Fréttablaðið - 09.06.2012, Síða 88

Fréttablaðið - 09.06.2012, Síða 88
9. júní 2012 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is PAVEL ERMOLINSKIJ er búinn að semja við sænsku meistarana í Norrköping Dolphins og mun spila með þeim á næsta tímabili svo framarlega sem liðið verði í Evrópukeppni. Þetta er annað árið í röð sem Pavel fer til sænsku meistaranna en hann fór til Sundsvall Dragason fyrir síðasta tímabil. HANDBOLTI „Þessi eina til tvær vikur sem maður er með lands- liðinu strax eftir langt tímabil eru yfirleitt þær erfiðustu á árinu,“ segir Aron sem segist hafa þurft smá tíma til að pumpa sig upp í þetta verkefni. Ísland mætir Hol- lendingum í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. „Ég þekki sjálfan mig samt það vel að ég get stillt mig inn á svona verkefni. Ég hef gert þetta áður enda orðinn reynslubolti,“ segir Aron og hlær en Hafn firðingurinn verður 22 ára í júlí. Hollendingar hafa ekki unnið til afreka í karlahandboltanum en Aron hefur varann á. „Þetta er fínt lið þótt þetta sé ekki þekktasta lið í heimi. Maður þekkir ekkert öll nöfnin þarna, ég skal alveg viður- kenna það,“ segir Aron en íslensku strákarnir hafa undir höndum upp- tökur af leikjum liðsins sem verða notaðar í undirbúningnum. „Þeir eru með fína leikmenn og þetta er hættulegur and stæðingur. Við vitum að við erum sterkara liðið og líklegri í þessum leikjum,“ segir Aron og leggur áherslu á að liðið þurfi að gefa allt í fyrri leikinn á heimavelli til að hafa gott veganesti fyrir Hollandsferðina. Erfitt að gagnrýna þjálfarann Aron átti frábæra innkomu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Kiel gegn Atlético Madrid og skoraði þrjú mörk þegar erfiðlega gekk hjá þýska liðinu. Bekkjar- setan heillar Aron ekki frekar en aðra og hann vill fara að fá meira traust frá Alfreð Gíslasyni, þjálfara liðsins . „Ég viðurkenni alveg að það pirrar mig að sitja á bekknum. Það er samt mjög erfitt að gagn- rýna þjálfarann þegar það gengur svona vel. Flestir leikmenn eru þannig að þeir eru ekki alltaf sam- mála þjálfaranum. Ég verð bara að vinna vel í mínum hlutum í sumar til að stækka hlutverk mitt, verða byrjunarliðsmaður og fá traust á mínar herðar,“ segir Aron sem segir árangur Kiel vissulega hafa komið á óvart en liðið hafi unnið fyrir honum. Síðasta tímabil hneyksli „Við stefnum alltaf á alla titla og vorum frekar sárir með síðasta tímabil. Okkur fannst eiginlega BEKKJARSETAN PIRRANDI Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel. ARON Ætlar ekki að vanmeta lið Hollands sem Ísland mætir tvívegis á næstu dögum í undankeppni HM. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik á Evrópumótinu í Serbíu í janúar og hafnaði í 10. sæti. Liðið var gagnrýnt og meðal annars lét Sigurður Bjarna- son, fyrrum landsliðsmaður og þáverandi sérfræðingur RÚV í EM-stofunni, í ljós þá skoðun sína að ábyrgð Arons í liðinu væri of mikil. Að hans mati ætti Aron að vera í hlutverki jókers. Aron segist hafa heyrt gagnrýni Sigurðar en vera langt frá því að vera sammála. „Ég er búinn að vera þrjú ár úti í Þýskalandi hjá besta liði í heimi og er kominn með stórt hlutverk í liðinu. Þetta er eiginlega eintóm þvæla hjá honum og sýnir hvað hann veit lítið um þetta. Svona menn eiga ekki að vera einhverjir spekingar og segja þjóðinni til,“ segir Aron og minnir á að hann sé enginn nýliði í landsliðinu. „Ég er auðvitað bara 22 ára en með slatta af reynslu á bakinu eftir þessi fjögur ár með landsliðinu. Það er eitthvað rangt við það ef ég á að taka næstu fjögur til fimm árin í að vera jókerinn í liðinu,“ segir Aron og minnir á ábyrgð sérfræðinga í sjónvarpi og öðrum miðlum. „Hann fattar ekki að allir hlusta á hvað hann segir enda er hann fenginn í settið til að vera spekingur. Þetta pirraði mig ekkert því ég veit betur sjálfur en þetta var eintóm þvæla,“ segir Aron. Eintóm þvæla að ég eigi að vera jóker EM í fótbolta - A-riðill Pólland - Grikkland 1-1 1-0 Robert Lewandowski (17.), 1-1 Salpingidis (51.) Rússland - Tékkland 4-1 1-0 Alan Dzagoev (15.), 2-0 Roman Shirokov (24.), 2-1 Vaclav Pilar (52.), 3-1 Alan Dzagoev (79.), 4-1 Roman Pavlyuchenko (82.). Borgunarbikar karla Þór - Valur 1-4 0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson (24.), 1-1 Jóhann Helgi Hannesson (47.), 1-2 Rúnar Már Sigurjónsson (51.), 1-3 Hörður Sveinsson (73.), 1-4 Kolbeinn Kárason (77.). FH - Fylkir 1-1 (2-3 í vítak.) 1-0 Björn Daníel Sverrisson (33.), 1-1 Jóhann Þórhallsson (45.). Fylkir vann í vítakeppni 3-2. Kristján Finnbogason varði þrjú víti FH-inga. Breiðablik - BÍ/Bolungarvík 5-0 1-0 Petar Rnkovic, víti (12.), 2-0 Sverrir Ingi Ingason (15.), 3-0 Rafn Andri Haraldsson (45.), 4-0 Haukur Baldvinsson (61.), 5-0 Guðmundur Pétursson (68.) ÍA - KR 1-2 0-1 Atli Sigurjónsson (5.), 0-2 Óskar Örn Hauksson (20.), 1-2 Jóhannes Karl Guðjónsson, víti (87.) Það er hægt að finna ítarlega umfjöllun um alla leikina inn á Vísir.is. ÚRSLIT Í GÆR G æ ð i H r e i n l e i k i V i r k n i Grunnpakki Kára Steins Grunnpakkinn frá NOW inniheldur þau lykil næringarefni sem flestir fá ekki nóg af. Frábær viðbót „Til að ná hámarks árangri þarf ég að gera miklar kröfur til sjálfs mín og þess sem ég læt ofan í mig. Ég vel NOW!“ Kári Steinn Karlsson, hlaupari og ólympíufari. FÓTBOLTI Tveir stórleikir eru á dagskrá Evrópumeistaramótsins í dag þegar fyrstu leikirnir í B-riðli, sem hefur verið kallaður dauðariðill keppninnar, fara fram. Fyrir fram er talið að Þýska- land, Holland og Portúgal muni berjast um efstu tvö sæti riðilsins. Fjórða liðið, Danmörk, er ekki með jafn sterkt lið á pappírnum en Danir hafa áður náð að koma á óvart á stórmótum í knattspyrnu. Danir mæta Hollendingum í fyrri leik dagsins. „Allt annað en sigur á þessu móti verður vonbrigði fyrir Hollendinga,“ sagði Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, í gær. „En við getum ekki leyft okkur slíkan hugsunarmáta. Það yrði gríðarlegur sigur fyrir okkur að komast upp úr riðlinum.“ Fá l ið búa yfir meir i sóknarkrafti en það hollenska enda valinn maður í hverju rúmi. Þeir sem skipa varnarlínu liðsins eru hins vegar minna þekktir og varð liðið fyrir miklu áfalli þegar að miðvörðurinn Joris Mathijsen meiddist skömmu fyrir mót. Þjóðverjar eru hins vegar með afar heilsteypt lið og þykja því lík- legir til að fara alla leið í sjálfan úrslitaleikinn. Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid og fyrir- liði Portúgals, var þó yfirvegaður á blaðamannafundi í gær. „Lykil- atriði er að hafa gaman af þessu,“ sagði Ronaldo. „Það er mikil og góð stemning í hópnum og ég er því bjartsýnn. Við viljum sýna hvað við getum.“ - esá Tveir athyglisverðir leikir á dagskrá EM í dag: Dauðariðillinn af stað algjört hneyksli „bara“ að verða í öðru sæti í deildinni og vinna bikarinn,“ segir Aron en liðið hóf undirbúningstímabilið fyrr en venjulega síðastliðið sumar. „Við ætluðum að sanna að við ættum þetta allt skilið. Það hugsaði enginn um að við gætum átt fullkomið tímabil og unnið alla þrjá titlana. Það var samt klár- lega stefnan. Maður fer samt í alla leiki til þess að vinna og það gekk heldur betur eftir í ár,“ segir Aron sem segir muninn á æfingum með landsliðinu og Kiel í raun bara vera tungumálið. „Það er mikil fagmennska á báðum stöðum. Landsliðið er líka heimsklassalið en hérna eru liðsfélagarnir meiri vinir manns. Hitt er meira þannig að um atvinnu þína er að ræða. Þú ert ekkert mikið að blanda geði við hina. Hérna ertu með vinum þínum að æfa og það er líkast til stærsti munurinn.“ kolbeinntumi@365.is RONALDO Verður í eldlínunni gegn Þýskalandi í dag. NORDICPHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.