Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur skoðun 14 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Fólk 13. júní 2012 137. tölublað 12. árgangur FORÐAST LONDONVenjulegir ferðamenn halda sig fjarri London á meðan á Ólympíuleikunum stendur. Um þriðjungur hótelherbergja er enn óseldur. Ástæðan er sögð umtalsverð hækkun á verði eða allt að 104%. Talið er að ferðamenn fari fremur til Berlínar og Barcelona á meðan á leikunum stendur. H i SMART Á HJÓLIHOLL HREYFING Á vefsíðunni hjolreidar.is má finna mikið af upplýsingum um hjólreiðar. Þar eru fjölmargar myndir af flottu hjólandi fólki og þar að auki eins konar tískublogg fyrir hjólafólk. BRÚÐKAUPSGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 10% afsláttur Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Vandaðir þýskir herraskór í úrvaliLéttir og þægilegir herra-sumarskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: cognac og svart - Stærðir: 40 - 46 - Verð: 14.700.- Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14. Gildir til 17. júní 2012. NETTILBOÐ VIKUNNAR! BUBBI - ÞORPIÐ Nýi diskurinn með Bubba áritaður og sendur beint heim að dyrum! & SENDUR FRÍTT HEIM ÁRITAÐUR 2.999kr 3.299kr 600kr verð áður sendingarkostnaður Nýr tilboðsbæklingur í dag Betri frá ári til árs Tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði í tíunda sinn. menning 24 Verður Íslendingur Ramune Pekarskyte gæti reynst landsliðinu mikill styrkur á komandi árum. sport 30 Vinsæll Kiss-klúbbur Hátt í tvö hundruð manns eru í nýstofnuðum aðdáendaklúbbi Kiss. popp 34 TÓNLIST Upptökur eru hafnar á fjórðu hestamannaplötu Helga Björnssonar og Reiðmanna vind- anna. Hinar þrjár hafa notið gífurlegra vinsælda og samanlagt selst í um 32 þúsund eintökum. „Ég fékk hvatningu úr mörgum áttum um að smella einni Reið- mannaplötu í viðbót og ég varð við þeim óskum,“ segir Helgi. Meðal laga á plötunni verða Íslenskur kindreki, sem er ný útgáfa af lagi Spilverks þjóðanna, Icelandic Cowboy. „Það er búið að vera ótrúlegt gengi á þessum plötum, fólk virðist ekkert fá nóg,“ segir Helgi. - fb / sjá síðu 34 Helgi Björnsson í hljóðveri: Fjórða hesta- platan tekin upp BJART MEÐ KÖFLUM en bjartara inn til landsins. Lítilsháttar skúrir einkum síðdegis sunnanlands. Hægur vindur eða hafgola. Hiti á bilinu 4 til 16 stig. VEÐUR 4 11 12 9 10 8 HELGI BJÖRNSSON ALÞINGI Greidd verða atkvæði í dag um hvort fjármálaráðherra fái heimild til að ábyrgjast 8,7 millj- arða króna lán vegna Vaðlaheiðar- ganga. Umræðum um málið lauk í gær, en andstaða við það er í öllum flokkum. Þrátt fyrir stíf fundahöld í gær hefur enn ekki náðst samkomulag um þinglok. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur meðal annars verið rætt um að fresta afgreiðslu frumvarps um stjórnun fiskveiða, gegn því að frumvarp um veiðigjöld verði afgreitt. Stjórnarand- staðan hefur kallað eftir því að veiðigjöldin verði lækkuð en stjórnar liðar eru ófúsir til þess. Milljarð- arnir fimmtán, sem gert er ráð fyrir að gjöld- in skili, hafa verið eyrnamerktir ýmsum fram- kvæmdum. Fjölmörg frumvörp hafa orðið að lögum síðustu tvo daga. Þar má nefna frumvarp um barna- lög, en samkvæmt því fá dómarar heimild til að dæma sameiginlega forsjá, en það ákvæði var í óþökk Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra. Vaðlaheiðargöngin eru eitt þeirra mála sem stjórnin lagði áherslu á að klára. Það þykir gefa von um samkomulag að málið kemur til atkvæða í dag. Heimild- armenn Fréttablaðsins voru enda bjartsýnir á að samkomulag um þinglok næðist í dag. - kóp / sjá síðu 8 Enn hefur ekki verið samið um þinglok þrátt fyrir stíf fundahöld í gær: Kosið um Vaðlaheiðargöng í dag ÖGMUNDUR JÓNASSON MENNING Ljóðaþingi Kínversk- íslenska menningarsjóðsins, sem halda átti í bænum Kirkenes í Norður-Noregi í sumar, hefur verið aflýst í ár þar sem kínversk ljóðskáld sem boðin voru til þings- ins fengu ekki leyfi til að ferðast til Noregs. Hjörleifur Sveinbjörnsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir málið tengjast gremju kínverskra stjórnvalda með að andófsmaður- inn Liu Xiaobo hafi verið sæmd- ur friðarverðlaunum Nóbels árið 2010. Nefndin sem velur verð- launahafa er skipuð af norska þinginu og hafa samskipti milli ríkjanna verið í uppnámi síðan. „Við undirbúning þriðja ljóðaþings sjóðsins datt okkur Kirkenes í hug sem skemmti- leg staðsetning,“ segir Hjörleif- ur í samtali við Fréttablaðið, en skipulagning var komin vel á veg. Meðal annars átti yfirskrift þingsins að vera „ljóð án landa- mæra“. „Fyrir skemmstu fengum við hins vegar skilaboð frá bak- hjarli okkar, fyrirtækinu Zhong- kun [sem er í eigu Huangs Nubo] um að ekki væri hægt að halda ljóðaþingið í Kirkenes þar sem kínversk yfirvöld hefðu nýlega ítrekað að ekkert hefði breyst í samskiptum Kína við Noreg.“ Hjörleifur segir þetta hafa komið skipuleggjendum í opna skjöldu. „Það hvarflaði ekki að okkur að þessi deila milli Kína og Noregs myndi setja strik í reikninginn, enda kemur hún okkur ekkert við, en veruleikinn er svona. Við erum auðvitað hundsvekkt, sérstaklega vegna listafólksins sem við höfð- um þegar boðið.“ Hvað varðar listamennina sjálfa segir Hjörleifur að ekki sé ljóst hvort þeim hafi beinlínis verið bannað að fara til Noregs eða ekki. „Okkur skilst að ekki hafi verið tekið vel í beiðni skáldanna og ljóst er að samskipti ríkjanna eru með þeim hætti um þessar mundir að staðan fer ekkert á milli mála.“ Hjörleifur segir málið vand- ræðalegt en stjórn sjóðsins hafi þó tekið þann pól í hæðina að færa þingið ekki til annars lands í ár. „Okkur fannst að það myndi gefa röng skilaboð. Við stöldr- um nú við og skoðum framhald- ið, en erum þó ákveðin í að halda ljóðaþing í Kirkenes þegar fram í sækir. Okkur finnst við skuld- bundin hinu ágæta fólki í Kirke- nes og viljum fyrir alla muni koma aftur síðar.“ Sjóðurinn er stofnaður til tíu ára og segir Hjörleifur að stjórnin vonist til að halda sínu striki í efl- ingu menningarsamskipta milli Kína og Íslands. - þj Kínverjar stöðva ljóðaþing Ljóðaþingi Kínversk-íslenska menningarsjóðsins var aflýst því kínverskir þátttakendur fengu ekki leyfi til Noregsfarar. Stjórnarformaður sjóðsins er ákveðinn í að halda ljóðaþing í Noregi þótt síðar verði. Samskipti Kína og Noregs eru við alkul Lýsandi dæmi um kuldann í samskiptum milli Kína og Noregs er að nýlega var Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra, synjað um vega- bréfsáritun til Kína. Samkvæmt frétt Aftenposten hefur fjölmörgum Norð- mönnum verið synjað um vegabréfsáritun síðustu mánuði. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, sagði nýlega í útvarpsviðtali að Kína fengi ekki áheyrnaraðild að Norðurheimskautsráðinu við núverandi aðstæður eins og vonir þeirra standa til. Samskipti milli ríkja séu lykilatriði í ráðinu og sniðganga Kína á Noregi sé „ekki okkar val, heldur þeirra“. UPPSKERUTÍMI Í garðyrkjustöðinni í Silfurtúni á Flúðum er uppskerutíminn á jarðarberjum að ná hámarki, en Silfurtún er stærsta jarðarberjabú landsins. Guðmundur Karl Eiríksson, sonur eigendanna, sést hér tína sæt og safarík ber af stilkum en þau eru send samdægurs í verslanir um land allt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.