Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.06.2012, Qupperneq 26
9. júní 2012 LAUGARDAGUR26 Stundum eru textarnir mínir það ákveðnir að ég verð að setja þá í IKEA-smellu- ramma til að þeir passi. V ið alla sem ég hitti, sem eru á mínum aldri, segi ég það sama: Notið tímann í að knúsa hvert annað, því þótt við endum öll á sama elli- heimili eftir tuttugu ár er ekkert víst að við þekkjum hvert annað. Þetta er nú ekki svo alvarlegt, þetta líf. Þetta er bara ferli. Bara ástand,“ segir tón- listar- og myndlistarmaðurinn Bjart- mar Guðlaugsson sem verður sex- tugur næsta miðvikudag, þann 13. júní. Af þessu tilefni kemur út sextíu laga kassi með mörgum af þekktustu lögum Bjartmars og einnig verður blásið til stórra afmælistónleika í Háskólabíói um næstu helgi, nánar tiltekið laugar- dagskvöldið 16. júní. Aðspurður segist Bjartmar sáttur við lífið, ástandið, ferlið og ferilinn fram að þessu. „Maður hefur farið víða og gert margt. Sextíu ár er langur tími. Fyrst og fremst er ég ánægður með það hversu heppinn ég hef verið með fólkið sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Ég get ekki nefnt nöfn því þá yrðu allt of margir út undan, en flestir hafa verið óhemju skemmtilegir. Svo hef ég auð- vitað hitt leiðinlegt fólk líka, en það er jafn nauðsynlegt og hitt. Einhvern allra leiðinlegasta mann sem ég hef hitt á ævinni skírði ég Fúlan á móti, en fyrir mér var hann hreint hunang. Fólk má vera eins og það vill og á vissan hátt hef ég gaman af leiðinlegu fólki. Svo er líka til fólk sem öllum finnst rosalega skemmtilegt en ég sé ekkert í,“ segir tónlistarmaðurinn og vísar til eins af sínum vinsælustu lögum, Sumarliði er fullur, en téðum Sumar- liða hefur raunar brugðið fyrir í fleiri textum Bjartmars. Get aldrei slappað af Það má með sanni segja að Bjartmar hafi gert margt og farið víða. Á heimili söngvaskáldsins í Vesturbænum segir hann blaðamanni að í þeim bæjar- hluta hafi hann lengst af búið síðustu fjörutíu árin og uni sér vel. Hann og eiginkonan, María Helena Haralds- dóttir, eiga annað heimili á Eiðum, en sjálfur ólst Bjartmar upp á Fáskrúðs- firði, fluttist ungur til Vestmanna- eyja og hefur einnig búið á Seyðisfirði og í Danmörku, þar sem hann á stóra móðurfjölskyldu og nam meðal annars myndlist í nokkur ár, auk höfuðborgar- innar og fleiri staða. Bjartmar á þrjár dætur og fimm barnabörn. Sjötugsaldurinn er ekki eini áfang- inn sem Bjartmar fagnar um þessar mundir, en í ár eru einnig liðin 35 ár frá því fyrstu höfundarverk hans voru skráð: textar við tvö lög eftir Jóhann Helgason. Raunar hafði Bjartmar verið eftirsóttur og afkasta mikill texta- höfundur í mörg ár áður en hann lét almennilega að sér kveða á tónlistar- sviðinu svo eftir var tekið. Hvernig stóð á því að þú vaktir athygli sem textahöfundur áður en þú slóst í gegn sem tónlistarmaður? „Ég hef ort ljóð síðan ég var barn. Þegar ég var lítill var ég afskaplega athafnasamur. Ég var alltaf að semja ljóð, síteiknandi og auðvitað var það á kostnað námsins eins og gengur. Ég er enn svona í dag, er alltaf að mála og hoppa svo yfir í gítarinn og sem lag og aftur í myndlistina og svo sem ég texta, kannski allt á sama klukku tímanum. Svo tromma ég takta á lærin á mér meðan ég horfi á fréttirnar, því ég var trommari áður en ég varð trúbador og spilaði með nokkrum góðum böndum. Ég get aldrei slappað af og gert ekki neitt. Ef ég sinnti ekki listinni svona væri ég í vondum málum. Elsta ljóðið mitt, sem er til skrifað, er frá því ég var þrettán ára og heitir Matvælaráð- stefna Sameinuðu þjóðanna: Við kræsinganna borð þeir sitja í hóp og þykjast kanna hvernig öll þeirra orð metti milljónir manna. Svo veifa þeir hungruðum börnum með brosi og vinarhóti en börnin eru of máttfarin til að veifa á móti. Ég hef stundum farið með þetta ljóð í gegnum tíðina því það er svo innilega barnalegt og einlægt. Svo tók ég fyrstu vertíðina fimmtán ára gamall og eftir slíka reynslu er maður tilbúinn í allt. Æ síðan hef ég nýtt mína eigin reynslu mikið í textagerð. Ég samdi fullt af textum, meðal annars fyrir Björgvin Gíslason og Þorgeir Ástvaldsson fóst- bróður minn, samdi fá lög framan af en heyrði þau alltaf í kollinum. Svo var það árið 1982 að tvö lög eftir mig, Súrmjólk í hádeginu og Háseta vantar á bát, komu út í flutningi Guð mundar Rúnars Lúðvíkssonar, myndlistar- manns og vinar míns og þau vöktu töluverða athygli. Veturinn 1984 hafði ég nýlega kynnst konunni minni og við vorum saman á vertíð í Eyjum. Ég var að vinna í gúanóinu við að setja formal- ín í loðnuna í helvíti góðum og hlýjum vinnuskúr og þar samdi ég lögin og textana við fyrstu plötuna mína, Ef ég mætti ráða.“ Frægðin breytti mér ekki Fyrstu plöturnar þínar komu þér á kortið sem tónlistarmanni með lögum á borð við Kótilettukarlinn, Sumarliða, Fimmtán ára á föstu, Stúdentshúfuna og fleiri, en í raun má segja að stóra sprengingin hafi orðið með plötunni Í fylgd með fullorðnum sem kom út 1987. Þar mátti meðal annarra heyra Týndu kynslóðina, lag sem er löngu orðið sígildur standard, Járnkallinn ásamt Ladda og Sunnudagsmorgun, og á einu augabragði varðst þú einn af allra vin- sælustu tónlistarmönnum landsins. Á sínum tíma þóttust einhverjir merkja að þú hefðir ekki ýkja mikinn áhuga á þessum vinsældum. Er það rétt? „Ég hef aldrei verið ástfanginn af frægðinni, ekki eitt einasta augna- blik, og þegar Í fylgd með fullorðn- um kom út átti ég fullt í fangi með að koma fólki í skilning um að ég væri Leiðinlega fólkið er nauðsynlegt Söngvaskáldið og myndlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson fagnar sextugsafmæli sínu á miðvikudaginn með útkomu nýs safnkassa og tónleika í Háskólabíói. Kjartan Guðmundsson hitti Bjartmar á öðru af tveimur heimilum hans í Vesturbænum. SEXTUGUR Ásamt stórafmælinu fagnar Bjartmar Guðlaugsson einnig 35 ára höfundarafmæli í ár, en árið 1977 voru fyrstu dægurlagatextarnir hans skráðir. Þeir voru samdir við tvö lög eftir Jóhann Helgason. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON bara venjulegur pabbi úti í bæ. Ég hef aldrei beðið nokkurn mann um að tala við mig, spila lögin mín eða tranað mér sértaklega fram heldur hef ég bara verið með. En eftir á að hyggja fór ég vel með þetta, það verður að segjast eins og er, því nógu mikil voru lætin. Þetta breytti mér ekki neitt. Ekki rass- gat.“ En breyttust viðhorf annarra gagn- vart þér á einhvern hátt? „Sumir urðu líklega varari um sig, rýndu nánar í textana mína og þóttust sjá þar áróður. Járnkallinn var til dæmis tekinn dálítið fyrir, því hann var saminn um það leyti sem byrja átti að selja allt úr landi. Eins var Súr- mjólk í hádeginu dálítið ljótur texti og ég var efins um hann. Stundum eru textarnir mínir það ákveðnir að ég verð að setja þá í IKEA-smelluramma til að þeir passi. Sjálfur hef ég aldrei verið flokkspólitískur heldur fyrst og fremst mannréttindasinni. Ég vil að mennirnir beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Ég á ekki til neina óvild og hef ekki skrásett einn einasta mann sem óvin í höfðinu á mér. Mér finnst líka að fólk ætti að athuga vel hvað fer inn á harða diskinn hjá börnum, því það er ekki auðvelt að „dílíta“ því sem þar er komið inn. Margt af því sem er í umræðunni er borið fram með þeim hætti að það á ekkert erindi við börn. Haf aðgát í nærveru sálar.“ Hef svartan húmor Er þessi samúð með lítilmagnanum ekki einmitt það sem margir hafa hrifist af í tónlist þinni og textum í gegnum árin? „Ég veit ekkert um það hvort ég er til fyrirmyndar í textagerð og slíku. Ég hef svartan húmor og hef stundum sagt hluti sem ég hef verið lengi að jafna mig á sjálfur, en ég vil alls ekki vera starfandi listamaður í þjóðfélagi án þess að reyna í það minnsta að láta það leiða til einhvers góðs. Sjálfur hef ég ríka réttlætiskennd. Þegar ég var lítill strákur í Eyjum stálum við vinur minn einu sinni kopar frá strák sem var rosalega duglegur að safna fyrir jólasiglingarnar til Hull og fleiri staða. Pabbi minn böstaði okkur, lét okkur skila koparnum til stráksins og á leiðinni heim sagði hann: „Það er hægt að fyrirgefa nánast alla mann- lega bresti nema níðingsskap, en ef það vantar í ykkur réttlætiskenndina er ekkert hægt að gera fyrir ykkur.“ Þetta man ég ennþá.“ Engin langtímaplön Síðasta plata Bjartmars, Skrýtin ver- öld sem hann gerði ásamt Berg risunum og kom út sumarið 2010, vakti mikla lukku og var Bjartmar meðal annars tilnefndur í fyrsta sinn til Íslensku tón- listarverðlaunanna. Hvert er svo fram- haldið? „Maður gerir engin fjörutíu ára plön þegar maður er sextugur. Ég er að vinna að nýrri plötu, en núna einbeiti ég mér fyrst og fremst að myndlistinni og afmælistónleikunum í Háskólabíói. Nú hangir uppi sýning í Reykjanesbæ og 24. júní verður opnuð önnur sýning í Stykkishólmi. Á afmælistón leikunum 16. júní verður bara rosalegt fjör. Ég byrja rólega, segi kannski nokkrar lygasögur eins og ég kalla þær til að koma fólkinu í gírinn, og svo rokkum við bara með dúndur bandi, bak- röddum og gestum. Þetta verða lögin sem allir þekkja og vilja syngja með. Svo ganga allir sælir út í þjóðhátíðar- nóttina.“ Stórar plötur Bjartmars 1984 Ef ég mætti ráða 1986 Venjulegur maður 1987 Í fylgd með fullorðnum 1988 Með vottorð í leikfimi 1989 Það er puð að vera strákur 1980 2000 2010 1990 1992 Engispret- tufaraldur, Haraldur! 1994 Bjartmar 1998 Ljóð til vara 1999 Strik 2002 Vor 2005 Ekki barnanna bestur 2010 Skrýtin Veröld (ásamt Bergrisunum)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.