Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 18
18 13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR Leg kvenna átti að ganga úr lagi við hlaup og fætur þeirra að afmyndast. Þeim var líkamlega ómögulegt að hlaupa maraþon og keppni kvenna í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928 hafði sýnt, svo ekki varð um villst, að konur höfðu ekki líkam- lega burði til að keppa í meira en 200 metra hlaupi. Um þetta skrifuðu lærðir menn og læknar lýstu því yfir í virðulegum blöð- um að meira álag þyldu konur bara ekki. Sumir keppendanna í 800 metra hlaupinu voru nefni- lega svo örmagna eftir hlaupið að skömm var að en ekki til marks um einurð og hörku sem þó voru orð sem notuð voru þegar karl- kyns keppendur komu örþreyttir í mark. Það var ekki fyrr en 32 árum síðar, eða á Ólympíuleik- unum í Róm árið 1960 að konur fengu aftur að reyna fyrir sér í 800 metra hlaupi. Þegar Kathrine Switzer læddi sér inn í Boston-maraþonið árið 1967 máttu konur ekki hlaupa maraþon. Þegar hlaupstjórinn varð hennar var hljóp hann á eftir henni öskrandi að hún ætti að drulla sér úr hlaupinu og skila keppnisnúmerinu, konur mættu ekki vera með. Kathrine hlýddi honum ekki og með hjálp annarra keppanda tókst henni að ljúka því. Mótshaldarar vildu þó þrjóskast við, neituðu að færa hlaup hennar til bókar og vildu herða reglur sem útilokuðu konur frá keppni í langhlaupum. En boltinn var farin að rúlla og konur farnar að hlaupa og næstu árin hlupu æ fleiri konur í mara- þonhlaupum þótt þær hefðu ekki til þess leyfi. Eftir hlaupið ákvað Kathrine að helga sig baráttunni fyrir jöfnum tækifærum karla og kvenna í íþróttum. Svo fór að kvennabanninu var aflétt í Boston-maraþoninu árið 1972 og á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 fengu konur fyrst að keppa í maraþoni. Komið hefur í ljós að frammi- staða kynjanna er jöfnust í lengstu þolgreinum. Ekki er vitað til þess að hlaup hafi gert nokkra konu ófrjóa eða að leg nokkurr- ar þeirrar hafi gengið úr lagi við hlaupin. Reyndar hljóp kona í Chicago-maraþoninu í fyrra þótt hún væri gengin fulla meðgöngu og sjö klukkustundum síðar ól hún heilbrigða dóttur. Hreyfing, ekki síst hlaup, dregur úr kvíða, hættu á því að fá beinþynningu, ýmsum tegund- um krabbameina og lífsstílssjúk- dóma. Hlaup styrkja líkamann og auka sjálfsálit fólks. Ef fólki líður ekki vel í eigin skinni er erfitt fyrir það að njóta þess til fulls að vera til. Líði fólki hins vegar vel í eigin skinni á það auðveldara með að takast á við annir hvers- dagsins og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Okkur þykir vert að rifja upp þessa sögu þegar styttist í næsta Kvennahlaup ÍSÍ. Fyrsta Kvenna- hlaupið var haldið 30. júní árið 1990. Hlaupin eru tilvalin leið til að taka fyrstu skrefin í átt til heilbrigðari lifnaðarhátta og minna sig á mikilvægi þess að halda sér í góðu formi – í því felst mikið frelsi. Hlaupið er ekki síður mikilvæg áminning um að frelsi fæst ekki gefins heldur þarf átak til og hugrekki til að ganga gegn fyrirfram gefnum hugmyndum samfélagsins. Konur mega og geta hlaupið. Áður- nefnd Kathrine Switzer hefur notað hlaup sem samlíkingu um kvennabaráttu almennt. Í bókinni The Spirit of Marat- hon eftir Gail Waesche Kislevitz, sem kom út árið 2002, hvetur hún konur áfram. Gísli Ásgeirs- son þýðandi hefur íslenskað hluta af frásögn hennar svona: „Lánið hefur leikið við mig í lífinu. For- eldrar mínir og Arnie sögðu mér að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég lét mér aldrei nægja að leika mér bara með dúkkur eða vera bara klappstýra. Vissulega lék ég mér með dúkkur og gekk í kjólum en ég klifraði líka í trjám og var kappsfull í íþróttum. Eftir ævintýrið í Boston skildi ég að margar konur í heiminum alast upp án þessa stuðnings og án þess að vita að þeim eru engin takmörk sett. Ég vildi ná til þess- ara kvenna og gera eitthvað til að breyta lífi þeirra. Það eina sem þarf er að þora að trúa á sig og taka eitt skref í einu.“ Hreyfing, ekki síst hlaup, dregur úr kvíða, hættu á því að fá beinþynningu, ýmsum tegundum krabbameina og lífsstílssjúk- dóma. Hlaup styrkja líkamann og auka sjálfsálit fólks. Kvennahlaupið og ófrjósemi fortíðar Þessa dagana er mikið rifist um hvernig halda eigi á spöð- unum við fyrirkomulag fiskveiða á Íslandi. Íslendingar hafa svo sannarlega náð miklum árangri í stjórnun fiskveiða í gegnum tíð- ina, bæði hvað varðar vernd gegn ofveiði og arðsemi. Einn helsti galli kerfisins, að margra mati, er það að arður greinarinnar hefur endað í vösum fárra. Í seinni tíð hafa þær radd- ir gerst háværari sem fullyrða að fiskurinn í sjónum sé auðlind í eigu allra landsmanna. Um það, er að ég held, lýðræðislegur meiri- hluti landsmanna sammála. Í takt við þá staðreynd hefur núverandi ríkisstjórn sett fram breytingar á lögum um fiskveið- ar svo að landsmenn fái að njóta arðsemi auðlindarinnar. Aðferðin sem þeir nota er að setja á veiði- gjald sem er fundið út sem hlut- fall af uppgefnum hagnaði. Ég fer ekki nánar út í þennan útreikn- ing, nema hvað til að benda á að stjórnvöld verða að gefa sér for- sendur sem eiga að endurspegla sanngjarna gjaldtöku gagnvart öllum hlutaðeigandi aðilum. Þetta er erfitt verk, ef ekki óyfirstígan- legt. Það minnir á hlutskipti gamla sovét þar sem stjórnvöld ákváðu öll verð. Nú er til önnur leið. Hún er miklu einfaldari og losar stjórn- völd við þá áþján að setja verð- miða á allt. Ætli sé ekki best að kalla þessa lausn „Uppboðsmark- aður aflaheimilda“. Það yrði í öllu falli nafnið á apparatinu sem sjá myndi um þetta. Að ýmsum prakt- ískum atriðum þarf að huga við útfærslu á slíku apparati. 1. Útgerðarfyrirtæki þurfa sæmi- lega stöðugar rekstrarforsend- ur og því væri ómögulegt að allur kvóti færi á uppboð einu sinni á ári. Nærri lagi væri að 1/5 færi á uppboð á ári hverju og því allur kvótinn á fimm ára tímabili. Þetta hlutfall er einfaldlega stillingaratriði þar sem markmiðið er að finna besta hlutfall stöðugleika gagn- vart því hve virk verðmyndun- in er. 2. Innan stéttarinnar er eðlismun- ur á útgerðaraðilum. Stærri útgerðir veiða meira og eru líkast til hagkvæmari þegar kemur að hreinni peningalegri framlegð. Smærri útgerðir eru frábrugðnar að mörgu leyti. Þær veiða oftast nær landi þ.a. fiskistofnarnir eru strangt til tekið ekki þeir sömu. Fjöldi starfa er fleiri á veidd tonn. Einnig hafa veiðarfæri smærri báta umtalsvert minni áhrif á lífsskilyrði fiskistofnanna. Vegna þessa væri eðlilegt að mynda aðskilda potta fyrir mis- munandi aðila. Þarna þyrftu stjórnvöld að ákveða hvern- ig best væri að skipta á milli; annað stillingaratriði. 3. Byggðasjónarmið ber einnig að hafa í huga þar sem að íbúar sjávarplássa fái notið ávaxta síns nærumhverfis umfram aðra. Þetta býður upp á frekari skiptingu á heildarúthlutun. 4. Einnig skal hugað að vernd gegn fákeppni. Ástæðan er sú að til lengdar dregur fákeppni alltaf úr hagkvæmni markað- arins. Útfærslan gæti verið sú að sérstakt álag kæmi til þegar hlutfall einstakrar útgerðar af heildarpotti er komið yfir viss mörk. Stillingaratriði. Ein höfuðkrafa sem gerð er til stjórnvalda í lýðræðisríkjum er krafan um sanngirni. Að verðleik- ar skapi manninum brautargengi í stað klíkuskapar og flokkadrátta. Að mínu viti þá tryggir fyrr- greindur uppboðsmarkaður sann- gjarna skiptingu langt fram yfir veiðigjaldið. Einnig má hugsa til þess hversu langlíft þetta gjaldtökufyrirkomu- lag verður. Nú benda kannanir til þess að sjálfstæðismenn komist að nýju til valda eftir næstu alþingis- kosningar. Þeir verða ekki lengi að afskrifa alla þá vinnu sem unnin hefur verið af núverandi ráðu- neyti. Ef hins vegar sett verð- ur á kerfi sem endurspeglar það gangverk sem knúið hefur upp- gang kapítalismans í gegnum tíð- ina, þá gera hugmyndafræðilegar forsendur það að verkum einar og sér, að ekki verður horft fram hjá kostum slíks fyrirkomulags í her- búðum hægrimanna. Þetta væri jákvætt skref í átt að verðleikasamfélagi þar sem sam- bærilegir aðilar sitja við sama borð og frammistaða aðila ræður velgengni. Eigandi auðlindar- innar fær svo aftur til sín þann ágóða sem flotinn er tilbúinn að greiða. Gamla góða framboð og eftirspurn sem er jú hornsteinn framþróunar samfélags manna síðastliðin árhundruð. Skynsamleg leið við kvótaúthlutun Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tutt- ugustu aldar geymir marga slíka. Allt frá bankahruninu og bús- áhaldabyltingunni hafa marg- ir Íslendingar vænst þess að fram á sjónarsviðið kæmi ein- staklingur með sterkan persónu- leika, hyggjuvit og slíka pólitíska færni að hann gæti leitt þjóðina í gegnum þrengingarnar og áfram inn í uppbyggingarstarfið. Mörg- um til mikillar furðu bólaði ekk- ert á slíkum einstaklingi en þeir hinir sömu hafa nú loksins áttað sig á því að hann er mættur og það fyrir löngu. Hann var nefni- lega á sviðinu allan tímann. Hann var á pólitíska sviðinu, fyrst sem alþingismaður, síðan ráðherra og loks forseti. Og hann var í útrás- arveislunum, ýmist sem boðsgest- ur eða þá að hann hélt þær sjálf- ur. Og hann var í fjölmiðlunum, bæði hérlendis og erlendis. Hann var mikilvirkur gerandi og hann er það ennþá. Hlutverkin eru orðin mörg eins og hjá gamalreyndum leikara. En öfugt við leikarann hefur hann aldrei haft leikstjóra því hann hefur stjórnað sér sjálfur. Ekki nóg með það, hann hefur líka samið rulluna sína sjálfur. Framan af var hann að vísu oftar en ekki í auka- hlutverki, enda létu þá ýmsir leik- stjórar og handritshöfundar mjög að sér kveða, auk þess sem hann var frekar óvinsæll meðal áhorf- enda. En mörg undanfarin ár hefur hann farið með eitt af aðalhlut- verkunum og nú orðið er hann ein- faldlega einn í aðalhlutverki. Aðrir eru í aukahlutverkum. Og vinsæld- ir hans meðal áhorfenda hafa auk- ist til muna. Reyndar er orðið vafa- samt að tala um áhorfendur því þeir eru orðnir virkir þátttakend- ur í leiknum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Leikur þeirra er að sönnu veigalítill, þeir eru ýmist í klappliðinu eða pú-liðinu. Fáir muna lengur hvenær og hvernig sjónleikur þessi byrjaði og enginn veit fyrir víst hvaða stefnu hann tekur næst eða hve- nær honum lýkur. Jafnvel ekki handritshöfundurinn sjálfur, enda semur hann handritið jafnharðan. Það er galdurinn. I save Á liðnum misserum hefur verið við stjórn í Reykjavík meiri- hluti sem ástæða er til að fjalla um og jafnframt líta á verk hans. Ég hef í gegnum tíðina fremur lítið fylgst með borgarmálum, þrátt fyrir að hafa búið í Reykja- vík síðustu sextán árin. Það er líklega vegna þess að mér hefur fundist að þjónustan sé ásættanleg og, með örfáum undantekningum, verið sæmilega sáttur við það sem útsvarsgreiðslurnar hafa farið í. Með þessum hætti hefur þetta verið þrátt fyrir að hinir ýmsu stjórnmálaflokkar hafi verið við völd á þessum árum. Áherslur hafa verið af ýmsum toga en eng- inn meirihluti hefur sýnt annað eins vanhæfi í sínum störfum og sá sem nú er við völd. Nokkur dæmi Í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingar frá júní 2010 segir orðrétt undir kafl- anum Lýðræði og þátttaka: „Sam- ráð verði haft við íbúa og for- eldra í skipulags-, umhverfis- og skólamálum, það gert markviss- ara og stutt við aðkomu þeirra að lykilákvörðunum.“ Þetta er gott og blessað og mjög göfugt en á árinu 2011 ákvað meirihluti borg- arstjórnar gríðarlega umfangs- miklar breytingar á skólastarfi í borginni með sameiningum leik- skóla, sameiningum grunnskóla og deilda innan grunnskólanna í algjörri andstöðu við vilja stórs hluta foreldra í borginni. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og góð mót- rök fagaðila, foreldra og annarra hagsmunaaðila hafa breytingarn- ar verið keyrðar í gegn af vald- níðslu og vanvirðingu við vilja íbúa borgarinnar. Faglegum og fjárhagslegum rökum hefur verið beitt eftir hentugleika en fyrst og fremst er niðurstaðan sú að íbúa- lýðræðið hefur verið gjaldfellt, þvert á það sem flokkarnir hafa stært sig af á liðnum árum. Á sama tíma og verulega hefur verið skorið niður í grunnþjónustu Reykjavíkur, bæði hvað varðar þjónustuna sjálfa og fjárframlög til hennar, hafa framlög til ýmissa annarra verkefna aukist verulega og ný verkefni hafa bæst við. Að sama skapi hafa skattar og þjón- ustugjöld borgarinnar hækkað. Niðurskurður hefur verið í sorp- málum, (bæði hverfisstöðvar og hirðing), unglingavinnu, gatna- og samgöngumálum, umhirðu opinna svæða og almennt viðhald er minna en áður var. Fjárfram- lög til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hafa hækkað um 9,6% frá árinu 2010 á meðan fjár- framlög til menningar- og ferða- málasviðs hafa hækkað um 18,6%. Þetta sýnir kolranga forgangsröð- un á erfiðum tímum og staðfestir vanhæfi núverandi meirihluta við stjórn borgarinnar. Vitað er að ytri aðstæður í þjóð- félaginu eru erfiðar og skilningur er fyrir hendi á að í mörgum þátt- um rekstrar Reykjavíkurborgar þarf að draga saman. Það ætti að endurspeglast í starfsmannafjölda hjá borginni og ekki síst að birt- ast í fjölda stöðugilda í Ráðhús- inu sjálfu, aðhaldið ætti að byrja að ofan. En sú er ekki raunin. Á skrifstofum borgarinnar í Ráð- húsinu hefur starfsmönnum fjölg- að um 7% auk þess sem yfirvinna og akstur starfsmanna þar eykst verulega milli ára skv. ársreikn- ingi borgarinnar fyrir árið 2011. Þetta er enn eitt dæmið sem sýnir að núverandi meirihluti ræður engan veginn við hið mikla verk- efni sem er að ná niður kostnaði í erfiðu umhverfi. Rekinn.is Við svo búið verður ekki unað – það er kominn tími til að gera eitt- hvað í málunum og reyna að koma rödd sinni þannig á framfæri að á hana sé hlustað. Því hefur hópur íbúa í Reykjavík opnað vefsíð- una www.rekinn.is þar sem öllum kosningabærum íbúum borg- arinnar gefst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri og skora á borgarstjóra ásamt meiri- hluta borgarstjórnar að segja af sér. Nokkrar ástæður hafa verið raktar hér að framan en í stuttu máli má segja að meirihluti borg- arstjórnar hafi sýnt með verkum sínum að hann er vanhæfur til að takast á við það erfiða verkefni að reka höfuðborgina við núverandi aðstæður. Reykvíkingur góður – sýndu í verki vanþóknun þína á stjórn borgarinnar með því að skrá nafn þitt á vefsíðuna www. rekinn.is og komum borgarstjórn- armeirihlutanum frá völdum áður en það verður of seint! Reykvíkingar vitið þið? Íþróttir Karen Kjartansdóttir fréttakona á Stöð 2 og hlaupari Elísabet Margeirsdóttir fréttakona á Stöð 2 og hlaupari Sjávarútvegsmál Þráinn Guðbjörnsson verkfræðingur Forsetaembættið Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur Stjórnmál Eggert Teitsson íbúi og foreldri í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.