Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 54
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR42
bio@frettabladid.is
42
Ævintýri ærslafullu dýra-
hjarðarinnar heldur áfram
í Madagascar 3: Europe’s
Most Wanted þegar vinirnir
leggja á flótta með sirkus
sem ferðast um Evrópu.
Ljónið Alex, sebrahesturinn Marty,
gíraffinn Melman og flóðhesturinn
Gloria snúa aftur í þessari þriðju
Madagascar-framhaldsmynd leik-
stjórannna Erics Darnell og Toms
McGrath en fyrsta ævintýramynd-
in um hópinn leit dagsins ljós árið
2005. Að þessu sinni bætist leik-
stjórinn Conrad Vernon í hópinn.
Dýraskarinn reynir enn að kom-
ast heim til sín í Central Park-dýra-
garðinn í New York. Þeir þurfa
samt fyrst að finna mörgæsirnar,
vini sína, sem stungu af til Monte
Carlo því þeir geta flogið þeim
heim. Vinirnir ferðast þangað og
koma sér í mikið klandur þegar
þeir mæta sem óboðnir gestir í
Neil Patrick Harris og Christina
Hendricks eru meðal þeirra sem
þenja raddböndin í söngleikn-
um Company sem verður sýndur
í Háskólabíói í kvöld klukkan 20
og aðeins á þeirri einu sýningu.
Company er gamansöngleikur sem
Stephen Sondheim gerði eftir bók
George Furth og var settur upp
á Broadway í apríl 1970. Myndin
sem sýnd verður í kvöld var gerð
eftir enduruppsetningu söngleiks-
ins í apríl 2011. Neil Patrick Harris
bregður sér hér í kunnuglegt hlut-
verk piparsveins sem á erfitt með
að skuldbinda sig og sér hag sinn í
því að eiga alltaf fleiri en eina kær-
ustu í einu. Hann er þó umkringdur
pörum og til dæmis eru hans allra
bestu vinir fimm hjón. Company
er með fyrstu söngleikjunum sem
gerðir voru og tókust á við fullorð-
insleg þemu og sambönd.
Franska myndin The Intoucha-
bles kemur í bíóhús á Íslandi á
morgun. Þessi hjartnæma mynd
um samband tveggja afar ólíkra
manna hefur farið sigurför um
heiminn og er orðin aðsóknarmesta
mynd allra tíma á öðru tungumáli
en ensku. Ríkur aðalsmaður þarf
að ráða til sín aðstoðarmann eftir
að hafa lent í slysi og lamast fyrir
neðan mitti. Hann hefur úr fjölda
hæfra umsækjenda að velja en
ræður í starfið ungan afbrotamann
úr fátrækrahverfum Parísar.
Líf þeirra beggja tekur ótrú-
legum breytingum þegar vináttan
þróast og nær hæðum sem hvor-
ugur hafði séð fyrir. Þeir hjálpa
hvor öðrum að fóta sig í lífinu og
í gegnum vináttu og væntumþykju
gera þeir hvor annan að betri ein-
staklingum með bjartari framtíð en
áður var útlit fyrir. - trs
Fullorðinssöngur
og sérstök vinátta
BETRI MENN Þeir Philippe og Driss
bæta líf hvor annars á ýmsan hátt þegar
vinnufyrirkomulag þeirra á milli breytist
yfir í djúpa og áhrifaríka vináttu.
VILL GERA TOP GUN 2 Leikarinn Tom Cruise hefur áhuga á að gera framhaldsmynd af flugmannamyndinni
frægu Top Gun og svipast nú um eftir álitlegu handriti. Sögusagnir hafa gengið um framhald Top Gun í dágóðan tíma
en þær fregnir aldrei verið staðfestar. Núna viðurkennir Cruise hins vegar við MTV að hann sé að vinna í að finna gott
handrit og geri hann það vill leikarinn gjarnan klæðast leðurjakkanum og stíga inn í flugstjórnarklefann á nýjan leik.
Leikarinn Hugh Laurie er í við-
ræðum um að leika illmennið í
endurgerð á myndinni RoboCop.
Laurie ku hafa mikinn áhuga á
hlutverkinu en myndinni er leik-
stýrt af Jose Padilha.
Tæki Laurie hlutverkið yrði
það í fyrsta sinn sem hann sæist
á hvíta tjaldinu síðan sjónvarps-
þáttunum vinsælu um House
lauk nýverið. Aðrir leikarar sem
búnir eru að samþykkja að leika
í myndinni eru Gary Oldman,
Joel Kinnaman, Abby Cornish
og Samuel L. Jackson. Myndin á
að byrja í tökum í haust og áætl-
uð frumsýning er sumarið 2013.
Illmenni
ROBOCOP Hugh Laurie er í viðræðum
um að leika illmennið í endurgerð á
myndinni RoboCop. NORDICPHOTOS/GETTY
Madagascar sirkus á flótta
SIRKUSDÝR Ljónið Alex, sebrahesturinn Marty, gíraffinn Melman og flóðhesturinn Gloria slást í för með sirkusi og sýna afrískar
listir sínar.
MADAGASCAR-ÆVINTÝRIÐ
Fyrsta teiknimynd Madagascar-ævintýrsins var frumsýnd árið 2005.
Í henni verða vinirnir Alex, Marty, Melman og Gloria, sem hafa lifað
þægilegu lífi í Central Park-dýragarðinum, óvænt strandaglópar á eyjunni
Madagascar. Þrátt fyrir misjafna dóma gagnrýnenda halaði myndin inn
500 milljónir dollara á heimsvísu.
Madagascar: Escape 2 Africa kom úr árið 2008 og segir frá flótta
vinanna frá Madagascar þar sem þeir brotlenda á Afrísku meginlandi.
Myndin hlaut jákvæða umfjöllun og þénaði alls 600 milljónir.
Jeffrey Katzenberg, forstjóri DreamWork, hefur sagt líklegt að von sé á
fjórða framhaldinu í Madagascar-seríunni.
Í mars 2011 var tilkynnt að mörgæsirnar fjórar í Madagascar fengju
kvikmynd í fullri lengd í leikstjórn Simons J. Smith. Handritshöfundar
verða þeir Alan J. Schoolcraft og Brent Simons, sem skrifuðu teiknimynd-
ina Megamind.
stóra veislu. Vegna þessa fá þeir
dýraeftirlitið á eftir sér og þurfa
að leggja á flótta.
Hvernig geta ljón, sebrahestur,
flóðhestur, gíraffi, fjórar mörgæs-
ir, tveir apar, þrír lemúrar og lama-
dýr ferðast um Evrópu án þess að
vekja athygli? Þau slást í för með
sirkus sem ferðast vítt og breitt um
Evrópu og setja sinn afríska svip á
sýningarnar.
Frægir leikarar ljá persónum
teiknimyndarinnar raddir sínar og
eru það þau Ben Stiller, Chris Rock,
David Schwimmer og Jada Pinkett
Smith sem tala fyrir vinina fjóra,
sem eru í aðalhlutverkum.
hallfridur@frettabladid.is
MEIRA SKÚBB
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag