Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 38
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR34 GOTT Á GRILLIÐ „Skírteinið er á leiðinni, það er verið að framleiða það,“ segir Þrá- inn Árni Baldvinsson, gítarleikari í Skálmöld, og einn þriggja stjórn- armanna í nýstofnuðum aðdáenda- klúbbi Kiss á Íslandi. Klúbburinn heitir Kiss Army Iceland en fjölmargir Kiss Army- klúbbar eru starfræktir víða um heim, þar á meðal í Svíþjóð, Ástr- alíu og Þýskalandi. Hinn upphaf- legi Kiss-her var stofnaður í Banda- ríkjunum árið 1975 af mönnum sem ákváðu að elta rokksveitina Kiss um Bandaríkin, rétt áður en hún sló í gegn. Síðan þá hefur klúbbnum heldur betur vaxið fiskur um hrygg. Aðspurður segir Þráinn Árni að stofnun íslenska klúbbsins hafi verið í bígerð í mörg ár. „Svo með aðstoð Facebook stofnuð- um við félagarnir Kiss Army Ice- land-grúppu. Þetta byrjaði allt að blómstra í vetur og það eru komnir hátt í tvö hundruð meðlimir. Þetta gerðist á „no time“,“ segir hann. „Fólk er að átta sig á því hvað þetta er stórkostlegt. Margir hafa verið heima hjá sér sem skápaaðdáendur en eru komnir út núna.“ Með honum í stjórninni eru Kittý Svarfdal og Heiðar Jónsson. Ársgjald í klúbbinn er tvö þús- und krónur. Handhafar skírtein- is fá afslátt á ýmsum stöðum, þar á meðal í Smekkleysu og Lucky Records, á rokkbúllunni Dillon og veitingastaðnum 73. Einnig er verið að framleiða sérstaka Kiss Army Iceland-boli fyrir meðlimi klúbbsins. Hópurinn mun svo hitt- ast reglulega til að bera saman bækur sínar og verður fyrsti fund- urinn á Gamla Gauk. „Þetta verður flottasti og virkasti aðdáendaklúbb- ur á landinu,“ fullyrðir Þráinn. Sjálfur hefur hann verið í banda- ríska Kiss Army-klúbbnum í mörg ár en þeir sem eru í honum geta keypt miða á Kiss-tónleika á undan öðrum. Hann er einmitt að fara ásamt Heiðari og nokkrum öðrum Íslendingum að sjá goðin á tónleikum í Ósló 30. júní, sem verða þeir einu hjá þeim í Evrópu á þessu ári. „Þeir í Kiss Army í Noregi eru búnir að skipuleggja grill og hitting. Það eru aðdáend- ur frá níu eða tíu löndum búnir að skrá sig og við verðum þarna sem fulltrúar Íslands. Þetta verð- ur dásamlegt, bara nördar að hittast og tala um uppáhaldið.“ freyr@frettabladid.is ÞRÁINN ÁRNI BALDVINSSON: ÞETTA VERÐUR FLOTTASTI KLÚBBURINN Á LANDINU HÁTT Í TVÖ HUNDRUÐ MANNS Í NÝSTOFNUÐUM KISS-KLÚBBI KISS-STJÓRNARMENN Þráinn Árni Baldvinsson, Kittý Svarfdal og Heiðar Jónsson eru stjórnarmenn í Kiss Army Iceland. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sálin hefur sent frá sér lagið Hjartadrottningar. Það er eftir gítarleikarann Guðmund Jónsson en söngvarinn Stefán Hilmarsson á textann, sem er óður til kvenna í dægurlögum. Þar er getið sautján kvenna sem eru kunnar úr íslenskum söngtextum fyrr og síðar. Lagið er það fyrsta af þremur sem koma út á næstunni með Sálinni. Tvö ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar, Upp og niður stigann, kom út í samvinnu við Stórsveit Reykjavíkur. Á laugar- daginn spilar Sálin á Spot í Kópa- vogi þar sem nýja lagið verður frumflutt. 23. júní spilar sveitin svo í Borgarnesi. Sálin með óð til 17 kvenna NÝTT LAG Sálin hefur sent frá sér lagið Hjartadrottningar. Ég er rosa mikill kjöt- og kartöflu- maður og vil helst ekki hafa neina sósu heldur krydda kjötið með salti og pipar og hef með kartöfluna framreidda á ítalskan hátt. Þannig finnur þú miklu betur fyrir bragðinu af kjötinu. Það er svona alvöru grill að mínu mati. Aron Bergmann Magnússon, myndlistar- maður og leikmyndahönnuður. - getur m.a. hjálpað ef þú finnur fyrir: Sjúkraþjálfari framkvæmir göngugreiningu hjá Heilsulandi Aumum hælum Beinhimnubólgu Verkjum í iljum Þreytuverkjum og pirring í fótum Verkjum í hnjám Verkjum í baki eða mjöðmum Hásinavandamálum Sérfræðingar Heilsulands eru Ásmundur Arnarsson og Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfarar GÖNGUGREINING „Það var svo mikil pressa á mér úr öllum áttum,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björns- son. Upptökur eru hafnar á fjórðu hestamanna- plötu hans en hinar þrjár hafa notið gífur- legra vinsælda og samanlagt selst í um 32 þúsund eintökum. Sú síðasta, Ég vil fara upp í sveit, seldist í um átta þúsund eintökum í fyrra. „Þetta lá svolítið beint við. Ég ætlaði kannski að fara í sólóplötu en þurfti að fresta henni,“ segir Helgi, spurður út í plötuna. „Landsmót hestamanna verður í Reykjavík í sumar og mikið húllumhæ. Ég fékk hvatn- ingu úr mörgum áttum um að smella einni Reiðmannaplötu í viðbót og ég varð við þeim óskum.“ Meðal laga á plötunni verða Íslenskur kind- reki, sem er ný útgáfa af lagi Spilverks þjóð- anna, Icelandic Cowboy. Það var höfundurinn Valgeir Guðjónsson sem samdi íslenska text- ann. Einnig verða þar Sunnanvindur, sem er íslensk útgáfa af Mr. Sandman, Heim í Heið- ardalinn, Jörðin sem ég ann, Kvöldljóð sem Savanna tríóið söng og hið sígilda Sveitaball í hressilegri útgáfu. Aðspurður vonast Helgi eftir góðum við- brögðum við plötunni eins og þeim fyrri. „Það er búið að vera ótrúlegt gengi á þessum plöt- um, fólk virðist ekkert fá nóg. Maður fær líka alls konar tillögur frá hinum og þessum hvort ég væri til í að taka þetta lag eða hitt. Manni þykir mjög vænt um þetta.“ - fb Helgi tekur upp fjórðu hestaplötuna SÚ FJÓRÐA Á LEIÐINNI Helgi Björnsson er að taka upp fjórðu hestamannaplötu sína með Reiðmönnum vindanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 „Ég leik ömmu sem er frekar stíf,“ segir Margrét Helga Jóhannsdóttir sem er meðal leik- enda í þöglu kvikmyndinni Days of Grey sem hljómsveitin Hjalta- lín semur tónlist við. Leikstjóri myndarinnar Ani Simmon-Kennedy, sem var í tökuliðinu á mynd Woody Allen Midnight in Paris, kom hingað til lands í maí og ræddi við leikara ásamt Rebekku B. Björnsdóttur, meðframleiðanda myndarinnar og fagottleikara Hjaltalíns. Búið er að ráða í hlutverk og leika Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Bryndís Petra Bragadóttir í myndinni ásamt Margréti Helgu. Þrír ungir og upprennandi leik- arar urðu einnig fyrir valinu og eru það þau Davíð Laufdal Arn- arsson, Diljá Valsdóttir og Vikt- oría Rós Antonsdóttir. Þessir krakkar munu eflaust spila stóran þátt í myndinni en handritið, sem samið er af Hrafni Jónssyni, segir frá litlum dreng sem lifir í litlausri veröld og kynnum hans af stúlku frá öðrum heimi. „Ég vissi ekkert um þetta fyrr en Rebekka hringdi í mig til Tenerife. Ég kynntist henni við tökur á þáttunum Heimsenda og lít upp til hennar. Ég ákvað því að slá til á stundinni. Þessir krakkar eru að gera svo spennandi hluti. Það er virkilega þess virði að vinna með þeim,“ segir Margrét sem bætir við að hún sé glöð yfir því að þessi alþjóðlega mynd sé án tals. „Ég sagði strax að ég væri ekki mjög sterk í ensku og þyrfti góðan þjálfara ef þetta væri erlend mynd.“ Tökur myndarinnar fara fram á Reykjanesi dagana 1. til 14. ágúst og mun Hjaltalín semja tónlist myndarinnar í sama mán- uði. -hþt Leikur í þögulli mynd Hjaltalíns Bandaríska rokksveitin Kiss var stofnuð í New York árið 1973. Meðlimir hennar eru þekktir fyrir andlits- málningu sína og skrautlegan klæðaburðinn, auk þess sem tónleikar sveitarinnar eru mikið sjónarspil. Tuttugasta hljóðversplata Kiss, Monster, kemur út í haust en alls hefur sveitin selt um 100 milljónir platna. Á meðal vinsælustu laga rokkaranna eru Rock and Roll All Nite, I Was Made For Loving You, Lick It Up og Crazy Crazy Nights. STAÐREYNDIR UM HLJÓMSVEITINA KISS STÍF AMMA Margrét Helga er meðal leikara í alþjóðlegu þöglu kvikmyndinni Days of Grey sem Hjaltalín semur tónlist við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.