Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 85

Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 85
LAUGARDAGUR 9. júní 2012 49 Orðuð við Noah Þrjátíu nýjar hljómsveitir hafa verið kynntar til leiks á hátíðina Iceland Airwaves. Í erlendu deildinni hefur tilraunarokksveitin Dirty Projectors bæst í hópinn, rétt eins og bresku gítar- rokkararnir í The Vaccines og Moon- face, sem er nýtt hliðarverkefni Spencer Krug úr Wolf Parade með finnsku kraut- rokksveitinni Siinai. Í íslensku deildinni eru nýjar á lista Of Monsters and Men, FM Belfast, Sól stafir, Valdimar, Mamm- út og fleiri sveitir. Forsala miða á hátíðina hefur aldrei gengið jafn vel. Athygli vekur að aðeins um 20% seldra miða eru til Íslendinga. Iceland Airwaves verður haldin víðs vegar um miðborg Reykjavíkur 31. október til 4. nóvember. Þrjátíu bætast við Airwaves SPILAR Á AIRWAVES Hljómsveitin Dirty Projectors spilar á Airwaves. Emma Watson, leikkon- an úr Harry Potter- myndunum, er sögð í viðræðum um að leika í kvikmyndinni Noah. Watson myndi fara með hlutverk Ila sem á í sam- bandi við einn af sonum Nóa. Russell Crowe hefur þegar samþykkt að leika aðalhlutverkið, auk þess sem Logan Lerman og Douglas Booth leika syni hans. Jennifer Con- nelly verður einnig á meðal leikara. Noah verður fyrsta myndin sem Dar- ren Aronofsky leikstýrir síðan hann gerði hina vel heppnuðu Black Swan. Samkvæmt kvikmynda- síðunni Imdb.com fara tökurnar fram í New York og hér á landi en Aronofsky heimsótti Ísland í fyrra til að kynna sér tökustaði. EMMA WATSON Leikkonan er sögð í viðræðum um að leika í Noah. MEDIA, sjóður Evrópusam- bandsins til eflingar kvikmynda- gerðar og -menningar, hefur valið Alþjóðlega kvikmyndahá- tíð í Reykjavík eina af fimmtán áhugaverðustu kvikmyndahátíð- unum í Evrópu. Þetta kom fram í kynningarriti um framúrskar- andi kvikmyndaviðburði í Evrópu sem var kynnt á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Alls styrkir sjóðurinn um níu- tíu hátíðir og hefur hann ákveðið að styrkja rekstur Riff-hátíð- arinnar í þriðja sinn um átta milljónir króna. Hátíðin fer fram 27. september til 7. október og hafa yfir tvö hundruð titlar þegar verið sendir inn. Riff á topp fimmtán ÁHUGAVERÐ HÁTÍÐ Hrönn Marinós- dóttir, stjórnandi Riff. Hátíðin er ein af fimmtán bestu í Evrópu samkvæmt MEDIA. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tónlistarmaðurinn Biggi Hilm- ars, sem er best þekktur sem söngvari Ampop, ætlar að bjóða lagið Now Is The Time frítt á netinu í eina viku. Lagið verður á væntanlegri sólóplötu sem kemur út í haust. Biggi hefur verið búsettur í fimm mismunandi borgum síðastliðin ár og unnið að ýmsum verkefnum fyrir kvikmyndir, auglýsingar og leikhús. Núna er hann staddur hér á landi og vinnur hörðum höndum við að klára plötuna. Hægt er að ná í nýja lagið á síðunni Biggi- hilmars.com. Lagið er einnig gefið út á síðunni Gogoyoko.com. Biggi gefur glænýtt lag ÓKEYPIS LAG Biggi Hilmars býður upp á nýja lagið sitt frítt á netinu í eina viku. MYND/MARÍA KJARTANSDÓTTIR Við bjóðum fjármálaráðgjöf islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum þér fjármálaráðgjöf í næsta útibúi Íslandsbanka Nýlega útskrifuðust fyrstu starfsmenn Íslandsbanka með vottun í fjármálaráðgjöf á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Vottunin miðar að því að samræma kröfur til þeirra sem sinna fjármálaráðgjöf til einstaklinga, efla þekkingu þeirra og auka um leið gæði bankaþjónustu á Íslandi. Íslandsbanki fagnar þessum áfanga og óskar öllum þeim sem útskrifuðust til hamingju. Vottun fjármálaráðgjafa er samstarfsverkefni eftirtalinna aðila: · Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) · Aðildarfyrirtæki SFF sem eru í viðskiptabankastarfsemi · Efnahags- og viðskiptaráðuneytið · Háskólinn á Bifröst · Háskóli Íslands · Háskólinn í Reykjavík · Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) Dröfn Guðnadóttir Vottaður ráðgjafi, Kirkjusandi Hrafn Snorrason Vottaður ráðgjafi, Ísafirði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.