Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. júní 2012 15
Mikil hreyfing er nú meðal manna að gefa forseta
Íslands heimild til þess að neita
að undirrita lög frá Alþingi og
gera hann þannig pólitískan.
Þetta gera menn þvert gegn þeim
skilningi á stjórnarskránni, sem
verið hefur í gildi frá lýðveldis-
stofnun, að forseti sé, þrátt fyrir
mikil formleg völd, efnislega
með öllu valdalaus og ábyrgðar-
laus á öllum stjórnarathöfnum. Sú
túlkun byggir á skýrum og óum-
deilanlegum ákvæðum stjórnar-
skrárinnar, eins og sýnt hefur
verið fram á hér í blaðinu. Ekki
verður þess vart að stuðnings-
menn pólitísks forseta ætli sér
að breyta stjórnarskránni með
þeim hætti sem lögboðinn er,
heldur eiga yfirlýsingar og end-
urtekningar í fjölmiðlum að duga
og forseti að hrifsa völdin sjálf-
ur í kjölfarið, eftir því sem hann
telur henta.
Mikill vandi steðjar að þessu
góða fólki, því nú hafa runnið
upp fyrir því djúpstæðir ann-
markar málstaðarins, sem greini-
lega var ekki hugsað fyrir í upp-
hafi. Ef forsetanum eru játuð völd
til þess að neita að skrifa undir
lög frá Alþingi þá hlýtur hann
einnig að mega neita að skipa
ráðherra, setja embættismenn í
stöður, gera samninga við erlend
ríki og margt fleira, sem upp er
talið í stjórnarskránni, eftir því
sem honum hentar. Eins og skýrt
hefur verið frá hér í blaðinu er
það einkum með 11. gr. 13. gr
og 14. gr. stjskr., sem öll efnis-
leg völd eru tekin af forseta og
færð öðrum. Menn hafa þegar
talað sig upp í það, að framan-
greind ákvæði gildi ekki um 26.gr
stjskr., sem fjallar um málsskots-
rétt. Þá hlýtur sú spurning að
fylgja hvort ekki sé rétt að tala
sig upp í það líka, að víkja grein-
unum þremur til hliðar hvað
varðar allar aðrar starfsskyld-
ur forsetans. Ræða menn það nú
í fullri alvöru hvort forseti geti
ekki sniðgengið þingræðisreglu
og rofið þing að vild sinni .
Einn ágætur háskólakennari
skrifaði um þessi efni nýlega og
reynir að koma fótum undir halt-
an málstað. Hann segir meðal
annars: „Hins vegar gildir regl-
an (þ.e. 14.gr. stjskr., innskot und-
irritaðs) ekki um synjunarvald
forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti
getur því synjað lögum Alþing-
is staðfestingar án atbeina ráð-
herra …“ Háskólakennarinn rök-
styður þessa skoðun ekki einu
orði og vitnar ekki í neinar rétt-
arheimildir eða lagarök máli sínu
til stuðnings. Fullyrðingin ein er
látin duga. Efnislega samhljóða
fullyrðing hefur dunið á eyrum
landsmanna um nokkra hríð og
eftir því sem best er vitað alltaf
án rökstuðnings. Hér er þeirri
aðferð fylgt að láta endurtekn-
inguna undirbyggja sannfær-
inguna og bæta það upp sem á
skortir í rökum. Það er gömul
aðferð og hefur orðið mönnum
til mikils tjóns og vandræða um
langan aldur.
Því næst heldur háskólakenn-
arinn því fram að forsetinn hafi
samkvæmt stjskr. „neikvæðar
valdheimildir“. Hann verði ekki
þvingaður til að staðfesta tillög-
ur ráðherra um ýmis mál. Sam-
kvæmt þessu á forseti að hafa um
það frjálst val hvort hann uppfyll-
ir þær ýmsu skyldur embættisins
sem á hann eru lagðar í stjórnar-
skránni. Þetta er frumleg kenn-
ing. Gaman væri að vita hvort
kennarinn telur þetta valkvæði
geta náð til annarra greina rétt-
arins og hvort almenningur geti
líka notið góðs af kenningunni og
menn ráði því sjálfir að hve miklu
leyti þeir hlýða lögum.
Það gildir um þessa kenningu
eins og staðhæfinguna um mál-
skotsrétt forsetans, að engin til-
raun er gerð til þess að rökstyðja
hana, því síður er borið við að
finna henni staðfestingu í lögum
eða öðrum réttarheimildum. Hér
er um að hreina hugarsmíð að
ræða, sem er sett fram að því
er virðist í þeirri von að hún fái
hljómgrunn í fjölmiðlum og verði
endurtekin nógu oft til þess að
verða á endanum samþykkt sem
gildur réttur á Íslandi. Þess verð-
ur oft vart að fræðimenn setji
fram skoðanir og fullyrðingar
með þessum hætti. Sá andi svíf-
ur yfir vötnum að menn þurfi
ekki lengur að aga hugsun sína
eftir akademískum venjum eða að
fara eftir lögum. Hroki og sjálfs-
ánægja bólunnar lifir enn. Það er
að sönnu furðulegt að heyra lög-
lærða menn tala og skrifa í þeim
dúr að unnt sé að breyta stjórnar-
skrá með því að brjóta hana fyrst
og ná síðan samstöðu um brotið í
fjölmiðlaumræðu. Hér er komið
að grundvelli réttarríkisins. Vilja
menn fara eftir lögum eða ekki.
Þá heggur sá er hlífa skyldi ef
kennarar Lagadeildar HÍ styðja
stjórnarskrárbreytingar án laga.
Íslensk stjórnskipun er ekki
losaralegur samtíningur held-
ur heilsteypt smíð. Hún er eins
og hús sem hrynur til grunna ef
einni meginstoð er kippt undan
henni. Málsskotsréttur er nú
efnislega í höndum ráðherra.
Það má vel vera að gott sé fyrir
stjórnarfarið að hafa víðtækari
málskotsrétt en það.
Hins vegar stríðir það gegn
grunnhugsun stjórnarskrár-
innar að forseti hafi slíkt vald.
Hann hefur öðrum hlutverkum
að gegna, m.a. þeim að stuðla að
samstöðu þjóðarinnar og virð-
ingu manna fyrir lögum, rétti og
stjórnarfari. Oft var þörf á slíku
og nú er það nauðsyn. Hvaða leið
sem menn vilja fara í þessu efni
ætti það að vera yfir deilur hafið,
að stjórnarskránni verður ekki
breytt með öðrum hætti en þeim
sem mælt er fyrir um í lögum.
Fjölmiðlaskrumið eitt getur þar
aldrei dugað.
Enn um vald forseta
Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun
um vernd og orkunýtingu land-
svæða, svokölluð Rammaáætlun.
Miklar líkur eru á að þarna sé
verið að keyra gegnum Alþingi að
nánast banna alla frekari virkjun
á vatnsafli. Efnahagslegar afleið-
ingar af þessari stefnu eiga eftir
að verða hræðilegar.
Neðri-Þjórsá þurrkuð út
Í þingsályktunartillögunni voru
virkjanir í Neðri-Þjórsá eini
bitastæði kosturinn í nýtingar-
flokki. Undirbúningi þeirra er
nánast lokið og álfyrirtækin
bíða eftir meiri orku. Þetta eru
þrjár virkjanir og er Urriðafoss-
virkjun þeirra stærst. Menn töldu
sig hafa sátt um að halda mætti
áfram með þessar virkjanir, en
nú hefur komið í ljós að svokallað
„náttúruverndarlið“ – sem með
réttu ættu að heita andvirkjunar-
sinnar – ætlar sér að stöðva þetta
eftir pólitískum leiðum, hvað
sem „faglegri“ umfjöllun annars
líður.
Skelfilegar afleiðingar
Allir eru sammála um að hér
vanti fyrst og fremst meiri fjár-
festingar til að atvinnulífið kom-
ist á skrið og almannahagur
vænkist. En í hverju á að fjár-
festa? Genginu er haldið uppi
með höftum svo öll nýsköpun á
mjög erfitt uppdráttar og allir
hefðbundnir atvinnuvegir eru í
einhvers konar kreppu; í sjávar-
útvegi kvótakreppa, í landbún-
aði markaðskreppa og í orkuiðn-
aði pólitísk bannkreppa. Það sem
menn eru helst að vonast eftir
eru framkvæmdir í mannvirkja-
gerð, en það eru sterk takmörk
fyrir hvað Íslendingar geta lifað
góðu lífi af að byggja yfir sjálfa
sig. Hér þarf gjaldeyrisskap-
andi iðnað til að rétta af gengið,
borga skuldir og auka velmeg-
un. Ákvörðunin að banna vatns-
afl keyrir landið niður í stöðnun.
Ofvirkjun á jarðhita kemur ekki
í staðinn fyrir vatnsafl.
Hvað á þessi kjánaskapur að
ganga langt?
Andvirkjunarstefnan á ekkert
skylt við náttúruvernd, þetta er
pólitísk andstaða við áliðnaðinn,
baráttuaðferð sem gripið var til
þegar ljóst var að allar sögur um
mengunarhættuna af álverunum
voru stórlega ýktar. Andvirkjun-
arstefnan siglir því undir fölsku
flaggi náttúruverndar. Framleitt
hefur verið heilt safn af slagorð-
um sem sýna eiga náttúruspjöll
af virkjunum. Þekktast þeirra er
„umhverfisáhrif“ og svo hið enn
sterkara „óafturkræf umhverf-
isáhrif“ sem á að vera afgerandi
ástæða til að segja nei. Auðvitað
verður landið fyrir áhrifum af
virkjunum, en í flestum tilfellum
eru þau jákvæð eins og þeir sem
ferðast um Langadal hafa sann-
reynt, en sá dalur er að gróa upp á
fljúgandi ferð og Blanda orðin að
einni bestu laxveiðiá landsins, allt
vegna Blönduvirkjunar. Í öllum
þessum andvirkjunaráróðri eru
aldrei tekin nein dæmi um nátt-
úruspjöll af virkjunum sem búið
er að byggja, enda eru þau nán-
ast ekki til. Þvert á móti, virkj-
anir hemja eyðingarmátt straum-
vatna, stuðla að uppgræðslu lands
og laða að ferðamenn. Og það er
ekki meiri eftirsjá að botninum á
Hálslóni en að botninum á Þing-
vallavatni og Mývatni. Hve lengi
á þessi kjánaskapur að halda
áfram, að láta pólitíska mótmæl-
endur stöðva heilan atvinnuveg
án þess að hafa eitt einasta dæmi
máli sínu til stuðnings?
Rammáætlun um
að gera ekki neittForsetaembættið
Finnur Torfi
Stefánsson
lögfræðingur
Rammaáætlun
Jónas
Elíasson
fv. prófessor í m. a.
virkjunarfræðum