Fréttablaðið - 09.06.2012, Side 68

Fréttablaðið - 09.06.2012, Side 68
9. júní 2012 LAUGARDAGUR32 Í hvítu frá toppi til táar í sumar Upp með blettahreinsinn því hvítur alklæðnaður er í tísku í sumar. Hvíti liturinn hefur yfirleitt rutt sér til rúms með hækkandi sól en í ár leggja hönnuðir heimsins til að við klæðumst hvítu frá toppi til táar. Hvíti liturinn er fallegur en getur líka verið væm- inn og varast ber að vera í of þröngum hvítum flíkum. Álfrún Pálsdóttir tók saman. Bjór Skola blettinn vel úr volgu vatni. Einnig hefur matarsódi reynst ágætur, þá settur út í vatn, eins má nota sódavatn. Fita Lífrænar sápur eða uppþvottalögur. Grasgræna Uppþvottalögur eða grænsápa eru góð á grasgrænu. Bera á og láta liggja góðan tíma. Skola vel og þvo á eftir. Sítrónusafi eða annað bleikiefni getur dugað vel á gras- grænu í hvítu efni. Tómatsósa Láta kalt vatn renna á blettinn, nota mildan uppþvottalög og þvo síðan. Rauðvín Byrja á að þurrka mesta vökvann upp. Strá salti eða matarsóda yfir blettinn og láta þorna. Skola og þvo á venjulegan hátt. Hella má hvítvíni strax yfir rauðvínsblett eða nota sódavatn og þurrka upp með svampi. Þvo síðan. Súkkulaði Best er að láta súkkulaðið þorna og skafa svo af með bitlausum hníf. Bleytið vel í blettinum og berið t.d. uppþvottalög eða lífræna sápu á hann og setjið flíkina í plastpoka og lokið vel. Má bíða þannig í nokkra klukkutíma. Skolað vel úr og flíkin þvegin á venjulegan máta. Heimild: Leiðbeiningarstöð heimilanna NOKKUR GÓÐ BLETTAHREINSUNARRÁÐ CHANEL ROCHASHELMUT LANG VICTORIA BECKHAM CELINE EMILIO PUCCI JIL SANDER CHLOE 3.1 PHILIP LIM ALEXANDER WANG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.