Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 10
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR10 Gríðarleg hungursneyð vofir yfir Vestur-Afríku, en þar hafa rigningar brugð- ist, miklir þurrkar herjað á íbúa og ítrekaður upp- skerubrestur fylgt í kjölfar- ið. Héðinn Halldórsson er á svæðinu og segir viðbrögð við ástandinu langt frá því að vera nógu hröð. „Þetta er eiginlega tifandi tíma- sprengja. Næstu tveir mánuðir eru afgerandi. Þetta getur ekki annað en versnað. Við erum núna mitt á milli uppskera, þetta er það sem kallað er „magurt” tíma- bil,“ segir Héðinn Halldórsson, fjölmiðlatengill fyrir samtökin Barnaheill. Hann segir eina milljón manna standa frammi fyrir alvarlegri vannæringu í níu löndum Vestur- Afríku. Verst telur hann ástandið í Níger og Búrkína Fasó, en Héðinn er staðsettur í Búrkína Fasó þessa stundina. Héðinn segist afar sleginn yfir ástandinu. Hann bendir á að eitt barn af hverjum tíu sem búi á svæðinu, sé nú þegar alvarlega vannært og fólk orðið verulega örvæntingarfullt. „Ég hef séð að fólk er að bregða á algjör neyðarráð. Það er verið að taka börn úr skólum svo þau geti aflað tekna eða matar. Fólk borðar einu sinni á dag, mjög næringar- lítinn mat, af því að það reynir að þrauka þetta tímabil og sker við nögl þann litla mat sem það hefur. Fólk reynir líka að selja kindur og geitur, sem er mjög neikvæð aðferð til að komast af. Það er skammtímalausn, því þegar búið er að selja allan stofninn er ekk- ert eftir. Hvorki matur, peningar né bústofn. Þá er það bara dauði sem blasir við.“ Héðinn segir alvarlegt hversu lengi umheimurinn og hjálpar- samtök voru að taka við sér. „Viðbrögðin hafa verið ein- hver en þau hafa ekki verið nógu hröð. Það sem þarf að gerast er að fá aukið fjármagn og það þarf athygli í fjölmiðlum. Fólk bregst ekki við fyrr en það sér lík á sjón- varpsskjá.“ Fréttaviðtal: Yfirvofandi hungursneyð í Vestur-Afríku Katrín Tinna Gauksdóttir katrin@frettabladid.is „Fólk bregst ekki við fyrr en það sér lík“ NEMATA, FJÖGURRA ÁRA Nemata fær tvær máltíðir á dag, sem báðar samanstanda af sorghum (í ætt við kúskús) með sósu gerðri úr baobab-laufum. Búrkína Fasó er eitt af fátækustu löndum heims og á næstu tveimur mánuðum er líklegt að eitt af hverjum tíu börnum muni þjást af alvarlegri vannæringu. ABDOLAYE, TÓLF ÁRA Abdolaye ásamt fjölda kvenna og barna að leita að gulli á árbakka í Kaya-héraði. „Það er ekki til nægur matur heima,“ sagði Abdoulaye, einn fimm bræðra, en ein afleiðing yfirvofandi hungursneyðar er að börn neyðast til að hætta að stunda skóla, til að vinna fyrir sér fyrir mat. BARNAHEILL/HÉÐINN HALLDÓRSSON ZALISSA, Á SJÚKRAHÚSINU Í KAYA Á dýnu á gólfinu liggur ellefu daga gömul, vannærð dóttir Zalissu. PORE YALMA ÁSAMT DÓTTUR SINNI, NAFORÉ, FJÖGURRA ÁRA Naforé var lögð inn á sjúkrahúsið í Kaya fyrir ellefu dögum, alvarlega van- nærð. Barnaheill greiða fyrir lækniskostnað Naforé, eins og allra annarra barna undir fimm ára aldri í Búrkína Fasó. Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Volkswagen Passat Comfortline Plus er nú fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti ásamt bakkmyndavél. www.volkswagen.is Ratvís og víðsýnn Volkswagen Passat EcoFuel Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat Passat Comfortline Plus sjálfskiptur kostar aðeins 4.590.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.