Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 12
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR12 Hjóla- og göngustígar á höfuðborgarsvæðinu WWW.N1.IS | N1 ÁRTÚNSHÖFÐA | OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN FÍ T O N / S ÍA FÍ T O N FÍ T O N FÍ T O N FÍ T O N FÍ T O N FÍ T O N ÍT O N FÍ T O N FÍ T O N FÍ T O N FÍ T O NN FÍ T O N FÍ T O N FÍ T O FÍ T O TÍTFÍ TÍTÍTFÍ TÍFFF / SÍ A / SÍ A / SÍ AA / SÍ AA SÍ A / SÍ A / SÍ A / SÍ AÍAÍA / SÍ AA / SÍ AÍA / SÍÍ / SÍSÍ KOMDU Á N1 ÁRTÚNSHÖFÐA OG FÁÐU ÞÉR EITTHVAÐ FERSKT OG NÝMALAÐ F ÍT O N / S ÍA Víða um höfuðborgar svæðið má finna sameiginlega göngu- og hjólastíga, sem eru yfirleitt í mikilli notk- un á sumrin. Á mörgum stöðum eru blindhorn og aðrar slysagildrur. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari tók meðfylgjandi myndir. Pálmi Freyr Randversson, sér- fræðingur í samgöngumálum hjá Reykjavíkurborg, segist ekki fá margar tilkynningar eða ábend- ingar um slys á hjóla- og göngu- stígum. Það vanti upp á að borg- inni sé tilkynnt um slíkt, en mál séu tilkynnt til lögreglu ef svo ber undir og þá skoði borgin skýrslur lögreglunnar. Frekar berist ábend- ingar frá fólki sem búist við því að slys gætu orðið á tilteknum stöðum og þá reyni borgin að bregðast við því áður en það gerist. Eins og sést á myndunum er gripið til ýmissa ráðstafana vegna blindhornanna, búið er að laga stígana sums staðar og á öðrum stöðum hafa verið settir upp spegl- ar eða viðvörunarskilti. „Svo er reynt að klippa gróður ef hann er að trufla,“ segir Pálmi Freyr. „Nú er verið að hanna nýja hjólastíga. Stígarnir sem hafa verið gerðir eru blanda af göngu- og hjólastíg- um og þeir eru ekki hannaðir út frá hraðanum sem hjólreiðafólk er á. Sameiginlegir stígar eru meira útivistarstígar en nú er farið að hugsa þetta meira sem samgöng- ur og út frá hraðanum.“ Þannig séu fleiri blindhorn í gamla stíga- kerfinu, en vonandi verði engin í því nýja. „Á nýju stígunum eru beygjuradíusar betur útfærðir fyrir hjól og meiri hraða.“ thorunn@frettabladid.is Blindhorn og aðrar slysagildrur á stígum GULLINBRÚ Þessi stígur liggur undir Gullinbrúna í Grafarvogi og vegna þess hve beygjan er kröpp hefur verið settur upp spegill eins og tíðkast í bílaumferðinni. BROTINN SPEGILL Spegillinn lítur hins vegar svona út.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.