Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|FERÐIR
Denver er gjarnan kölluð Kúa-bærinn eða „Cow town“ sumum heimamönnum til armæðu með-
an aðrir bera kúrekahatta hversdags,
stoltir af sögu borgarinnar og gamla
villta vestrinu. Enda var það víst „villt“
í Denver, hinn eini sanni Buffaló Bill er
til að mynda grafinn á fjallinu Lookout
Mountain, steinsnar frá borginni.
Denver byggðist í kringum gullæðið
um miðja nítjándu öld af bjartsýnum
tækifærissinnum sem létu það verða
sitt fyrsta verk að reisa krá og setja
upp leiksýningu áður en þeir byggðu
sjúkrahús og skóla. Borgin liggur við
rætur Klettafjallanna í Colorado í miðri
Norður-Ameríku og leið fyrir einangrun
sína til að byrja með. Denverbúar létu
einangrunina ekki buga sig og þegar
borgin var ekki inni á áætlaðri leið
járnbrautarinnar frá austri til vesturs,
skutu íbúarnir saman fyrir járnbrautar-
teinum sem tengdu Denver við aðal-
leiðina. Í dag er Denver og nágrenni
eitt af vinsælustu svæðunum í Banda-
ríkjunum til að búa á. Það má meðal
annars þakka einstakri veðursæld, en í
Denver skín sólin 300 daga á ári, og því
að svæðið er útivistarparadís. Í Denver
eru íbúarnir betur á sig komnir líkam-
lega en í nokkurri annarri Bandarískri
borg.
Yfir tuttugu skíðasvæði eru í aksturs-
fjarlægð frá Denver og eru Brecken-
ridge og Aspen mörgum Íslendingum
vel kunn. Í fjöllunum er einnig að finna
fjölda gönguleiða og fjallahjólastíga. Í
nágrenni borgarinnar eru hátt í hundr-
að golfvellir og innan borgarmarkanna
er hægt að stunda flúðasiglingar. Þá eru
yfir 200 almenningsgarðar í borginni og
í mörgum þeirra haldnir djasstónleikar
á sunnudögum á sumrin.
Denver er eina mílu eða 1.609 kíló-
metra fyrir ofan sjávarmál og því er
loftið þurrt og þunnt. Denverbúar full-
yrða að vegna loftslagsins fljúgi golf-
boltar 10 prósent lengra en niðri við
sjóinn og að áfengir drykkir hafi einnig
meiri áhrif. Þá er ferðalöngum ráðlagt
að drekka mikið af vatni.
DAGAR Í DENVER
NÝR ÁFANGASTAÐUR Borgin Denver í Colorado bættist við áfangastaði
Iceland Air í Bandaríkjunum nú í sumar. Ragnheiður Tryggvadóttir fékk að
fljóta með í fyrstu ferð og kynnast gestrisni borgarbúa.
MIÐBORGIN Denver
var byggð af bjartsýn-
um tækifærissinnum í
gullæðinu upp úr 1850.
Afslappað viðhorf til lífs-
ins einkennir Denverbúa
sem eru afar vinalegir
heim að sækja.
Yfir fimm hundruð verslanir, gallerí og
snyrtistofur er að finna í Cherry Creek-
hverfinu í Denver. Þar er einnig verslunar-
miðstöð þar sem hægt er að líta við hjá
Louis Vuitton, Victoria´s Secret og Tiff-
any´s og þar stendur til að opna H&M-
verslun í haust. H&M er einnig að finna í
Denver Pavilions, verslunarmiðstöð í mið-
bænum við 16th Street Mall, verslunar- og
kaffihúsagötu sem teygir sig rúman einn
og hálfan kílómetra gegnum miðbæinn.
Ókeypis er í strætisvagna sem aka upp og
niður götuna og stoppa á hverju horni. Á kvöldin má næla sér í far
með hestvagni. Larimer Square er elsta gata borgarinnar og þar er
einnig að finna áhugaverðar verslanir, kaffihús og veitingastaði.
VERSLAÐ Í DENVER
■ H&M, Victoria’s Secret og Louis Vuitton
VILLTA VESTRIÐ Denver er gjarnan kölluð
„Cow Town“ en í borginni er að finna fjölda safna
sem sýna sögu villta vestursins. Þá er á hverju
árin haldin kúrekahátíð í Denver auk þess sem
borginni tilheyrir nautgripahjörð uppi í fjöllunum.
MYND/VISIT DENVER
Umhverfið við tónleikasvæðið
Rauðukletta eða Red Rocks er
ævintýralegt þar sem rauðir
sandsteinsklettarnir skaga tugi
metra upp í loftið, allt í kringum
áhorfendur. Áhorfendapallarnir
voru hlaðnir milli klettanna á
fimmta áratugnum og komast
allt að 9.000 gestir í sæti. Svæð-
ið var á tímabili skráð sem eitt
af sjö undrum veraldar.
Ekki ómerkari tónlistarmenn
en Bítlarnir, Björk og Bruce
Spring steen hafa stigið þar á
svið og er Red Rock eitt eftir-
sóttasta tónleikasvæði heims af
tónlistarmönnum vegna ævin-
týralegs andrúmslofts.
Á daginn er svæðið opið
almenningi og nota heima-
menn áhorfendapallana til fjöl-
breyttra íþróttaæfinga.
ROKK Í RAUÐUKLETTUM
Tónleikar í Red Rocks eru einstök upplifun en
svæðið er í akstursfjarlægð frá Denver.
Bolir 1.990 kr
Vandaðir efri toppar 4.990 kr
Buxur – pils
Stærðir S -2XL
Klútar og slæður 500 kr -1.000 kr
Ómótstæðileg tilboð
LOGY ehf. Lyngháls 10. v/hliðina á Heiðrúnu ÁTVR.
(þýsk-íslenska húsinu)
LAGERHREINSUN
SUMARVÖRUR
Aðeins opið
miðvikud. 13. júní og
fimmtud. 14. júní
frá kl 16-19.
Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16,
www.topphusid.is
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
Skráning hafin á skrifstofu
Jónsmessuhátíð Útivistar 22.-24. júní
Bókun á skrifstofu í síma
562 1000 eða á www.utivist.is
Upplifðu Útivistargleði
Skipholti 29b • S. 551 0770
ÚTSALA
HAFIN! FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir
Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427