Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 30
9. júní 2012 LAUGARDAGUR30 Það er ansi mikið sem verður að gerast hjá okkur á hátíðinni, hand-verksmenn, bardagasýningar, víkingaskóli barnanna og margt fleira,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukráarinnar í Hafnarfirði og skipuleggjandi hinnar árlegu víkingahátíðar, Sólstöðu- hátíðar í Hafnarfirði, sem haldin verður í næstu viku. „Hér verða fjórtán víkingahús vígð sem standa á bak við Fjörukrána, við fáum danskan goða til þess að gera það. Hingað koma erlendir víkingar og svo auðvitað íslenskir,“ bætir Jóhannes við og upplýsir að íslenskum víkingum hafi fjölgað mikið undanfarið. „Ég held að þeir séu orðnir 130 talsins.“ Víkingahátíðin hefst á fimmtudag klukkan eitt þegar markaðurinn opnar. Hátíðin stendur fram á sunnudag og hefst dagskráin ætíð klukkan eitt og stendur fram á nótt. Á daginn eru bardagalistirnar í öndvegi en á kvöldin eru veisluhöld, tónleikar og dansleikir. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu Fjörukráar- innar www.fjorukrain.is. ■ Í Hafnarborg standa yfir tvær sýningar. Annars vegar sýning á ljósmyndaverkunum House Project, Annað hús og Þriðja hús eftir Hrein Friðfinnsson. Hins vegar er sýning á abstrakt express- jónískum málverkum og vatns- litamyndum eftir Eirík Smith, verk sem listamaðurinn vann á síðari hluta sjöunda áratugarins. Báðar sýningarnar standa til 19. ágúst. www.hafnarborg.is ■ Á kvenréttindadaginn, þann 19. júní næstkomandi, verður einleikurinn Kona einsömul, eftir leiklistarfrömuðinn Dario Fo og konu hans Franca Rame í þýðingu Aldísar Davíðsdóttur, frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu. Aldís fer einnig með einleik undir leikstjórn Guðjóns Þorsteins Pálmarssonar. Verkið tekur á réttindum kvenna á gamansaman hátt þar sem gert er grín að yfirgangi karlmanna og því hvernig konur eiga til að láta kúga sig. www.gaflaraleikhusid.is ■ Á sumrin er opið alla daga á Byggðasafni Hafnarfjarðar sem er minja- og ljósmyndasafn Hafnar- fjarðarbæjar. Byggðasafn Hafnar- fjarðar er með sýningaaðstöðu í sex húsum, þar á meðal Pakk- húsinu þar sem er að finna sýn- inguna „Þannig var …“ en á henni er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda, teikninga, kvikmynda og fjölda muna. ■ Kvikmyndasafnið er með bíósýningar á laugardögum. Sýnt er í Bæjarbíói sem hefur verið starfrækt síðan 1945. www. kvikmyndasafn.is MENNING Í FIRÐINUM 1. Bæjarrölt Þegar rölt er um gamalgrónar götur í Hafnar- firði er líkt og stigið sé upp í tímavél. Fyrir áhugasama um gömul og falleg hús er sérstak- lega mælt með gönguferð um Vesturbæ Hafnar- fjarðar. Austurgata og Suðurgata eru líka einkar fallegar en sú fyrrnefnda hefur oft verið notuð sem sviðsmynd í auglýsingar og kvikmyndir. Svo er mælt með skoðunarferð í Fríkirkjuna í Hafnarfirði sem er einkar falleg timburkirkja sem stendur einmitt við Linnetsstíg. 2. Hamarinn Bæjarstæði Hafnarfjarðar er einkar fallegt. Af Hamrinum sem gnæfir yfir miðbæ Hafnar- fjarðar er fyrirtaks útsýni yfir bæinn og höfnina. 3. Matur Margvíslega veitingastaði er að finna í Hafnar- firði. English pub er svo vinsælasti bar í Hafnar firði og heimsóknarinnar virði að sögn heimamanna sem einnig mæla með heimsókn á Pylsubarinn í Fjarðargötu þar sem finna má fína og hræódýra hamborga. Fjarðarkaup er eftirlætisbúð Hafnfirðinga og margra annarra vitanlega. Þar er ætíð verið að kynna hin ýmsu matvæli á föstudögum sem þýðir að þar má borða sig saddan án þess að reiða fram krónu. 4. Nepölsk sérverslun Ýmsar sérverslanir eru í Hafnarfirði. Ein sú skemmtilegasta er verslunin Kailash á Strandgötu sem er sérverslun með nepalskar vörur, sú eina á landinu. 5. Hellisgerði Almenningsgarðurinn Hellisgerði í Hafnar- firði er huggulegur garður, þar sem tilvalið er að fara í pikknikk og leika sér í leiktækjunum. 6. Sundlaugar Þrjár prýðilegar sundlaugarnar eru í Hafnar- firði, Sundhöll Hafnarfjarðar, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug. Sú síðarnefnda er frábær fyrir sundferð með allra yngstu börnin. 7. Hvaleyrarvatn Miklar náttúruperlur tilheyra Hafnarfirði sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þar á meðal er Hvaleyrarvatn sem er afar fallegt, þar er mikið mannlíf á sumrin, fjölskyldur á daginn og unga fólkið safnast þarna saman á kvöldin. Hægt er að veiða í vatninu og synda þegar hlýtt er í veðri. 8. Ásfjall Ganga á Ásfjall er auðveld og við Ástjörn á að vera að finna gott fuglalíf. Enda er fuglaeftir- litsmaður þarna á sumrin og bannað að vera með hunda á svæðinu. 9. Helgafell og Búrfell Ganga á Helgafell er skemmtileg og útsýni á góðum dögum gott. Skammt undan blasir Búr- fell í Heiðmörk við en gangan í Búrfellsgjá er ævintýraleg fyrir unga sem aldna. Ó þú hýri Hafnarfjörður Fallegar götur og fjölbreytt náttúrufar er meðal þess sem finna má í Hafnarfirði þar sem Fréttablaðið stingur nú niður fæti á ferðalagi sínu um landið. Bærinn hefur vaxið mikið undanfarin ár með tilheyr- andi nýbyggingum en er þó sem fyrr afar sjarmerandi og margt að sjá og gera. Gildi Orkuveitu Reykjavíkur eru: framsýni, hagsýni og heiðarleiki. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 6 00 85 0 6/ 12 Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 Orkuveita Reykjavíkur heldur opinn ársfund 14. júní 2012 kl. 14:00 til 16:00. Fundurinn er haldinn til að auka gegnsæi í starfseminni og stuðla að upplýstri umræðu um málefni fyrirtækisins. ■ BYLGJULESTIN Bylgjulestin verður á ferðinni í sumar líkt og undanfarin sumur. Næsti áfangastaður verður Hafnar- fjörður þar sem árleg víkingahátíð verður haldin næstu helgi. Hemmi Gunn er lestarstjóri og honum við hlið er hin fjöruga Svansí. Þau stýra þættinum Ævintýraeyjunni á Bylgjunni á laugardögum milli kl. 13 og 16 og senda út frá við- komustöðum lestarinnar sem verða um allt land. Í Bylgjulestinni er hljóðnemum Bylgjunnar beint að fólkinu sem býr í bæjunum, fólkinu sem er að ferðast um landið og kíkir í heimsókn og reynt að koma stemningunni til allra hinna sem eiga ekki heimangengt. ■ ÍSLENSKUM VÍKINGUM HEFUR FJÖLGAÐ Vígja fjórtán víkingahús við Fjörukrána 14 2 35 6 8 7 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.