Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 4
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR4 EFNAHAGSMÁL Innlán Sparisjóðsins í Keflavík uxu um hátt á annan tug milljarða króna eftir að ríkisstjórn Íslands tilkynnti að hún gengi í ábyrgð fyrir öllum innlendum inn- stæðum í október 2008. Á meðal þeirra sem tóku þátt í að leggja fé inn í sjóðinn voru sveitarfélög, líf- eyrissjóðir og aðrir hagsmunaað- ilar á Suðurnesjum. Íslenska ríkið þarf að greiða Landsbankanum 19,2 milljarða króna vegna ábyrgðar sinnar á SpKef. Til viðbótar er áætl- aður vaxtakostnaður vegna þessa um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið hafði þegar lagt SpKef til 900 milljónir króna í nýtt eigið fé þegar sjóðurinn var stofnsettur. Samkvæmt upplýsingum sem Frétta- blaðið býr yfir óx innlánasöfn- un Sparisjóðs- ins í Kefla- vík gríðarlega eftir banka- hrun. Innlán í sjóðnum námu 44,9 milljörð- um króna um mitt ár 2008. Í árslok 2008 voru þau orðin 54,7 milljarðar króna. Þau höfðu því aukist um 9,8 millj- arða króna á mjög skömmum tíma. Þáverandi ríkisstjórn Íslands gaf út yfirlýsingu 6. október, sama dag og neyðarlög voru sett í land- inu, um að allar innstæður í við- skiptabönkum og sparisjóðum væru að fullu tryggðar á ábyrgð ríkisins. Eftir bankahrunið lögð- ust sveitarfélög, lífeyrissjóðir og aðrir hagsmunaaðilar á svæðinu á eitt við að reyna bjarga sjóðn- um með því að auka innlán hans. Meðal annars gaf Reykjanesbær út skuldabréf upp á 2,5 milljarða króna þann 16. október 2008 og lagði söluvandvirði þess inn á inn- lánsreikning í sjóðnum. Nokkrum dögum síðar lagði Grindavíkurbær tvo milljarða króna, sem var hluti af söluandvirði hans fyrir eignar- hlut í Hitaveitu Suðurnesja, inn í sparisjóðinn. Í frétt sem birtist á vef Víkur- frétta 22. október 2008 var haft eftir Geirmundi Kristinssyni, þáverandi sparisjóðsstjóra, að margir fleiri aðilar hefðu lagt sitt á vogarskálarnar á þessum tíma til að styrkja rekstur sjóðsins. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins átti þorri þeirrar 9,8 milljarða króna innlánaaukningar sem varð hjá Sparisjóðnum í Keflavík sér stað eftir ábyrgðar- yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Innlán SpKef stóðu í 57,6 millj- örðum króna þegar sjóðnum var rennt inn í Landsbankann í mars í fyrra. Þegar tekið er tillit til þeirra sex milljarða króna í innlánum sem runnu út úr sjóðnum á starfs- tíma hans, og greint er frá í hliðar- efni, er ljóst að heildarumfang þeirra innlána sem hann hafði safnað að sér var um 64 milljarð- ar króna. Það er um 19 milljörð- um krónum meira en staða innlána hjá sjóðnum var fyrir bankahrun Ábyrgð ríkis á SpKef jókst um 20 milljarða frá hruni Sveitarfélög, lífeyrissjóðir og aðrir hagsmunaaðilar lögðu milljarða inn í Sparisjóð Keflavíkur eftir að ríkið gekk í ábyrgð fyrir öllum innstæðum. Alls jukust innlán sjóðsins um hátt í 20 milljarða frá bankahruni. milljarða króna aukning varð á innlánum Spari- sjóðsins í Keflavík frá miðju ári 2008 og til ársloka. Innlán fóru úr 44,9 milljörðum í 54,7 milljarða króna. 9,8 DÝR Sparisjóðurinn safnaði umtalsverðum innlánum eftir bankahrun. Fall hans mun kosta ríkissjóð um 26 milljarða króna þegar allt er talið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tíu milljarða skuld við Seðlabankann Fréttablaðið greindi frá því í gær að SpKef skuldaði Seðlabanka Íslands og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Skuldin er til viðbótar við innlán sjóðsins og er á ábyrgð íslenska ríkisins. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum eru um tíu milljarðar króna af þeirri skuld við Seðlabankann. Sú skuld jókst um sex milljarða króna eftir að SpKef var settur á fót á grunni Sparisjóðsins í Keflavík í apríl 2010. Aukn- ingin var þó öll vegna innlána sem runnu út úr SpKef. Öll viðbótarlán sem Seðlabankinn veitti SpKef voru veitt á grundvelli skaðleysisyfirlýsingar. Í henni fólst að öll viðskipti sjóðsins við Seðlabankann voru bundin skilyrðum um ábyrgð af hálfu ríkissjóðs vegna innstæðna. Því jókst ábyrgð ríkissjóðs á innlánum SpKef ekki vegna þessara viðskipta. og áður en íslenska ríkið tryggði allar innstæður að fullu, eða nán- ast sama upphæð, án vaxta og fyrri greiðslna, og úrskurðarnefnd úrskurðaði að íslenska ríkið ætti að greiða Landsbankanum fyrir að taka yfir SpKef. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun í dag funda um mál- efni SpKef. Á fundinn mæta full- trúar frá fjármálaráðuneyti og Fjármálaeftirlitinu (FME). Í máli Valgerðar Bjarnadóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í gær- morgun kom fram að ekki hefði áður verið farið fram á að málið yrði tekið upp í nefndinni. thordur@frettabladid.is KOSNINGAR Rætt verður um for- setaembættið á fræðilegum nótum á málfundi á vegum Mál- fundafélags stjórnmálafræði- nema á fimmtudag. Öllum forsetaframbjóðend- unum var boðið að koma en aðeins Andrea Ólafsdóttir og Hannes Bjarnason hafa boðað komu sína. Aðrir frambjóðendur segjast ekki koma eða hafa ekki svarað. Fyrirlesarar verða Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði, Guðni Th. Jóhannes- son sagnfræðingur og Sigurður Líndal lagaprófessor. Forsetaframbjóðendur munu í kjölfarið sitja pallborðsumræð- ur og áhorfendum verður leyft að koma með spurningar úr sal. Fundurinn verður í stofu HT-105 í Háskóla Íslands klukkan 16.00. - bþh Fundur um forsetaembættið: Aðeins tveir boða komu sína VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 25° 21° 15° 18° 17° 17° 17° 25° 17° 26° 22° 32° 16° 19° 21° 19°Á MORGUN Hæg breytileg átt eða hafgola. FÖSTUDAGUR Hæg breytileg átt eða hafgola. 9 12 10 9 11 10 12 10 7 9 11 10 12 8 9 6 10 9 8 9 9 2 5 4 2 3 3 2 2 2 4 2 LÍTIL VÆTA er í spákortum næstu daga og það er þá helst að lítilsháttar síðdegis- skúrir falli sunnan til. Annars verður víða bjart eða bjart með köfl um. Það verður áfram svalt um landið austan- vert en þokkalegur hiti á Suður- og Vesturlandi. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður ENGLAND, AP Enska biskupa- kirkjan mótmælti í gær form- lega áætlunum stjórnvalda um að heimila hjónabönd samkyn- hneigðra. Ekki mun þó standa til að neyða menn biskupakirkjunnar til að gefa saman samkynhneigð pör, heldur gengur tillagan út á borg- araleg hjónabönd fyrir samkyn- hneigð og gagnkynhneigð pör. Enska biskupakirkjan segir samkynhneigð pör njóta nú þegar margra þeirra réttinda sem fáist með hjónabandi í gegnum stað- festa samvist. Þá óttast hún að nái tillagan fram að ganga muni prestar þurfa að gefa samkyn- hneigða saman þegar fram líða stundir. - þeb Hjónabönd samkynhneigðra: Enska kirkjan mótmælir BANDARÍKIN, AP John Bryson, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, er grunaður um að hafa ekið á tvo bíla í Los Angeles um helgina og stungið af frá árekstrunum. Lög- regla fann hann meðvitundarlaus- an undir stýri. Bryson var einn í Lexus-jeppa þegar hann ók aftan á bíl. Hann ræddi við fólkið í bílnum, en ók svo aftur á bílinn þegar hann fór. Skömmu síðar ók hann á annan. Viðskiptaráðuneytið segir Bryson hafa fengið flog, hann hafi ekki verið undir áhrifum. - þeb Sagður hafa ekið á tvo bíla: Viðskiptaráð- herra í vanda DÝRALÍF Gróðurhús sem stend- ur fyrir utan Norræna húsið var formlega opnað á dögunum. Úr húsinu er gott útsýni yfir Vatns- mýrina en þaðan gefst fólki kost- ur á að skoða fuglalífið í mýrinni. Gróðurhúsið verður opið í allt sumar, en þar er aðbúnaður fyrir fólk með nesti og sjónaukar fyrir þá sem vilja skoða fuglana. Einnig er vefmyndavél í mýrinni þannig að fólk geti fylgst með fuglunum heiman frá sér. Í sumar stendur Norræna húsið svo fyrir fuglaskoðunarferðum um svæðið á laugardögum og tónleika- röð við gróðurhúsið sem hefst 21. júní. Miklar framkvæmdir hafa stað- ið yfir í Vatnsmýrinni frá því í vor, en þá hófst vinna við að endur- heimta votlendi á svæðinu. Háskóli Íslands, Norræna húsið og Reykja- víkurborg stóðu að þeirri fram- kvæmd. Fyrir framkvæmdir var ástand- ið í mýrinni talið slæmt, enda hafði fuglalífi hrakað mikið á síðustu áratugum vegna ágengra plantna og mengunar frá flugvellinum. Strax í ár, nokkrum mánuðum eftir fyrstu framkvæmdirnar, hefur fuglalífið tekið við sér og tegundir eins og tjaldur og kría eru byrjaðar að láta sjá sig. - ktg Reykvíkingar endurheimta fuglalíf í Vatnsmýrina eftir tímabil þar sem því hrakaði: Aldrei meira fuglalíf í Vatnsmýri FUGLALÍF Í gróðurhúsi Norræna hússins má skoða fugla með kíki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GENGIÐ 13.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,8744 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,1 129,72 200,52 201,5 161,51 162,41 21,726 21,854 21,403 21,529 18,238 18,344 1,6228 1,6322 195,34 196,5 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.