Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 26
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR22 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. ládeyða, 6. kringum, 8. jarð- sprunga, 9. flík, 11. til, 12. sann- færingar, 14. dýrahljóð, 16. hljóm, 17. frostskemmd, 18. strit, 20. komast, 21. ættarsetur. LÓÐRÉTT 1. ryk, 3. einnig, 4. fúslega, 5. mis- kunn, 7. tilgangur, 10. ferð, 13. umfram, 15. skarpur, 16. hljóðfæri, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. logn, 6. um, 8. gjá, 9. fat, 11. að, 12. trúar, 14. krunk, 16. óm, 17. kal, 18. bis, 20. ná, 21. óðal. LÓÐRÉTT: 1. duft, 3. og, 4. gjarnan, 5. náð, 7. markmið, 10. túr, 13. auk, 15. klár, 16. óbó, 19. sa. Sámur verður bundinn og við sendum hann í rólegan göngutúr um blettinn! Þetta gæti vel virkað! Svo sækjum við hann þegar hann er búinn að gera sitt! Og þetta er byggt á þinni hönnun? Jebb! ég fann teikningarnar á netinu! Magnað! ánægður með þig! Mundu eftir þessu þegar sláttu- vélin klikkar aftur. Það er bara tímaspurs- mál! Í alvöru? Eruð þið Sara byrjuð aftur saman? Lítur út fyrir það. Eiginlega. Held ég. Allavega kannski mögulega. Þú ert tvíræðnis- kóngurinn. Takk. Held ég. TANNLÆKNASKÓLINN Opnið upp á gátt Ég er með sauma! Ég er með sauma! Ég er með sauma! Ég er með sauma! Ég er með sauma! Ég er með sauma! Það verður þemadagur í dag þannig að sýningardeginum hefur verið frestað. Elskan mín, heyrðirðu litla rödd öskra: „NEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEI“? Forsetakosningarnar hafa ekki kveikt í mér einn einasta neista. Ég hef ekki kynnt mér stefnumál frambjóðenda af nokkru viti og gæti ekki nefnt þá alla með nafni í fljótu bragði. Erum við ekki líka að tala um sex eða sjö manns? Ég horfði á hvorugar kappræðurnar í sjónvarp- inu, ætlaði mér það, reyndi, en hélt það ekki út. Man ekki einu sinni hvaða dag á að kjósa. Á erfitt með að blanda mér í umræður um embættisskyldur forsetans og orðið „neitunarvald“ slær mig alveg út af laginu. ÁHUGALEYSI mitt get ég með engu útskýrt. Ég skammast mín hálfpartinn fyrir það og reyni að breiða yfir með yfirborðs- kenndu fjasi um frammistöðu frambjóðenda þegar þeir hafa tjáð sig einhvers staðar í fjöl- miðlum. Ekkert af neinu viti þó. Fer ekki djúpt í saumana þar sem ég horfði yfirleitt ekki sjálf né heyrði. Þetta er auðvitað til hábor- innar skammar. Allir þenkjandi Íslendingar hljóta að hafa skoðun á því hver situr á Bessa- stöðum ... ÉG fæ þetta ekki útskýrt með valkvíða en þá tilfinningu upplifi ég gjarnan ef um margt er að velja og óljóst hvað af því komi mér best. Valkvíða fylgja nefnilega vangaveltur um hvern kost og ég reyni í örvæntingu að festa hönd á einhverju sem slær af allan vafa. Það á ekki við hér. Ég hef ekki einu sinni kynnt mér málin og skrolla hiklaust yfir þegar vinirnir deila einhverju um fram- bjóðendurna á Facebook. GÆTI það verið tímsetningin? Að það sé kominn svo mikill sumarfiðringur í mig að ég hugsi ekki um annað en sumarfrí og lautarferðir, nesti og sólarvörn? Fletti auglýsingum um ódýrar flugferðir til útlanda og skoði sandala í búðargluggum og appelsínugult naglalakk? Hugsanlega. Sumarið er jú svo stutt, það væri synd að eyða því í einhver leiðindi. HUGSANLEGA gæti áhugaleysið nefni- lega stafað af leiða á leiðindum. Ég hrein- lega þjáist svo illa af karpþreytu eða þrasþreytu að ég þoli ekki við. Nenni ekki að hlusta á fólk í framboði mæra sjálft sig, hvað þá að ata aðra frambjóðendur auri. Nenni ekki að lesa athugasemdir þeirra sem heitt er í hamsi á opinni línu, eða lesa blogg. EF ég skána ekkert af þrasþreytunni þá látið þið mig vita hver vann. Ég verð að naglalakka á mér tærnar. Appelsínugult naglalakk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.