Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 28
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram á Ísafirði dagana 19. til 24. júní næstkomandi. Sem fyrr byggir hátíðin á námskeiðahaldi og tónleika- dagskrá, en fullt er á öll námskeiðin í ár. „Í gegnum árin hefur áherslan fyrst og fremst verið lögð á að gera hátíðina betri frá ári til árs, en ekki endilega að gera hana umfangsmeiri. Það hefur tekist mjög vel og skilar sér hægt og örugglega í auknum áhuga á hátíð- inni. Sem dæmi um það er fullt á öll námskeiðin í ár,“ segir Greipur Gíslason, framkvæmdastjóri tón- listarhátíðarinnar Við Djúpið sem fer fram í tíunda sinn á Ísafirði dagana 19. til 24. júní. Eins og fyrr byggir hátíðin á námskeiðahaldi fyrir lengra komna tónlistariðk- endur og framsækinni tónlistar- dagskrá, en aðalkennarar í ár eru Jorja Fleezanis fiðluleikari, Stef- án Ragnar Höskuldsson flautuleik- ari og píanóleikarinn Vovka Stefán Ashkenazy. Þetta er sjöunda árið í röð sem Greipur starfar við tónlist- arhátíðina, en hann hefur fylgst grannt með þróun hennar frá upp- hafi. „Við höfum alltaf verið mjög heppin með listamenn og hægt og rólega bætt hliðarverkefnum við dagskrána. Mestu máli skiptir þó að mikið traust hefur skapast í garð hátíðarinnar, til að mynda hjá tónlistarkennurum, sem senda nemendur sína til okkar. Það er gæðastimpillinn sem gerir það að verkum að margir gera sjálf- krafa ráð fyrir því að námskeið- in á Við Djúpið-hátíðinni séu góð, jafnvel þótt nöfnin á kennurunum séu ekki endilega vel kunn hér á landi. Raunar höfum við lagt mikla áherslu á að kynna til leiks tón- listarfólk sem hefur ekki komið til Íslands áður, í bland við fasta- gesti,“ segir Greipur, en nemendur námskeiðanna koma einnig fram á hátíðinni og stendur þar öll tón- list jafnfætis, hvort sem um ræðir klassík, djass, popp eða nútíma- tónlist. Greipur bætir við að margir telji hátíðina kærkomna viðbót í tón- leikaflóru Ísafjarðar, en í gegn- um tíðina hefur bærinn getið sér gott orð fyrir mikla grósku á tón- listarsviðinu. „Hugsanlega er Ísa- fjörður þekktastur fyrir að vera tónlistarbær, ásamt skíðunum og fiskinum,“ segir Greipur, sem einnig kom að stofnun tónlistar- hátíðarinnar vinsælu Aldrei fór ég suður á Ísafirði. „Jarðvegurinn hér er frjór og ég held að það hafi orðið Ísafirði til happs að þar þykir jafn sjálfsagt að fara í tónlistar- skóla og að æfa fótbolta eða aðrar íþróttir. Það er hefð fyrir því að krakkar reyni í það minnsta fyrir sér í tónlistarnámi, hvort sem þeir halda svo áfram eða ekki.“ Nánari upplýsingar um tónleika- dagskrá hátíðarinnar má finna á vefsíðunni Viddjupid.is. kjartan@frettabladid.is VIÐ DJÚPIÐ Í TÍUNDA SINN VIÐ DJÚPIÐ „Jarðvegurinn hér er fjór og ég held að það hafi orðið bænum til happs að þar þykir jafn sjálfsagt að fara í tónlistarskóla og að æfa fótbolta eða aðrar íþróttir,“ segir Greipur Gíslason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Jorja Fleez- anis, fiðla ■ Stefán Ragnar Höskuldsson, flauta ■ Vovka Stefán Ashkenazy, pínaó ■ The Declassi- fied ■ Sarah Beaty, klarinett ■ Owen Dalby, fiðla ■ Anna Elashvili, fiðla ■ Meena Bhasin, víóla ■ Sæunn Þorsteinsdóttir, selló ■ Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanó ■ Sif Margrét Tulinius, fiðla ■ Daníel Bjarnason, tónskáld ■ Árni Freyr Gunnarsson, tónskáld ■ Ellis Ludwig-Leone, tónskáld ■ Máté Szigeti, tónskáld ■ Helgi Hrafn Jónsson, söngvaskáld ■ Skúli Mennski, söngvaskáld ■ Jussanam da Silva, söngvaskáld ■ KK, söngva- skáld ■ Andrés Þór, gítar ■ Halldór Smárason, píanó ■ Valdimar Olgeirsson, bassi ■ Kristinn Gauti Einarsson, trommur ■ James McVinnie, orgel ■ Una Sveinbjarnardóttir, fiðla ■ Árni Heimir Ingólfsson LISTAMENN Á VIÐ DJÚPIÐ Í ÁR: LITASPJALD ÍSLANDS Nýverið kom út bókin Iceland colours + patterns þar sem lesendum er hjálpað til að upplifa liti og mynstur Íslands á nýjan hátt. Lesendur bókarinnar, sem er á ensku, eru hvattir til að nota hana næst þegar húsið er málað, peysa er prjónuð eða listaverk búið til. JPV gefur út. Kimi Records slær upp litlu útgáfuhófi fyrir Feathermagn- etik, nýútkomna plötu Kiru Kiru, í Stofunni við Ingólfstorg í kvöld klukkan níu. Platan verður leik- in í heild sinni, léttar veitingar verða í boði og hægt verður að kaupa plötuna á kostakjörum. Feathermagnetik kom út hjá Sound of A Handshake, dóttur- fyrirtæki Morr Music í Evrópu og hér á landi í síðustu viku, í samstarfi við Kimi Records. Plat- an hefur hlotið góðar viðtökur, hún fékk fullt hús hjá þýska tón- listartímaritinu De:bug og svo situr hún í þriðja sæti á sölulista tónlistarveitunnar Gogoyoko. Útgáfutónleikar verða svo haldnir í Radialsystem í Berlín 8. júlí og í Reykjavík í haust. Útgáfuhóf Kiru Kiru KIRA KIRA Nýútkominni plötu hennar verður fagnað í kvöld. MUNDU AÐ EFNI SEM ÞÚ SETUR Á NETIÐ ER ÖLLUM OPIÐ, ALLTAF! www.saft.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.