Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 16
16 13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR Á umrótatímum hafa þjóðir til-hneigingu til að skreppa inn í sig og loka sig af. Þær bera kvíð- boga fyrir slæmum tíðindum og áföllum, sem ríða yfir umhverfi þeirra, og bregðast oft við á kunn- uglegan hátt. Sökudólgar eru búnir til sem vega að velferð þeirra og frelsi. Oft eru þessir misindismenn í gervi útlendinga. „Umsátur“ óvinveittra útlend- inga er gamalgróin útþvæld klisja, sem dregin er upp úr dótakistu þeirra, sem beina vilja sjónum þjóðar í vanda frá eigin mistökum. Það er ljótur leikur. Vondur mál- staður þarf á óvinum að halda og séu þeir ekki í sjónmáli, verður að búa þá til. Þá er sáð í frjóan akur fordóma og þekkingarleysis, því hræðslan nærist á hleypidómum. Það bregst ekki. Á Íslandi, en einnig meðal ýmissa annarra þjóða Evrópu, verður nú vart endurnýjaðs þjóðskrums og einangrunarhyggju, með tilheyr- andi umsátursórum. Það hefði þó mátt halda að þeir faraldrar hefðu skilið eftir sig nægileg svöðusár á síðustu öld, til að bið yrði á að menn færu að leika sér fljótlega með þann banvæna eld. Þau sár eru sum ógróin enn. Smánarlegir fordómar gegn útlendingum eru of víða áberandi. Ein af mörgum háskalegum afleiðingum þjóðremb- ings og eigin upphafningar er ein- angrun, fásinni. Við Íslendingar verðum nú fyrir henni í vaxandi mæli. Á meginlandi Evrópu tengist „útlendingaum- sátrið“ meira skuldavanda í þeim löndum sem lifað höfðu glæst á lánum frá öðrum og vilja ekki greiða þau til baka eða neita að taka til heima hjá sér. Við borgum ekki, er að verða háværasta slagorð þeirra Evrópuþjóða, sem lifa vilja áfram á peningum annarra. Grikki nokkur orðaði það þannig við þýsk- an blaðamann, að þýskir ættu að hætta þessum aðhaldskröfum og borga Grikkjum fyrir að vera vagga lýðræðisins. Þjóðum skilvísra landa er eðlilega ekki skemmt við svona hjal, ekki hvað síst þegar sameigin- legur gjaldmiðill þeirra er sagður í óvissu vegna ógnvænlegrar skulda- stöðu óreiðuríkja, sem kunni að leiða til ófarnaðar fyrir alla. Evrusvæðið var fyrirburður Vandi Evrópu kann að virðast sam- eiginlegur gjaldmiðill, sem búinn var til meira af pólitískum vilja en skynsemi, studdri hagfræði- legum rökum. Frakkar kröfðust þess í aðdraganda sameiningar þýsku ríkjanna að þýska markið yrði lagt niður, því þeir óttuðust forræði Þjóðverja með sitt sterka mark. Þjóðverjar samþykktu síðan aðild bæði Ítala og Grikkja að mynt- bandalaginu, þótt allar greinargerð- ir og úttektir sýndu að þessar þjóð- ir voru ekki tækar í myndbandalag. Draumórar Kohls kanslara um sam- einaða Evrópu vógu þyngra en tölu- legir útreikningar og efnahagsleg greining. Það gera draumórar og fordómar oftast. Þá vaknar eðlilega sú spurn- ing, hvort ekki hefði verið betur heima setið en af stað farið. Eftir á að hyggja hneigjast margir til að svara þessari spurningu játandi. Henni verður þó ekki svarað af neinni vissu, því ekki er hægt að raunskoða aðra kosti, sem buðust á þeim tíma. Það hefði sennilega ekkert síður kallað á heimavanda óreiðuríkja og skerðingu lífskjara þar. Vandinn hefði hins vegar að líkum takmarkast meira við einstök lönd en svæðið allt. Evran var óhjá- kvæmileg afleiðing þeirrar nánu efnahaglegu samtvinnunar sem sameiginlegur evrópskur markað- ur hafði leitt af sér. Evrusvæðið, í núverandi mynd, var hins vegar fyrirburður á sínum tíma. Flest ríki á Miðjarðarhafssvæðinu hefðu þurft áratugi til að byggja efnahag sinn upp og styrkja samkeppnis- hæfni sína, áður en til þátttöku í myntbandalagi kæmi. Tvær þjóðir Það má segja að ekki sé ósvipað ástatt fyrir Evrópuþjóðunum yst í norðri og lengst í suðri, Íslending- um og Grikkjum. Báðar lifa þær af og í glæstri fortíð. Báðar telja þær sig eiga höfundarrétt á lýðræði og þingræði. Báðar eiga þær erfitt með að fóta sig í fjölþjóðlegu sam- félagi, þar sem ábyrgð þjóðríkja og ákvörðunarréttur þeirra hefur umbreyst á róttækan hátt, hvort heldur þær standa innan eða utan ESB. Hvorug þeirra rekst vel í sam- félagi þjóðanna. Framangreindar vangaveltur leiða okkur til þeirr- ar niðurstöðu, að auðvelt sé litlum þjóðum að missa fótanna í nýjum, umbreyttum,hnattvæddum heimi. Þær taka ekki einu sinni eftir því, fyrr en um seinan. Hnattvæðingin leysir upp öll viðskiptaleg landa- mæri. Peningar streyma inn og út þar sem ávöxtunar er von og skilja eftir sig skuldbindingar þeirra sem við þeim taka. Bæði Grikkland og Ísland fylltust af fjármagni, sem var mun meira en þau réðu við. Menn héldu ekki vöku sinni og fannst eins og lífið væri dans á peningum, sem aldrei þrytu. Báðar þjóðirnar notuðu peningana til að auðga fáa einstaklinga, en einnig til að lifa kostulega um efni fram, byggja og framkvæma fyrir lánsfé sem vita mátti að ekki yrði hægt að greiða til baka. Báðar sitja nú í súpunni. Grikkir eru þó ekki einir á báti. Þeir hafa notið, og njóta enn, þeirrar samstöðu meðal sjálfstæðra ríkja, sem er rauður þráður ESB samstarfsins. Meirihluti Grikkja virðist því bæði vilja halda dauða- haldi í ESB og evruna, þótt þeir neiti að borga eigin skuldir. Hvað það snertir, eiga þeir trygga sam- herja hér í norðri. Við erum hins vegar ein á báti með skaðræðis gjaldmiðil og tortryggni meðal gamalla vinaþjóða, sem lítt skilja þau pólitísku skilaboð sem héðan koma. Lái þeim hver sem er. Þjóðin á enn langt í land með að átta sig á þeirri stöðu sem hún er komin í. Hún þarf lengri tíma. Flýtum okkur hægt. Það má segja að ekki sé ósvipað ástatt fyrir Evrópuþjóð- unum yst í norðri og lengst í suðri, Íslending- um og Grikkjum. Báðar lifa þær af og í glæstri fortíð. Síminn fagnar umræðu um fjar-skiptamarkaðinn vegna þess að hún snertir þjóðarhag. Almennur skilningur á hraðri þróun fjar- skipta er mikilvægur fyrir ákvarð- anir á þessu sviði. Það er rétt hjá ritstjóra Fréttablaðsins að gamla ímyndin, sem enn loðir við, um Símann sem ráðandi risa á mark- aðnum, á ekki lengur við. Stað- an er gjörbreytt frá því sem var fyrir 5 – 10 árum. Og hrakspár um slæmar afleiðingar frelsis á fjarskiptamarkaði innan ramma opinbers eftirlits hafa ekki geng- ið eftir. Síminn hefur raunar lengi metið það svo að samkeppnin væri mun meiri en haldið hefur verið fram og að markaðshlutdeild ein og sér sé ekki fullnægjandi mæli- kvarði á innbyrðis stöðu fyrir- tækja á markaðnum, eins og komið hefur á daginn. Meira jafnvægi milli keppi- nauta, blómleg samkeppni og hröð tækniþróun eru vissulega einkenni á stöðunni í dag. Það sem vantar inn í myndina er sú staðreynd að fjarskiptamarkaðurinn í heild sinni á Íslandi hefur ekki verið að vaxa. Þvert á móti er það svo að markaðurinn hefur dregist saman um rúm 18% frá árinu 2007 til ársins 2011 sé leiðrétt fyrir verð- lagsbreytingum. Þetta kann að koma ýmsum á óvart vegna þess að athyglin er mest á ýmis konar tæknibreytingum og framförum í fjarskiptaþjónustu. Tekjusam- drátturinn á sér margar orsak- ir en hann er bagalegastur fyrir þær sakir að fjárfestingarþörf- in í fjarskiptageiranum er mikil. Það er gríðarlega þýðingarmikið að henni sé sinnt eigi Íslendingar að halda góðri samkeppnisstöðu í háhraðanettengingu, flutningsgetu og verðlagningu. Frelsi til samkeppni Samkeppniseftirlit af hálfu sam- keppnisyfirvalda og Póst- og fjar- skiptastofnunar hefur verið mjög virkt samkvæmt fjarskiptalögum og samkeppnislögum frá því ein- okun var aflétt og frelsi í fjar- skiptum innleitt 1998. Meginhlut- verkið var að koma á aðgangi að fjarskiptanetum Símans fyrir nýja aðila. Víðtækar aðgangskvaðir, gagnsæi, jafnræði, bókhaldslegur aðskilnaður, kostnaðarbókhald og eftirlit með gjaldskrá hafa verið verkfærin í þessari viðleitni. Síminn kvartar ekki yfir þessu aðhaldi enda um að ræða almenn- ar aðgerðir gagnvart fyrrverandi ríkisfyrirtækjum sem hafa verið svipaðs eðlis um alla Evrópu. Á hinn bóginn er það svo að þegar virk samkeppni hefur skotið rótum er eðlilegt að takmörkunum á frelsi til þess að mæta samkeppni sé aflétt. Sérstakar ráðstafanir samkeppnisyfirvalda og eftirlits- aðila til þess að auðvelda aðkomu og vöxt smærri fyrirtækja að mörkuðum sem áður voru undir einokunarstarfsemi eru í eðli sínu tímabundnar. Þeim hlýtur að ljúka þegar skilyrði hafa skapast fyrir varanlega samkeppni. Það er kom- inn tími til að Síminn fái að takast á við samkeppnisaðila sína á jafn- réttisgrundvelli. Fjarskiptamarkaði er í raun skipt upp í nokkra sjálfstæða markaði samkvæmt Evrópustöðl- um. Til að mynda farsímamarkað, talsímamarkað, internetmarkað o.s.frv. Líta ber á hvern markað sérstaklega þegar rætt er um sam- keppni, en hér á landi er ýmist litið á heildarstyrkleika á fjarskipta- markaði eða á einstökum markaði. Það fer gegn viðurkenndum leik- reglum. Í ljósi hraðrar þróunar er eðlilegt að gera kröfu til þess að eftirlitsaðilar styðjist við reglu- legar markaðsgreiningar og fylg- ist náið með því hvað taldar séu bestu aðferðir og kerfi í starfsemi fjarskiptafyrirtækja á alþjóðavett- vangi. Áætlaður hæfilegur líftími markaðsgreininga á þessu sviði er ca. 2-3 ár. Það vantar talsvert á að slíku verklagi sé fylgt á Íslandi, sem í versta falli leiðir til rangra ályktana. Framtíðarmarkmið Almennt má segja að of mikið sé horft aftur í tímann og of lítið til framtíðar. Það sem fjarskiptamark- aðurinn þarf á að halda er að lagðar séu línur um æskilega samkeppnis- hegðun og sett upp framtíðarmark- mið. Síminn hefur komið sér upp samkeppnisréttaráætlun og vinnur markvisst að því að mennta starfs- fólk sitt í samkeppnismálum. Mikill fengur væri í því ef samkeppnisyf- irvöld gerðu meira af því að veita leiðbeiningar til fyrirtækja í stað þess að fordæma einungis háttsemi eftir á en víkja sér undan beiðni um leiðbeiningar fyrirfram. Framundan er mikil breyting i fjarskiptaheiminum. Talbundin starfsemi, sem hefur verið helsta tekjuuppspretta fjarskiptafyrir- tækja, er að gefa eftir fyrir gagna- flutningi og bandbreiddarþörfin er að vaxa hröðum skrefum. Íslensk fjarskiptafyrirtæki miða starf- semi sína nú alfarið við innan- landsmarkað, en á sama tíma er samkeppni að aukast erlendis frá, sérstaklega frá fyrirtækjum eins og Microsoft, Apple og Google, sem eru í vaxandi mæli að bjóða upp á internetþjónustu, talsíma- og sjónvarpsþjónustu á Íslandi. Slík samkeppni skapar neytendum og fyrirtækjum tækifæri, en er um leið ýmsum vandkvæðum bundin, varðandi til dæmis skattgreiðslur til íslenska ríkisins og greiðslur til rétthafa á efni sem dreift er eftir þessum leiðum. Og hún getur dreg- ið úr tekjumöguleikum fjarskipta- fyrirtækja sem standa frammi fyrir mikilli fjárfestingarþörf í kerfum sem internetfyrirtækin nota til starfsemi sinnar. Síminn mun halda áfram fjár- festingum í Ljósneti og farsíma- kerfum, 3 G og 4 G, og tryggja það að Ísland verði áfram í fremstu röð í bandbreiðum fjarskiptum og háhraðanettengingum í heiminum. Enda þótt fjárhagsstaða Skipta, móðurfélags Símans, sé erfið, þá er metnaður samstæðunnar mik- ill til þess að halda uppi alhliða fjarskiptaþjónustu á öllu landinu. Nauðsynlegt er að umhverfi fjar- skiptamarkaðarins sé þannig að hvati til fjárfestinga sé fyrir hendi og þær hafi möguleika til þess að bæta þjóðarhag og skila eigendum arði. Rannsóknir sýna að fjárfest- ingar í fjarskiptum auka hagsæld og hagvöxt og eru taldar vera með arðsömustu langtímafjárfesting- um sem völ er á. Allir þurfa að sameinast um að markmið fjar- skiptaáætlunar ríkisins náist og átta sig á því að fjarskipti eru í eðli sínu umhverfisvæn og stuðla að hagsæld. Þannig er það til dæmis viðtekið að 1% aukning í breið- bandsuppbyggingu eykur þjóðar- framleiðslu um 0.1%. Umræða um fjarskiptamark- aðinn er af hinu góða og þar eiga framtíðarmarkmiðin að vera í fyrirrúmi. Ný viðhorf á fjarskiptamarkaði Tvísýnir tímar Í leiðara Fréttablaðsins 6. júní síðastliðinn var fjallað um sveigjanleg skil milli skólastiga og því fagnað að í Flataskóla í Garðabæ yrði boðið upp á nám fyrir 5 ára börn, en tilraunin er liður í samrekstri leik- og grunn- skóla. Nú er það svo að nær öll börn frá eins til tveggja ára aldri eru í leikskóla sem vinnur eftir skilgreindri námskrá. Nokkr- ir einkaskólar á grunnskólastigi hafa hins vegar boðið upp á 5 ára deildir, Ísaksskóli, Hjallastefnan og Landakotsskóli, en sá sem þetta ritar stýrir þeim síðasttalda. 5 ára deildin í Landakotsskóla fer eftir sérstakri námskrá. Síð- astliðinn vetur voru þar 18 börn með tvo kennara. Áhersla er lögð á móðurmál og lestur, börn- in byrja að reikna og þau læra frönsku og ensku. Árangur er marktækur. Mörg börnin verða stautfær, jafnvel læs, þau geta dregið til stafs að vori, eitt og annað geta þau reiknað og þau hafa umtalsverða færni í enskum og frönskum framburði og þau eru næm fyrir blæbrigðum hljóð- anna. Kennslan fer fram með margvíslegum aðferðum, gegn- um leik, söng, með brúðum o.fl. Allt segir þetta okkur að mörg börn geta tekist á við grunnskóla- nám fyrr en aldur þeirra segir til um. Hið sama á við hinn endann á grunnskólanum. Margir ung- lingar hafa burði til að takast á við námsefni framhaldsskóla; hér eru t.d. kenndir valáfangar í stærðfræði á framhaldsskólastigi. Sjálfsagt er að tengja þessi skóla- stig saman með skýrari hætti en gert hefur verið um sinn, en illu heilli var fjarnám grunnskóla- nema við framhaldsskóla skorið niður í kjölfar hrunsins. Skóli fyrir 5 ára börn Efnahagsmál Þröstur Ólafsson hagfræðingur Menntamál Sölvi Sveinsson skólastjóri Fjarskipti Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans Það sem fjarskiptamarkaðurinn þarf á að halda er að lagðar séu línur um æskilega samkeppnishegðun og sett upp fram- tíðarmarkmið. – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 00 01 6 /1 2 Gildir til 30. júní Lægra verð í Lyfju 20% afsláttur Lactocare daily kemur jafnvægi á þarmaflóruna. Lactocare travel er talið fyrirbyggja meltingar- óþægindi á ferðalögum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.