finnst sjálfsagt að setja siðareglur Já mér finnst siðareglur sjálfsagðar – en mér myndi þó þykja eðlilegt að við ætlumst til þess að þjóðkjörinn forseti sé með sterkt siðferðisþrek og átti sig á mikilvægi aðskilnaðar embættisins/stjórnmála og viðskipta- lífs auk þess sem hann áttaði sig á mikilvægi siðferðislegs ramma. For- setinn á að vera almennur talsmaður lands og þjóðar í víðtækum skilningi. Hann getur því kynnt atvinnustefnu landsins og helstu atvinnuvegi þótt líklegra verði að teljast að kynningar- fulltrúi atvinnuvegaráðuneytis myndi gera það. En að mínu mati á hann alls ekki að nota embættið í þeim tilgangi að vera milligöngumaður fyrir einstök fyrirtæki. Málskotsrétturinn er vald fólksins Málskotsrétturinn er í raun ekki forsetans, heldur í raun vald fólksins til að synja eða hafna lögum þar sem forsetinn er eingöngu milliliður. Ég tel hann eiga við í stórum málum er varða ríka almannahagsmuni eða fullveldi þjóðar. Ég mun kalla saman þjóðfund til þess að eiga samvinnu um það hvernig þjóðin sjálf sér fyrir sér að nota embættið og valdheimildir sem því tilheyra. Þannig myndi slembi- valinn þjóðfundur móta viðmiðunar- reglur og gefa mér skilaboð um það með hvaða hætti ég eigi að beita mér. Má þar til dæmis nefna 26. greinina um viðmið um málskotsrétt forsetans og 25. greinina um að for- seti geti látið leggja fram frumvarp til laga (ef kæmu upp þannig aðstæður að fólkið vildi nota þennan rétt) – en jafnframt þarf að ræða aðrar greinar stjórnarskrárinnar. Forseti öryggis- vörður lýðræðisins Ef lýðræðið virkar eins og það á að gera í raun, þá ætti ríkisstjórn lýð- veldisins að tala í takt við meirihluta- viljann og þegar allt er í eðlilegu horfi þá tala fulltrúar ríkisstjórnarinnar fyrir stefnu sinni, bæði utan ríkis sem innan. Það er þó ekki útilokað að það komi upp mjög óvenjulegar aðstæður og tilvik þar sem ríkisstjórn talar ekki máli meirihlutaviljans eða gengur þvert gegn hagsmunum þjóðarinnar og þá er það skylda forseta að tala fyrir þeim. Hlutverk forseta er fyrst og fremst að vera öryggisvörður um lýðræðið og réttindi fólksins í landinu og hann getur þurft að tala fyrir þeim réttindum í neyðartilvikum. Forseti standi vörð um vilja þjóðar Mál sem hafin eru yfir flokkadrætti og ríkur þverpólitískur meirihlutavilji er fyrir (70 til 100 prósent) eru að mínu mati ekki umdeild en eru þó oft þannig úr garði gerð að miklir hagsmunir liggja hjá minnihlutanum sem stendur gegn breytingum sem meirihlutinn vill að nái fram að ganga. Í slíkum meirihlutamálum sem geta varðað ríka almannahags- muni, tiltekt í sérhagsmunalöggjöf eða varðandi fullveldi þjóðar á forseti að standa vörð um að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar nái fram að ganga. Hann getur tekið þannig afstöðu með þjóðinni án þess að blanda sér í dægurþras flokkspólitíkur. Siðfræðistofnun gæti gert siðareglur Já, það á að setja embættinu siða- reglur og hluti þeirra varðar atvinnu- og viðskiptalífið enda farið fram á slíkt í stóru „hrunskýrslunni“. Ekki er nóg að vísa til 9. greinar stjórnar- skrárinnar um launuð störf forseta. Hitt er líka mikilvægt að forseti feli til dæmis Siðfræðistofnun Háskóla Íslands ekki aðeins að semja drög til að ræða og ganga síðan frá, heldur líka að hafa visst eftirlit með efndum. Mikilvægt er að forseti mismuni ekki fyrirtækjum, dragi ekki taum viðskiptablokka eða hagsmunasam- taka og sé raunsannur í málflutningi sínum; hvorki oflofi, oftúlki né fari með mál sitt fram úr því sem við- skiptalífið eða þekkingarstofnanir geta staðið við. Hann verður að vinna sérlega náið með ráðuneytum og til dæmis Íslandsstofu sem bera þungann af erlendum samskiptum, ef litið er til útlanda. Málskotsréttur er neyðarhemill Þessi réttur er óskoraður og ekki er gert ráð fyrir að forseti víki, hafni þjóðin málskoti; ekki fremur en að ríkisstjórn víki og Alþingi sé rofið ef meirihluti samþykkir málskotið (það er hafni lagafrumvarpi). Því var hótað áður og fyrr en ekki nú lengur og er það gott því ella væri verið að svipta almenning þessu tækifæri enda hefur svona hótun komið í veg fyrir að réttinum sé beitt. Ég tel hann neyðarhemil lýðræðisins og myndi beita honum að vel yfirlögðu ráði og ráðgjöf, allt eftir málefni, meðferð þings á frumvarpi og könnun eða mati á afstöðu meirihluta kjósenda. Útskýrir málstað Nei, enda þótt telja megi að hann hafi neyðarrétt ef svo ber undir. Forseti hefur aldrei sett fram altæka, pólitíska utanríkisstefnu né útfærða heildar- stefnu í öðrum helstu málaflokkum enda ekki eins manns pólitískur flokkur (eða vingull sem er með utan- ríkisafstöðu eins stjórnmálaflokks í einu máli og afstöðu annars í öðru) heldur þjóðkjörinn trúnaðarmaður sem útskýrir málstaði síns fólks. Seinni tíma tilbúningur um „utanríkisstefnu forseta“ er í andstöðu við eðlileg og stjórnarskrárbundin samskipti forseta, ráðherra, þings og almennings. Forseti hefur málfrelsi eins og aðrir en hann er embættismaður sem stuðlar að samræðum, lausnum og góðri kynn- ingu á því er lýðræðislegur meirihluti þeirra, sem hann er í forsvari fyrir, hefur valið. Utanríkisstefnan er mótuð á Alþingi hverju sinni og um einstök atriði hennar er sjaldan full sátt meðal kjósenda og við það situr. Forseti getur ekki valið sér viðhlæjendur. Vill straumlínulaga samræðu Hvaða mál eru á borð við aðildina að Evrópusambandinu og hver eru í öðrum eða þriðja flokki? Aðeins val á máli til að taka afstöðu í, með eða á móti, setur hugmyndum um deilumála- forseta skorður. Eins og fram kemur hér að ofan verður forseti (kjörinn með 35 prósent atkvæða?) að vinna traust og trúnað sem flestra er ekki kusu hann og halda trúnaði hinna. Hann talar ekki eins og Framsóknarmaður í einu máli, Vinstri grænn í öðru og sem maður úr enn einum flokki í því þriðja. Hann er sá sem laðar fram uppbyggilega samræðu, tínir fram rök með og móti, „straum- línu lagar“ umræðu, hlustar á lausnir og segir frá þeim eða leggur sínar hug- myndir fram án skilyrða. Þannig getur hann verið öflugur í samfélagsumræðu um Evrópusambandið og aðstoðað við að ná fram upplýstri afstöðu til alls sem að því lýtur; hvort sem aðildar- samningur verður til eða ekki. Kynni atvinnulífið á almennan hátt Að sjálfsögðu á forsetaembættið að setja sér siðareglur um samskipti for- seta við viðskiptalífið. Siða reglurnar mundu skýra hvers atvinnulífið gæti vænst af forseta og mundi leiða til meiri gegnsæis meðal almennings í landinu. Forsetinn á að beita sér fyrir atvinnulífinu á almennan hátt og ekki fyrir einstök fyrirtæki. Það sama gildir með atvinnugreinar – þær á forsetinn að kynna á almennan hátt. Kynning á erlendum vettvangi er vandmeðfarin. Það er umhugsunarefni hvort eigi að tengja sögu okkar svo sterkt við ein- stök fyrirtæki eins og sitjandi forseti hefur gert í áraraðir. Við höfum okkar sögu og við höfum okkar atvinnulíf sem varla er hægt að útskýra með því að við vorum eitt sinn víkingar og herjuðum víða. Beiti réttinum aðeins ef lýðræði er ógnað Málskotsréttinum á aðeins að beita í ýtrustu neyð og ef forseta finnst lýðræði ógnað. Ef ég, sem forseti lýðveldisins, teldi lýðræði landsins ógnað á einhvern hátt mundi ég beita þessu ákvæði í stjórnarskránni. Að sjálfsögðu að ígrunduðu máli vitandi það að neitun mun alltaf fela í sér þá áhættu að sundra þjóðinni. Málskotsrétturinn er öflugt verkfæri sem varlega skal meðhöndla! Beitir sér í félagslega pólitískum málum Forseti á að vera hreinn og beinn, hann á að vera einlægur og sannur. Forsetinn á að vera fyrirmynd að samfélagi sem hefur sannleika, réttlæti handa öllum og lýðræði að leiðarljósi. Hann á að geta sagt sína skoðun á hlutum, samtímis sem hann er meðvitaður um það að hann á ekki að beita sér í pólitískum málum. Og þar á ég við flokks- pólitískum málum. Forsetinn á að sjálfsögðu að geta beitt sér í sam- félagslegum, pólitískum málum. For- seti á að mínu mati ekki að berjast fyrir eigin utanríkisstefnu en á samt að geta talað gegn stefnu ríkisstjórnar ef sú stefna brýtur gegn hans innri sannfæringu. Þetta ættu þó forseti og ríkisstjórn að geta tekið á í sam- einingu og fundið lausn á hvernig best er að haga málflutningi með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Þarf að leggja öll spilin á borðið Að mínu mati á forseti að lýsa eigin afstöðu til pólitískra deilumála. Enn og aftur vitandi um það að hann getur ekki, og má ekki beita sér í þessum málum. Að segja sína skoðun á hlutunum er mikilvægt því það snýst um gegnsæi. Þegar forseti hefur látið skoðun sína í ljós veit þjóðin hvar hún hefur forseta sinn. Það aftur leiðir til þess að forseti getur verið opinn, fólk veit hvar það hefur forsetann og getur treyst því að hann sé heiðarlegur og segi hlutina eins og þeir blasa við honum. Ef for- seti leitast við að sætta misleita hópa verður að ríkja gegnsæi og viðkom- andi aðilar verða að geta treyst því að forsetinn hafi engra dulda hagsmuna að gæta. Það að lýsa skoðun sinni snýst einmitt um það að leggja öll spil á borðið og vera heiðarlegur í sjálfum sér og um sínar skoðanir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.