Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. júní 2012 17 Óumdeilanlegt er að hinar umhverfisvænu, íslensku orku- lindir, vatnsafl og jarðhiti, munu áfram skapa íslenskri þjóð veruleg verðmæti, ef hún ber gæfu til að nýta sér þær til aukinna hagsbóta. Vatnsaflið er í reynd varanlegt og jafnvel óþrjótandi í þeim skilningi að meðan úrkoma fellur á landið í þeim mæli sem verið hefur síðustu aldirnar munu árnar flytja hana til sjávar og á leiðinni knýja aflstöðv- arnar með því afli sem rennslið og fallið í ánum skapar. Um jarðhitaorkuna gildir hins vegar að takmörk eru fyrir því hve mikið má taka úr jarðhita- geyminum án þess að draga úr orkuframleiðslunni. Sé þess gætt að ganga ekki of mikið á orkumagn geymisins er auðvelt að tryggja jafna orkuvinnslu til lengri tíma. Orkulindirnar eru því í eðli sínu endurnýjanlegar og varanlegar. Ástæðulaust er því að fara sér hægt í byggingu orkuvera af þeirri ástæðu að orkulindirnar þrjóti. Augljóst er hins vegar að orku- ver verða ekki byggð nema mark- aður sé fyrir hendi og að orkuverð sé ásættanlegt, en svo mun vænt- anlega verða um nánustu framtíð vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts á heimsvísu. Vönduð vinna hefur verið lögð í að skilgreina orkukosti landsins í Rammaáætlun. Niðurstöður áætl- unarinnar gefa sterklega til kynna að hagkvæmt verði að nýta marga ónýtta orkukosti þjóðinni til hag- sældar um ókomin ár. En samstöðu skortir um skynsamlega orkunýt- ingarstefnu. Tillaga hefur verið gerð um flokkun virkjanakosta í nýtingar-, bið- og verndunarflokka, en um þá tillögu er ekki víðtæk samstaða. Flokkun er umdeild, en ráð er fyrir því gert að hún verði endurskoðuð reglulega. Mikilvægt er augljóslega að þjóðarsamstaða náist og væri æskilegt að þjóð- in tæki þátt í stefnumótun fyrir framtíðarnýtingu orkulindanna. Láti ekki stjórnmálamönnum og hagsmunahópum það einum eftir. En til þess að þjóðin geti tekið mál- efnalega afstöðu í þessu máli þarf að upplýsa hana um kosti og galla orkunýtingarinnar. Óumdeilanlegt er einnig að orku- lindir Íslands eru, ásamt fiskinum í sjónum og mannauðnum, mikil- vægustu auðlindir þjóðarinnar. Með skynsamlegri nýtingu orku- lindanna mun velsæld í landinu vafalítið aukast umtalsvert, en án aukinnar orkunýtingar er líklegt að dragi úr efnahagslegri þróun. Skynsamlegt væri því að Íslend- ingar kynntu sér þróun orkumála í Evrópu, þar sem stór hluti orku- framleiðslu byggir enn á meng- andi jarðefnaeldsneyti og kjarn- orku. Mikil áhersla er því lögð á að auka hlut hreinnar orku og draga eftir föngum úr notkun mengandi orkugjafa og í reynd er ekkert til sparað. Fyrir hreina orku greiða Evrópubúar verulega hærra orku- verð en fyrir jarðefnaorku. Mikl- ir möguleikar eru því þarna fyrir þá sem framleitt geta hreina orku, eins og t.d. Norðmenn og Íslend- inga. Norðmenn hafa þegar gert sér grein fyrir að gífurlegir hags- munir felast í því að tengjast evr- ópska orkunetinu í þeim tilgangi að selja þar hreina vatnsorku frá orkuverum sínum. Þeir hafa þegar lagt 700 MW sækapal frá Noregi til Hollands, sem gefur þeim mikl- ar tekjur. Þeir vinna einnig mark- visst að því að endurbæta virkjanir sínar og byggja dæluvirkjanir sem nýta næturrafmagn til að dæla vatni upp í miðlanir í þeim tilgangi að framleiða rafmagn að degi til sem þeir selja svo inn á orkunet Evrópu á mjög háu verði þegar þörfin þar er í hámarki. Full ástæða er því fyrir Íslend- inga að fylgjast með því sem Norð- menn eru að gera og feta í fótspor þeirra þegar okkur best hentar. Þessi möguleiki er talinn raun- hæfur í dag og verður næstu ára- tugina. Rétt er því fyrir okkur að skoða þennan möguleika vandlega og grípa tækifærið þegar og meðan það gefst. Geta má þess að Lands- virkjun metur tengingu orkukerfis Íslands við orkukerfi Evrópu sem líklega einstakt viðskiptatæki- færi. Verulegar líkur eru því á að þessi orkunýting/sala geti orðið ein af stoðum efnahagslífs Íslands í náinni framtíð. Forsenda hag- stæðrar orkusölu af þessu tagi er að þjóðarsamstaða náist um nýt- ingu orkulindanna, en í því máli virðist þjóðin klofin. Hluti hennar virðist eindregið þeirrar skoðunar að nýta beri a.m.k. nokkurn hluta þeirra orkukosta sem skilgreindir eru í Rammaáætlun. Annar hópur vill lágmarka virkjunarfram- kvæmdir, þannig að sem minnst verði hróflað við náttúrunni. Þetta virðast ósættanleg sjónarmið. Því verður þó ekki trúað að ekki náist ásættanlegt samkomulag þegar menn bera saman hina miklu þjóð- hagslegu hagsmuni og umhverfis- leg áhrif virkjanaframkvæmda. Mikið er hér í húfi, því verðmæti þau sem felast í skynsamlegri nýt- ingu orkulindanna eru forsenda uppbyggingar efnahagslífsins. Þá kröfu verður því að gera til við- komandi stjórnvalds/stjórnvalda að þjóðin verði upplýst og fái að segja álit sitt áður en óafturkræf- ar ákvarðanir verða teknar í orku- málum. Íslenskar orkulindir – lauslegt stöðumat Orkumál Svavar Jónatansson verkfræðingur Norðmenn hafa þegar gert sér grein fyrir að gífurlegir hagsmunir felast í því að tengjast evrópska orkunetinu í þeim tilgangi að selja þar hreina vatnsorku frá orkuverum sínum. islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu E N N E M M / S ÍA / N M 5 2 7 9 Við bjóðum á opinn fund Íslandsbanki og VÍB bjóða til opins fundar í Norðurljósasal Hörpu, fimmtudaginn 14. júní, kl. 11.45-13.00. Kynnt verður ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka auk þess sem sérfræðingar Íslandsbanka og VÍB fjalla um áhrif óverðtryggðra og verðtryggðra vaxta á húsnæðislán og sparnað landsmanna. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður. Fundarstjóri: Hildur Kristmundsdóttir, útibússtjóri hjá Íslandsbanka Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Fundurinn verður í beinni útsendingu á www.islandsbanki.is og www.vib.is. Skráning fer fram á vef Íslandsbanka, www.islandsbanki.is. Opið er fyrir skráningu á meðan húsrúm leyfir. Óverðtryggt eða verðtryggt? Dagskrá: 1. Vöxtur í viðjum hafta – Ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Hvernig munu vextir, verðbólga og hagvöxtur þróast næstu árin? Hvað með gengi krónunnar, kaupmátt launa og húsnæðisverð? Hvernig þróast fjárhagsleg staða fyrirtækja og heimila? Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka 2. Húsnæðislán, hvað stendur til boða? – Á ég að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán? Er hægt að minnka sveiflur í greiðslubyrði óverðtryggðra lána? Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka 3. Tekur því að spara óverðtryggt? – Ávöxtun fjármuna í verðbólgu. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB Ingólfur Bender Björn Berg Gunnarsson Hildur Kristmundsdóttir Jón Finnbogason

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.