Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 44

Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 44
9. júní 2012 LAUGARDAGUR8 Leikskólastjóri Sandgerði Hjallastefnan ehf leitar af skólastjóra fyrir leikskólann Sólborg í Sandgerði. Hjallastefnan mun taka við rekstri skólans þann 15. ágúst og skólinn mun starfa eftir aðferðum og hugmyndafræði Hjallastefn- unnar. Skólastjóri þarf að að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skal senda á netfangið starf@hjalli.is fyrir föstudaginn 15. júní. Hjallastefnan rekur 13 skóla, tíu leikskóla og þrjá grunnskóla, í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Reykjavík, Borgarbyggð og á Akureyri. Upplýsinga- og gæðastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar Laust er til umsóknar starf upplýsinga- og gæðastjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Starfið heyrir beint undir bæjarstjóra Hornafjarðar. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi um þróun samfélags á Hornafirði og starfsemi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Starfið felur í sér yfirumsjón þriggja málaflokka hjá sveitarfélaginu, þ.e. upplýsingamálum, gæðamálum og starfsmannamálum. Auk þess sem mun starfið fela í sér vinnu við önnur tilfallandi verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Helstu verkefni: • Hefur yfirumsjón með kynningar- og upplýsinga málum fyrir sveitarfélagið á öllum sviðum þess. • Hefur yfirumsjón með gæðamálum sveitarfélagsins. • Hefur yfirumsjón með starfsmannamálum. • Hefur yfirumsjón með eftirfylgd við gerða samninga sveitarfélagsins við ríki, stofnanir, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök. • Heldur utan um vef sveitarfélagsins og styður stofn anir við að koma upplýsingum er varða daglegt starf til skila til íbúa. Er ritstjóri heimasíðu sveitar félagsins. Sér um að heimasíðan sé notendavæn og uppfærð á hverjum tíma. Stefnt skal að því að koma Sveitarfélaginu Hornafirði á framfæri á sem virkastan hátt. • Styður við og eftir atvikum hefur umsjón með stefnumótun fyrir sveitarfélagið • Mótar stefnu í skjalavistun fyrir sveitarfélagið í heild og styður við stofnanir þar að lútandi. • Tekur þátt í tilfallandi vinnuhópum og teymisvinnu eftir því sem við á • Situr fundi bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins sé þess óskað • Önnur tilfallandi verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Góð þekking á sveitarstjórnarstiginu og stjórnsýslu. • Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum. • Góð almenn tölvukunnátta sem felst í að geta öðlast færni á ólíkum tölvukerfum á skjótan hátt. • Góð íslenskukunnátta og færni í að koma frá sér efni í rituðu og töluðu máli. Hæfni í ensku æskileg. • Reynsla af stjórnun æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri, sími 470-8000, netfang hjaltivi@hornafjordur.is, Umsóknarfrestur er til 25. júní 2012 og skal stíla umsókn á Sveitarfélagið Hornafjörð, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, merkt „Upplýsinga- og gæðastjóri“.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.