Fréttablaðið - 09.06.2012, Síða 76

Fréttablaðið - 09.06.2012, Síða 76
9. júní 2012 LAUGARDAGUR40 krakkar@frettabladid.is 40 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Einu sinni fór nískupúki í lestarferðalag. Þegar lestin fór yfir brú kom lestarvörðurinn inn í klefann og bað um miða. Sá níski sagðist vera búinn að borga en ekki með miða. „Því miður, þá verðurðu að borga,“ sagði lestarvörðurinn. Þegar sá níski harð- neitaði tók vörðurinn ferðatöskuna hans og henti henni út um gluggann svo hún lenti í sjónum. „Heyrðu góði,“ sagði nísku- púkinn. „Fyrst ætlarðu að rukka mig tvisvar og svo drekkirðu syni mínum!“ Hefurðu heyrt um bakarann sem bakaði eintóm vandræði? Af hverju datt appelsínan út trénu? Af því að hún var með súkk- ulaði í vasanum. „Hvernig stóð á því að þú byrj- aðir að æfa sirkuslistir? Ég kynntist í gegnum leik félagið mitt nokkrum vinum sem voru byrjaðir í Sirkusi Íslands. Á sama tíma var stóra systir vinkonu minnar líka byrjuð í Sirkusi Íslands og ég og vinkona mín ákváðum að kíkja á æfingu. Síðan hef ég verið að æfa með sirkusnum og hef varla hugsað um annað. Hvað er erfiðasta sirkusbragð sem þú hefur lært? Það er ansi erfitt að velja úr. Ég held að það erfiðasta tengist samt því að standa á höndum. Að gera góða handstöðu finnst mér mjög erfitt og það þarf mikla æfingu til að geta staðið stöðugt á höndunum – hvað þá að standa á höndum í höndunum á einhverjum öðrum! Hvernig ferðu eiginlega að því að leika hátt uppi í loftinu í silkiböndum? Maður verður að vera duglegur að æfa sig. Þannig styrkist maður og á auðveldara með að klifra í silkinu og halda sér uppi. Svo verður maður að muna hvernig maður á að vefja sig inn í silkið svo maður geri allt rétt og maður sé öruggur, því stundum er maður rosalega hátt uppi, í allt upp í sex eða sjö metra hæð. Verður þú aldrei hrædd um að þér mistakist og dettir niður á gólf? Nei, aldrei af neinni alvöru. Stundum þegar maður er að læra eitthvað nýtt er maður smá smeykur, en það venst og maður er ekkert hræddur þegar maður er búinn að læra trikkið. Heyrir þú áhorfendur taka and- köf úti í sal? Já, stundum heyrir maður andköf úr áhorfenda- salnum, og það finnst manni skemmtilegt því þá veit maður að maður hefur gert eitthvað sem kom á óvart og fólki fannst flott. Er það satt að þú sért búin að fá inngöngu í sirkuslistahá- skóla? Já, ég er að fara í listaháskóla sem heitir Codarts og er í borginni Rotterdam í Hollandi. Hvað lærir maður þar? Maður lærir alls konar greinar úr sirkuslistunum, til dæmis loft- fimleika, akróbalans, gegl, auk þess að gera alls konar sniðug trix. Svo lærir maður líka hreyfingu, dans, leiklist og eitt- hvað í tónlist. Hvað þurfa krakkar að gera, sem vilja verða flinkir í loft- fimleikum? Góður grunnur er að vera í fimleikum, dansi, leik- list eða öðru sem tengist loft- fimleikum. Svo er gott líka að æfa sig í að klifra í köðlum eða einhverju öðru skemmtilegu. Það er mikilvægt að vera í góðu formi og að hafa gott þol. ÞAÐ ER GAMAN AÐ HEYRA ANDKÖF UTAN ÚR SAL „Sirkuslistakonan Eyrún Ævarsdóttir kann að leika ótrúlegar listir í silkiböndum hátt uppi í loftinu. Hún kann mörg önnur brögð. Eitt af þeim erfiðari er að gera góða handstöðu, sérstaklega þegar hún stendur á höndum í höndum annarra. EKKERT HRÆDD Þó að Eyrún sé stundum í sex eða sjö metra hæð að leika listir verður hún ekkert hrædd, enda er hún búin að æfa sig mikið. MYND/SIRKUS ÍSLANDS 1. 7 2. Ítalíu 3. Lars Lagerbäck 4. Nicklas Bendtner 5. Írska landsliðinu 6. a) Arshavin, b) Pavlyuchenko 7. Spánverjar 8. Karim Benzema 9. Alberto Aquilani 10. Bayern München Svör: EM í fótbolta 1 Hvaða númer er aftan á treyju Cristianos Ronaldo hjá Portúgal? 2 Með hvaða landsliði leikur Mario Balotelli á EM? 3 Þjálfari íslenska karlalands-liðsins þjálfaði áður sænska landsliðið í þremur EM- keppnum. Hvað heitir hann? 4 Hvaða framherji danska landsliðsins er á mála hjá Arsenal en lék með Sunder- land í vetur? 5 Í hvaða landsliði á EM leika þeir Shay Given, Robbie Keane og Richard Dunne? 6 Hvaða leikmenn Rússa spila með a) Arsenal og b) Tottenham? 7 Hverjir eru núverandi Evrópumeistarar? 8 Hvað heitir framherji franska landsliðsins sem leikur með Real Madrid? 9 Hvaða ítalski landsliðsmaður er á mála hjá Liverpool en lék sem lánsmaður hjá AC Milan í vetur? 10 Með hvaða félagsliði leikur þýski lands- liðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger? MESSI OG RONALDO EINS OG ÞEIR ERU Í yfirstandandi fótboltafári er ekki úr vegi að kynna sér nýútkomnar bækur um tvo af bestu knattspyrnumönnum samtímans, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, sem einkum eru ætlaðar yngstu lesendunum. Í þeim gefur að líta fullt af myndum af ferli þessara snillinga og sögur af því hvernig þeir komust á toppinn. Illugi Jökulsson skrifar texta bókanna. Á Vísi er hægt að horfa á mynd skreyttan upp lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.