Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 34
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR30
sport@frettabladid.is
SJÖTTA TAPIÐ Í RÖÐ hjá íslenska U-21 árs landsliðinu varð að staðreynd í Noregi í gær er
strákarnir töpuðu, 2-1, gegn heimamönnum í undankeppni EM. Ísland hefur aðeins unnið einn leik
af sjö og er í neðsta sæti riðilsins. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði mark íslenska liðsins í gær.
Ef ég næ að spila vel
í haust og Ágúst vill fá
mig í landsliðið, þá kem ég.
RAMUNE PEKARSKYTE
LEIKMAÐUR LEVANGER
HANDBOLTI Stórskyttan Ramune
Pekarskyte fær íslenskan ríkis-
borgararétt ef Alþingi samþykk-
ir lagafrumvarp allsherjar- og
menntamálanefndar um veitingu
ríkisborgararéttar. Tillagan var
á dagskrá þingsins í gær og fær
væntanlega skjóta afgreiðslu.
Tíðindin þykja góð fyrir íslensk-
an handknattleik og ekki síst
kvennalandsliðið í handbolta enda
Ramune öflugur leikmaður. „Hún
er einn besti sóknarmaðurinn í
norsku deildinni, sem er ásamt
þeirri dönsku besta deild heims,“
sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst
Þór Jóhannsson sem hefur þjálfað
hana hjá Levanger í Noregi undan-
farin tvö ár.
Ágúst hætti reyndar með félagið
undir lok tímabilsins en Ramune,
sem er fædd í Litháen, framlengdi
samning sinn um tvö ár.
„Ég er mjög spennt fyrir þessu
enda nýtt upphaf og nýtt líf fyrir
mig,“ sagði Ramune á góðri
íslensku þegar Fréttablaðið náði
tali af henni í gær.
Hún spilaði með Haukum í átta
ár áður en Ágúst fékk hana til Nor-
egs fyrir tæpum tveimur árum.
Hún verður 32 ára síðar á þessu
ári og á því mörg góð ár eftir í
boltanum.
Mamma ekki ánægð í fyrstu
„Ég ætlaði fyrst að sækja um árið
2005 en mamma mín var reyndar
ekki ánægð með það og því ákvað
ég að bíða,“ sagði hún í léttum dúr.
„En nú vildi ég kýla á þetta og
ákvað að senda inn umsókn.“
Samkvæmt reglum Alþjóða-
handknattleikssambandsins, IHF,
mega leikmenn ekki spila með
landsliði í þrjú ár áður en þeir
verða gjaldgengir í annað lands-
lið. Gildir þá einu hvenær viðkom-
andi fékk nýjan ríkisborgararétt.
Ramune lék hins vegar síðast með
landsliði Litháens fyrir tæpum
þremur árum og verður hún gjald-
geng með íslenska landsliðinu í
október á þessu ári.
„Ég hef reyndar verið meidd
síðan í desember en er að æfa
núna. Ef ég næ að spila vel í haust
og Ágúst vill fá mig í landsliðið, þá
kem ég,“ segir hún.
Ramune sér fyrir sér að hún
muni spila aftur hér á landi. „Ég
verð allavega í eitt ár enn í Noregi
en svo sé ég til.“
Ágúst segir að það sé ekki sjálf-
gefið að hún verði valin í lands-
liðið. „Hún verður auðvitað að
standa sig til þess, alveg eins og
allir leikmenn. En ef allt er eðli-
legt þá á hún ágætis möguleika á
því,“ sagði hann.
„Hingað til hefur hún átt frá-
bæran feril. Hún spilaði mjög vel
með Haukum sem og í þessi tvö
ár sem ég þjálfaði hana í Noregi.
Hún var næstmarkahæsti leikmað-
ur deildarinnar í fyrra sem segir
ýmislegt. Hún er frábær skytta
sem myndi auka breidd liðsins
mikið.“
Sá um þetta sjálf
Ágúst segist aðspurður ekki hafa
haft hönd í bagga í þessu ferli.
„Hún sá sjálf um alla pappírs-
vinnu og þetta var frá henni komið
– enda er hún mikill Íslendingur í
sér. Hún á íbúð hér á landi, kann
tungumálið og ætlar sér að setjast
að á Íslandi. Þá lá beinast við að
hún myndi sækja um ríkisborgara-
rétt,“ segir hann.
„En ég hafði auðvitað ekkert á
móti því að hún sækti um. Þetta
er frábær handboltamaður og góð
manneskja þar að auki.“
Það gæti því farið svo að Ram-
une spili með íslenska landsliðinu
á EM í desember næstkomandi.
Ísland komst reyndar ekki áfram
úr undankeppninni en gæti feng-
ið úthlutað sæti í keppninni síðar
í vikunni. Holland átti að halda
keppnina en gaf óvænt mótið frá
sér fyrr í mánuðinum. Ef ákveðið
verður að halda mótið í landi sem
hefur þegar tryggt sér þátttöku-
rétt í undankeppninni er góður
möguleiki á því að Ísland fái sext-
ánda og síðasta sætið á mótinu.
eirikur@frettabladid.is
NÝTT UPPHAF FYRIR MIG
Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgara-
rétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs að
aldri og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur.
RAMUNE Hér í leik með Haukum en þar vann hún fjölmarga titla áður en hún hélt til
Noregs árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HANDBOLTI „Það er ekki bara mikil-
vægt fyrir HSÍ heldur fyrir Ísland
sem þjóð að skrá þessa merku
sögu. Handboltinn er svo greyptur
í þjóðarsálina hjá okkur og gaman
að geta gengið að sögunni frá upp-
hafi fram á síðustu daga sem eru
glæstir,“ segir Knútur Hauksson,
formaður Handknattleikssam-
bands Íslands, en saga íþróttar-
innar á Íslandi síðustu níutíu árin
er komin á prent.
Ritið, sem er í tveimur bindum,
er tæplega 900 síðar er prýtt fjölda
mynda frá upphafi íþróttarinnar
sem rakið er til ársins 2010. For-
seti Íslands tók við fyrsta eintak-
inu úr hendi Júlíusar Hafstein,
heiðursformanns HSÍ, sem hélt
utan um verkefnið. Steinar J. Lúð-
víksson er ritstjóri verksins sem
er fjármagnað af Formannafélagi
HSÍ sem í eru fyrrverandi for-
menn auk núverandi formanns
sambandsins.
Hugmyndin að bókinni kvikn-
aði fyrir áratug en vinna við verk-
ið tók sex ár. Júlíus segir undir-
búning bókarinnar ekki hafa verið
neinn hausverk. Menn hafi aðeins
þurft að skilja og taka þá ákvörð-
un að flýta sér hægt. Erfitt hafi þó
verið að nálgast ljósmyndir fram
til ársins 1960.
„Það fara ekki að koma almenni-
legar myndir frá handboltanum
fyrr en við náum sjötta sæti á HM
1961. Eftir að kvennalandsliðið
varð Norðurlandameistari árið
1964 fjölgaði myndum enn frekar.
Þetta var mikill árangur á þeim
tíma og í kjölfarið varð aðgengi
að góðum myndum betra,“ segir
Júlíus og bætir við að Formanna-
félagið muni áfram aðstoða HSÍ og
koma að verkum þar sem hjálpar
er óskað.
Það er bókaútgáfan Hólar sem
gefur bókina út og verður henni á
næstu dögum dreift til áskrifenda.
Í kjölfarið verður hún fáanleg í
helstu bókabúðum landsins. - ktd
Útgáfu bókarinnar „Saga handknattleiksins á Íslandi í 90 ár“ var fagnað á Bessastöðum í gær:
Mikilvægt fyrir þjóðina að sagan sé skráð
FYRSTA EINTAKIÐ Ólafur Ragnar Grímsson tók við fyrsta eintaki bókarinnar úr hendi
Júlíusar Hafstein, heiðursformanns HSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
EM í knattspyrnu:
Tékkland-Grikkland 2-1
1-0 Petr Jiracek (3.), 2-0 Vaclav Pilar (6.), 2-1
Theofanis Gekas (53.).
Pólland-Rússland 1-1
0-1 Alan Dzagoaev (37.), 1-1 Jakub Blaszczykowski
(57.)
STAÐAN Í A-RIÐLI:
Rússland 2 1 1 0 5-2 4
Tékkland 2 1 0 1 3-5 3
Pólland 2 0 2 0 2-2 2
Grikkland 2 0 1 1 2-3 1
LEIKIR DAGSINS:
Danmörk - Portúgal kl. 16.00
Holland - Þýskaland kl. 18.45
Borgunarbikar karla:
Víkingur Ó.-ÍBV 0-2
0-1 Ian Jeffs (11.), 0-2 Tryggvi Guðmundsson (52.)
ÍBV mætir Hetti í 16-liða úrslitum.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyj-
ólfsson, þjálfari íslenska kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu, segir
óvíst hvort Fanndís Friðriks-
dóttir geti verið með gegn Ung-
verjum á laugardaginn. Fanndís
meiddist í 2-2 jafntefli Breiða-
bliks og Stjörnunnar í Pepsi-deild
kvenna á mánudag.
„Fanndís fór á slysadeildina
með sjúkrabíl eftir leikinn. Hún
fékk þungt högg framan á kvið-
inn og fann fyrir miklum sárs-
auka. Hún var send heim eftir
skoðun og fór til okkar læknis í
dag,“ segir Sigurður Ragnar, sem
segir líðan Fanndísar mun betri
í dag.
„Við þurfum þó að fara var-
lega og sjá hvernig batinn heldur
áfram. Það verður að koma í ljós
hvort hún getur spilað,“ segir Sig-
urður Ragnar en nokkuð er um
meiðsli í herbúðum landsliðsins.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, mark-
vörður Djurgården, er frá vegna
meiðsla en Sandra Sigurðardótt-
ir, markvörður Stjörnunnar, kom
inn í hópinn í hennar stað.
Þá hefur Hallbera Guðný Gísla-
dóttir, leikmaður Piteå, glímt við
meiðsli aftan í læri. Hún kom til
landsins í gær og verður í umönn-
un hjá sjúkraþjálfara landsliðsins
í dag.
„Ég held það sé á mörkunum
hvort hún nái leiknum en það eru
miklu meiri líkur á að hún nái
seinni leiknum,“ segir Sigurður
Ragnar.
Íslenska landsliðið mætir
Ungverjum á Laugardalsvelli
á laugar daginn í undankeppni
Evrópumótsins. Leikurinn hefst
klukkan 16.30. - ktd
Meiðsli hjá stelpunum okkar:
Óvíst hvort
Fanndís spilar
FANNDÍS Meiddist í leik gegn Stjörn-
unni á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
FÓTBOLTI Það tók Tékka ekki nema
rúmar fimm mínútur að komast
í 2-0 gegn Grikkjum og þessi frá-
bæri upphafskafli skilaði Tékkum
2-1 sigri. Tékkar steinlágu gegn
Rússum, 4-1, í fyrstu umferð en
það var allt annað að sjá til þeirra
í gær.
Sigurinn hefði orðið mun örugg-
ari ef Petr Cech hefði ekki gefið
Grikkjum mark í síðari hálfleik.
Sigur Tékka að lokum var nokkuð
öruggur og sanngjarn.
„Ég sá að félagi minn reyndi að
setja fótinn út í boltann þannig að
ég varð óöruggur. Ég var ekkert
að kenna honum um. Ég varð bara
pirraður yfir að hafa gefið þetta
mark. Það var mikill léttir að við
skyldum ekki hafa tapað leiknum
út af þessu marki,“ sagði Cech
eftir leik og glotti við tönn. - hbg
Tékkar tóku við sér:
Fimm dýrmæt-
ar mínútur
MARK Vaclav Pilar fagnar marki sínu fyrir
Tékka í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
EM 2012 Rússar náðu ekki að
tryggja sig inn í átta liða úrslit
EM í gær. Pólverjar nældu þá í
jafntefli gegn þeim í mögnuðum
leik.
Mikil læti voru í Varsjá fyrir
leikinn þar sem Rússar og Pól-
verjar slógust úti um alla borg.
Rússar voru að fagna þjóðhátíð-
ardegi sínum og lætin meiri en
vant er enda tugir manna hand-
teknir.
Þrátt fyrir flotta sóknartil-
burði beggja liða voru aðeins tvö
mörk skoruð. Bæði lið sóttu af
miklum krafti allan leikinn.
Það verður mikil spenna í
lokaumferð riðilsins en þá mæta
Rússar liði Grikkja en Pólverjar
spila gegn Tékkum. - hbg
A-riðill galopinn:
Pólverjar stöðv-
uðu Rússa
HETJU FAGNAÐ Fyrirliðinn Blaszczy-
kowski jafnaði leikinn fyrir Pólverja.
NORDICPHOTOS/GETTY